Fréttablaðið - 07.10.2007, Page 81

Fréttablaðið - 07.10.2007, Page 81
Hönnunarsvið Bókagerð Kennari: Anna Snædís Sigmarsdóttir Tímasetning: 12 kennslust., kl. 18–22.15. Þri. 23. okt. og fim. 25. okt. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 418. Lýsing: Unnar verða 2–3 bækur ýmis konar. Nemendur fá einnig að vinna áferð á pappír fyrir bækurnar, annars koma þeir sjálfir með þann pappír sem þeir vilja nota. Verð: 12.000 kr. Gríska myndastyttan Kennari: Þór Rögnvaldsson. Tímasetning: 6 kennslust., kl. 10.30–12.30. Lau. 20. og 27. okt. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 407. Lýsing: Fyrst verður farið stuttlega í forsöguna og list Egyptalands. Því næst verður farið í list Grikklands (frá upphafi sögunnar og fram að endalokum hellenismans) með megináherslu á myndastyttuna. Til hliðsjónar verður höfð Saga listarinnar eftir E.H. Gombrich. Skyggnusýningar. Verð: 7.000 kr. Silfursmíði fyrir byrjendur Kennari: Harpa Kristjánsdóttir. Tímasetning: 30 kennslust., kl. 18–21.40þ Þri. 9. okt. til 13. nóv. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 239 (gullsmíðastofa). Lýsing: Einföld í skartgripasmíði hringar, hálsmen eyrnalokkar og/eða nælur. Námsefni: Frá kennara. Verð: 33.000 kr. Silfursmíði fyrir byrjendur, frh. Kennari: Harpa Kristjánsdóttir. Tímasetning: 30 kennslust., kl. 18–til 21.40. Þri. frá 11. okt. til 15. nóv. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 239 (gullsmíðastofa). Lýsing: Einföld skartgripasmíði – hringar, hálsmen, eyrnalokkar og/eða nælur. Forkröfur: Silfursmíði fyrir byrjendur Námsefni: Frá kennara. Verð: 33.000 kr. Collage-gerð eða klippitækni Kennari: Anna Snædís Sigmarsdóttir Tímasetning: 12 kennslust., kl. 18–22.15. Þri. 6. nóv. og fim. 8. nóv. Staðsetning: Iðnskólinn í Reykjavík, stofa 412. Lýsing: Nemendur læra að vinna með klippi- myndatækni og allt sem fylgir því, t.d. búa til myndir og gjafakort Verð: 12.000 kr. Hönnun og gerð barnajakka Kennari: Hrönn Traustadóttir. Lýsing: Notast er við eitt grunnsnið sem er breytt eftir efnum og aðferðum. Tímasetning: 24 (4x6) kennslust., kl.18. Fim., 18. og 25. okt. og 1. og 8. nóv. 2007. Fyrir hverja er námskeiðið: Fólk sem eitthvað hefur fengist við að sauma og hefur vél til umráða (þarf að mæta með saumavél). Staðsetning: Iðnskólanum í Reykjavík, stofu 205. Verð: 7.000 kr. Inngangur að tölvustuddri hönnun og framleiðslu Kennari: Skúlína Hlíf Kjartansdóttir. Lýsing á námskeiðinu: Kynnt verða grunnatriði tölvustuddrar hönnunar og framleiðslu (CAD-CAM) – allt frá hugmynd til frumgerðar. Veitt verður innsýn í virkni eins tóls til þrívíddar- mótunar (Rhinocerus) og nokkrar helstu teikniaðferðir þjálfaðar. Stefnt er að því að nemendur vinni eitt einfalt hönnunarverkefni sem lokið verði með gerð frumgerðar (rapid prototyping) og prentað í þrívíddarprentara. Tímasetning: 30 kennslut., kl. 9–16. Lau., 3., 10. og 17. nóv. Fyrir hverja er námskeiðið: Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér grunnatriði iðnhönnunar, fá innsýn í tölvustudda hönnun og mótun í þrívíðu rými, framleiðslu og ferli við gerð frumgerða. Forkröfur: Góð almenn þekking á tölvum og tölvuvinnslu. Stofur og búnaður: Stofa 415, með fartölvuvagni. Verð: 33.000 kr. Andlit og hár Teiknikennsla auk fyrirlestrar um andlit með gullinsniði Kennari: Hrönn Traustadóttir. Lýsing: Kynntir mismunandi blýantar og aðferðir til að ná fram tónum og skyggingu í andlits- og hárteikningu. Til frekari útskýringa verður fyrirlestur um mismunandi andlit. Tímasetning: 18 (3x6) kennslust., kl.18. Fim., 15., 22. og 29 nóv. Fyrir hverja er námskeiðið: Byrjendur og lengra komna. Staðsetning: Iðnskólanum í Reykjavík, stofu 205 Verð: 7.000 kr. SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500. . Egill Már Markússon dæmdi úrslitaleik VISA-bikars- ins í gær en leikurinn var jafn- framt síðasti leikurinn sem hann dæmir þar sem hann ætlar að leggja flautuna á hilluna. „Ég held að ég hafi komist stóráfallalaust frá þessum leik. Vítið var held ég nokkuð klárt og leikurinn var mikið miðjumoð, ekki mikið um færi og prúðir leikmenn, þannig að það var þægilegt að dæma,“ sagði Egill sem er sáttur við að hætta dómvörslunni. „Ég er búinn að vera lengi að og gera allt sem hægt er að gera í þessu og það er kominn tími til að hleypa yngri mönnum að eftir tuttugu ár í þessum bransa,“ sagði Egill. - Verð að hleypa yngri mönnum að Fjölnismenn voru svekktir í leikslok en gátu þó tekið margt jákvætt frá leiknum. „FH spilaði betur í fyrri hálfleik og skoraði samkvæmt gangi leiksins en mér fannst við vera betri í seinni hálfleik og verðskulda að jafna. Við sofnuðum svo á verðinum í framlengingunni og gáfum þeim mark og það var erfitt að koma til baka eftir það,“ sagði Magnús Ingi Einarsson, fyrirliði Fjölnis og fyrrum leikmaður FH, sem var stoltur af árangri Fjölnis í sumar. Gunnar Már Guðmundsson, markaskorari Fjölnis í leiknum, tók undir með Magnúsi. „Við ákváðum bara í hálfleik að við hefðum engu að tapa og ætluðum bara að gera allt okkar til þess að fá eitthvað út úr leiknum. Það gekk því miður ekki upp og það er sárt, en við erum sigurvegarar engu að síður og getum verið stoltir af leik okkar í dag,“ sagði Gunnar Már að lokum. - Erum sigurvegarar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.