Fréttablaðið - 07.10.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 07.10.2007, Síða 80
 Ólafur Jóhannesson var að vonum sáttur við að bæta loksins VISA-bikarnum í bikara- safnið hjá FH eftir góð ár í Hafnarfirði og taldi FH vel að sigrinum komið. „Þetta var fínn leikur. Við vorum sterkari í fyrri hálfleik og réðum leiknum en vorum slakir í seinni hálfleik og hleyptum þeim inn í leikinn. Mér fannst við bara vera farnir að bíða eftir því að dómarinn flautaði leikinn af og það er alltaf hættulegt þegar það gerist,“ sagði Ólafur sem taldi FH-inga alls ekki hafa vanmetið mótherja sína. „Lið sem spila úrslitaleik eru yfirleitt góð og Fjölnisliðið er engin undantekning þar á. Þeir spiluðu það vel að við urðum að rífa okkur upp í framlengingunni og sem betur fer gerðum við það og getum því verið mjög sáttir,“ sagði Ólafur. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur með tapið en sagði þó að Fjölnismenn gætu borið höfuðið hátt eftir leikinn og þeir væru bjartsýnir á fram- haldið. „Við byrjuðum leikinn kannski frekar illa og bárum allt of mikla virðingu fyrir þeim og gáfum þeim mikið svæði á miðjunni, en eftir hálftímaleik náðum við betri tökum á leiknum. Við fórum yfir málin í hálfleik og það var allt annað að sjá til Fjölnisliðsins í seinni hálfleik, þar sem menn mættu grimmari til leiks og yfirvegaðri og við vorum bara hársbreidd frá því að klára dæmið,“ sagði Ásmundur. 37.900 kr. Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is ENSKI BOLTINN Arsenal – Slavia Prag Meistaradeild Evrópu 23.–24. október Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 49.900 kr. West Ham – Tottenham 24.–26. nóvember Verð á mann í tvíbýli 74.900 kr. Liverpool – Bolton 30. nóv.–02. des. Verð á mann í tvíbýli TILBOÐ! Flug og miði á leik FH vann Fjölni 2-1 í framlengdum úrslitaleik VISA- bikars karla á Laugardalsvelli í gærdag, en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Matthías Guðmundsson skoraði bæði mörk FH-inga en Gunnar Már Guðmundsson skoraði mark Fjölnismanna úr vítaspyrnu. Leikurinn fór fremur rólega af stað en FH-ingar voru þó meira með boltann. Fjölnismenn voru varkárir og reyndu fyrst og fremst að einbeita sér að varnarleiknum. Þeir sváfu þó illilega á verðinum eftir stundarfjórðung þegar Davíð Þór Viðarsson átti góða sendingu upp kantinn vinstra megin á Tryggvi Guðmundsson sem sendi fyrir markið. Þar rétt missti Arnar Gunnlaugsson af boltanum en Matthías Guðmundsson var hins vegar mættur á fjærstöngina og skoraði af miklu öryggi. 1-0 fyrir FH og þar við sat í fyrri hálfleik. Fjölnismenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og virkuðu yfirvegaðir og skipulagðir í aðgerðum sínum. Framan af náðu þeir þó ekki að skapa sér nógu góð sóknarfæri til að jafna metin. Fjölnismenn gáfust hins vegar aldrei upp og voru verðlaunaðir fyrir baráttu sína á lokamínútunum þegar vítaspyrna var dæmd er FH-ingurinn Sverrir Garðarsson braut á Davíð Þór Rúnarssyni Fjölnismanni. Gunnar Már Guðmundsson skoraði af öryggi úr vítinu og leikurinn fór því í framlengingu. Í framlengingunni var FH sterkari aðilinn og kom sigurmark leiksins á síðustu andartökum fyrri hálfleiks framlengingar. Matthías Guðmundsson var þar enn og aftur mættur á fjærstöng eftir sendingu Tryggva Guð- mundssonar og í þetta skiptið skoraði Matthías með skalla og nægði það til að tryggja FH VISA- bikarmeistaratitilinn árið 2007. „Það var frábært að vinna loksins þennan bikar. Þó svo að við hefðum kannski viljað gera það á meira sannfærandi hátt þá var þetta samt góður sigur. Bikarinn var mjög góð sárabót fyrir okkur eftir að hafa misst af deildar- titlinum,“ sagði Davíð Þór Viðars- son, leikmaður FH, kátur í leikslok. Fjölnismenn sýndu þó og sönnuðu af hverju þeir voru komnir alla leið í úrslitaleikinn í bikarnum og af hverju þeir spila í efstu deild að ári. FH vann 2-1 sigur á Fjölni í úrslitaleik VISA-bikars karla í fótbolta í gær. Matthías Guðmundsson skoraði bæði mörk FH og kom sigurmarkið í framlengingu. Engin léleg lið í úrslitaleikjum Tryggvi röflar í mér að mæta á fjærstöng
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.