Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2007, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 07.10.2007, Qupperneq 77
Kominn er út hjá sænsku BIS- útgáfunni diskur með tónverkum eftir Hauk Tómasson. Þar er að finna tvo flautukonserta auk verksins Skímu sem samið er fyrir tvo kontrabassa og hljóm- sveit. Sinfóníuhljómsveit Íslands leik- ur í öllum verkunum undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar og einleikarar eru flautuleikarinn Sharon Bezaly og bassaleikararn- ir Hávarður Tryggvason og Valur Pálsson. Upptökur fóru fram í Háskólabíói sumarið 2003. Flautukonsert frá árinu 1997 var frumfluttur af Áshildi Har- aldsdóttur á Íslandi 1999 og hefur upptaka með flutningi hennar verið leikin í um þrjátíu þjóðlönd- um undanfarin ár. „Í þessum kons- ert er ég að reyna að skapa nýjan hljóðheim fyrir sinfóníuhljóm- sveitina. Mig langaði til að magna upp viss hljóðfæri sem maður heyrir almennt frekar lítið í á tón- leikum hérlendis. Aðaláherslan í konsertinum er að sjálfsögðu á þverflautuna, sem er mjög áber- andi allt verkið, en einnig heyrist talsvert í hörpu og kontraböss- um,“ segir Haukur. Flautukonsert nr. 2 frá 2001 var samin fyrir Sharon Bezaly og hefur flutningur hennar fengið sérstakt lof í ýmsum tónlistar- ritum. Haukur kveðst hafa fengið hugmyndina að konsertinum í læknisskoðun. „Fyrir nokkrum árum fylgdi ég konunni minni í sónarskoðun. Þar fengum við að heyra hjartslátt barnsins og minnti hann mig á gong-hljóðfæri. Út frá því fór ég að vinna með púls í tónlist minni og er þessi flautukonsert, sem samanstendur af fimm sjálfstæð- um köflum, afraksturinn af því.“ Þriðja tónsmíðin á disknum er Skíma sem er einn af fáum kons- ertum fyrir tvo kontrabassa og var frumfluttur á tónleikum sin- fóníuhljómsveitarinnar árið 2003. „Hávarður og Valur bassaleik- arar hafa lengi verið félagar mínir og ég hafði í mörg ár haft í hyggju að semja verk fyrir þá,“ segir Haukur. „Upphaflega átti þetta verk að vera fyrir tvo kontrabassa og klarinett, en svo bættust fleiri hljóðfæri við. Ég hef þó gefið öðrum bassahljóðfærum frí í þessum konsert svo að kontra- bassarnir njóti sín til fullnustu. Þetta er frekar svarthvítt verk, fyrri hluti þess er afar þungur og dökkur en svo ríkir von og birta í seinni kaflanum.“ BIS hefur áður gefið út tvo diska með tónlist Hauks, annars vegar óperuna Fjórði söngur Guð- rúnar og hins vegar Fiðlukonsert og fleiri verk flutt af CAPUT- hópnum. Nýr hljóðheimur Lögreglan í Glasgow í Skotlandi sagði frá því á föstudag að hún hefði end- urheimt 500 ára gamalt málverk eftir Leonardo da Vinci sem stolið var fyrir fjórum árum. Voru fjórir handteknir vegna málsins. Í ágúst árið 2003 voru listaverkaþjófarnir með í hópi ferðamanna sem fengu leiðsögn um skoska kastalann Drumlanrig, en kastalinn er í eigu hertogans af Buccleuch. Þjófarnir báru leiðsögumanninn ofurliði, gripu málverkið af vegg kastalans og flúðu út um eldhús- glugga. Málverkið hafði þá verið í eigu fjölskyldu hertogans í meira en 200 ár. Umfangsmikil leit að verkinu hefur staðið allt frá því það var numið á brott, en fjölskylda her- togans og aðrir aðdáend- ur da Vincis voru orðin vondaufir um að verkið fyndist nokkurn tímann. Verðmæti verksins, sem kallast Guðsmóðirin með hesputré og sýnir Maríu mey og Jesús, er metið á rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna. Það er talið hafa verið málað árið 1501. Leonardo da Vinci kom í leitirnar Icelandair efnir til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni og farið yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu. Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu. Leiðbeinendur: Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur og Páll Stefánsson flugstjóri. VERÐ: 30.000 kr. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING: eline@icelandair.is SÍMI: 50 50 300 + Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 11. október 2007. NJÓTIÐ ÞESS AÐ FLJÚGA NÁMSKEIÐ GEGN FLUGFÆLNI – 15. OKTÓBER N.K. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 94 09 1 0/ 07
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.