Fréttablaðið - 07.10.2007, Side 79

Fréttablaðið - 07.10.2007, Side 79
Órafmagnaðir MTV-tónleikar Nir- vana frá árinu 1993 verða gefnir út á DVD-mynddiski í fyrsta sinn þann 19. nóvember. Á disknum verða tvö lög sem var ekki sjónvarpað frá tónleikunum, Oh Me og Something in the Way. Þau voru aftur á móti á vinsælli plötu sem var gefin út með lögum frá tónleikunum. Á meðal annarra laga sem Nirvana flutti voru About a Girl, The Man Who Sold the World, Lake of Fire og Where Did You Sleep Last Night. Á mynddisknum verður einnig heimildarmynd um það sem gerðist á bak við tjöldin, viðtöl við hljómsveitarmeðlimi og myndir frá æfingum. Órafmagnað á mynddiski Robert Plant, fyrrum söngvari Led Zeppelin, gefur út plötuna Raising Sand þann 20. október ásamt söngkonunni og fiðluleikar- anum Alison Krauss. Plant og Krauss hittust fyrir nokkrum árum á minningartónleikum til heiðurs þjóðlaga- og blúsgoðsögn- inni Leadbelly. Gagnkvæm virðing og sameiginlegur áhugi á blús- og þjóðlagatónlist varð til þess að þau ákváðu að gera plötu saman. T Bone Burnett, sem þekkt- astur er fyrir vinnu sína við tónlistina í kvikmyndunum O Brother, Where Art Thou?, Walk The Line og Big Lebowski, tók upp plötuna, sem þykir hafa heppnast einstaklega vel. Gefur út með Krauss Stafrænn Hákon hefur í dag vikulangt tónleikaferðalag sitt um Bretland. Ólafur Örn Josephsson er mað- urinn á bak við Staf- rænan Hákon og hefur hann fengið til liðs við sig íslenska tónlistarmenn búsetta í Danmörku til að leika undir. Fyrstu tónleikarnir eru í Brighton í kvöld en eftir það verður leikið í Lond- on, Oxford, New- castle, Edinborg, Bristol og Leeds. Nánari upplýs- ingar um tónleikaferðina má finna á Shakon.com. Stafrænn Hákon byrjaði sem einsmanns- hljómsveit Ólafs og sem slíkur gaf hann út nokkrar plötur, þær fyrstu gaf hann út sjálf- ur en síðar samdi hann við útgáfufyrirtækið Resonant. Nýlega kom út platan Gummi þar sem hann nýtur meðal annars aðstoðar Birgis Hilmarssonar, söngv- ara Ampop. Platan fékk góða umsögn hér í Fréttablaðinu, þrjár stjörnur af fimm. Staf- rænn Hákon leikur á Grand rokk á Airwaves-hátíðinni síðar í mánuðinum. Spilar í Englandi SÝND Í REYKJAVÍK, AKUREYRI OG FJARÐABYGGÐ. FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING / PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI SÚ SKEMMTILEGASTA SÍÐAN SÓDÓMA LANG MEST SÓTTA MYNDIN Á ÍSLANDI YFIR 45.000 MANNS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.