Fréttablaðið - 08.10.2007, Page 14

Fréttablaðið - 08.10.2007, Page 14
greinar@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Ísumar heyrðist stundum merkilegt lag í útvarpinu með hljómsveitinni Hjaltalín. Maður tók strax eftir því út af sérkenni- legum hljómi, grípandi laglínu og knýjandi takti. Það heitir Good- bye July/Margt að ugga og ég veit ekkert um hvað það er. En þegar ég heyrði það fannst mér það vera vitnisburður um stöðu íslenskunnar. Það er sungið á ensku, alþjóðamáli poppsins, lýtalausri, áreynslu- lausri, hreimlausri, sérkenna- lausri – svona ensku sem hljómar eins og nýlegur bíll. Og ég veit ekkert um hvað það er: maður tekur ekki eftir neinum orðum í textanum sem sunginn er af ungum karlmanni nema þessum: „goodbye July/ my name is Elaine“ – eða „vertu bless júlí, Elín heiti ég“. Svo er lagið búið. En þá kemur eins og eftirmáli: óumræðilega tregafull kvenrödd syngur við undurblíðar strengja- strokur hina kunnu vísu Þórðar Magnússonar frá Strjúgi: „Við skulum ekki hafa hátt / hér er margt að ugga / ég hef heyrt í alla nátt / andardrátt á glugga.“ En vísan er hins vegar ekki sungin sem samhangandi merk- ingarheild heldur eru línurnar úr henni sungnar á stangli ein og ein, eins og dróttkvæði eða púslu- mynd. Það er eins og merking vísunnar hafi splundrast og orðin úr henni svífi um stök og rótlaus í dapurlegu tómarúmi. Með öðrum orðum: íslenskan er eins og exótískt skraut í laginu – hún er effekt. Vísnahefðin íslenska er hér eins og lopapeysu- munstur á háskólabol. Hún er ekki merkingarbær í sjálfri sér. Svona er þetta. Það eru meira en fjörutíu ár síðan íslenskir popparar fóru að reyna fyrst að syngja á ensku og lengi var útkoman bæði álappaleg og merkingarlaus. Þannig er það ekki lengur. Lagið Goodbye July/Margt að ugga er dæmi um þá tvítyngdu list sem kann að vera skammt undan. Svona er þetta. Í Mogganum í gær var samantekt á umræðunni sem vaknaði í kjölfar eindreginnar kröfu viðskiptafræðinga á öllum vígstöðvum, frá Versló og til varaformanns Samfylkingarinnar, um að enskan fái viðurkenndari sess og meira lögmæti á Íslandi en verið hefur. Þar er m.a. talað við Svöfu Grönfeldt rektor HR, en sá skóli hefur verið í fararbroddi þessarar herferðar þar sem virðist gert ráð fyrir því að „þarfir viðskiptalífsins“ séu á einhvern hátt mikilvægari en þarfir þjóðlífsins almennt. Þar ræðir Svafa um nauðsyn þess að gera ensku hærra undir höfði en er líka ræktarsöm við gamla málið: „við munum ekki gefa neinn afslátt á íslenzkunni,“ er þar haft eftir henni, með zetu og alles. Sannkölluð málræktarkona. En hvaða afsláttartal er þetta? Er íslensk tunga þá varningur og til sölu – en aðeins gegn fullu verði? Svöfu er náttúrlega tamt að grípa til viðmiða úr heimi viðskipta. Og henni þykir ef til vill vænt um íslenskuna eins og skattholið hennar langömmu. Í hennar huga er íslenskan gersemi sem aldrei verður veittur afsláttur á, djásn og dýr eftir því. Sam- kvæmt þessum hugsunarhætti er íslenskan fínerí; viðhafnarmál, helst geymd í bankahólfi. En mætti ekki allt eins segja að það eigi einmitt sífellt að gefa afslátt á íslenskunni – sífellt að vera með tilboð í gangi? Sé íslenskan á markaði – á hún þá ekki að vera sífellt föl? Sífellt sveigjanleg? Sífellt opin fyrir orðum eins og „að dánlóda“ og „gemsi“? Sífellt að bjóða sig: sími og tölva eru ekki bara miklu smartari orð en telefónn og kompúter heldur líka miklu snaggaralegri, maður sparar tíma þegar maður segir þau... Og nýyrðabauk Íslendinga – sú árátta að smíða orð um fyrirbær- in í heiminum jafnóðum og þau verða til – hefur áreiðanlega hjálpað þeim að átta sig á vélum heimsins. Nýyrði er tilraun til að fanga kjarna fyrirbærisins í eitt orð, og þar með ná valdi á því, vegna þess að áður en þú getur búið til orð um það verðurðu að skilja það. Endurnýjunarmáttur íslenskunnar á 20. öldinni reyndist miklu meiri en fólk óraði fyrir: málið er svo ótrúlega frjótt; íslenskan reyndist furðu sveigj- anlegt tungumál og yfirgrips- mikið og hefur til þessa lagað sig að nýjum og nýjum veruleika fyrirhafnarlítið. Hér er margt að ugga. Þegar tungumál hverfur þá hverfur með því heill heimur, hugsunarháttur, horf við veruleikanum og sögunni, verklag, heil siðmenning – auðlegð. Heimurinn verður fátækari og mannkynið ofurlítið heimskara. Viðskiptafræðingarnir mega svo sem tala sína business- english ef þeir aðhyllast svo fábrotna tjáningu en ef þeir vilja vera með í samfélaginu og halda áfram að njóta ávaxta þess þá verða þeir að tala íslensku við okkur hin. Margt að ugga Framhaldsskólinn gegnir mikilvægu lykilhlutverki í skólakerfinu. Þótt hann sé ekki hluti af skólaskyldu er brýnt að hlúa vel að honum og gefa öllum jafnan kost á að stunda framhaldsskólanám. Innritunargjöld og mikill kostnaður við námsbækur á þátt í því að það sitja ekki allir við sama borð, efnahagur getur ráðið því hvort ungt fólk á kost á framhaldsskólagöngu eða ekki. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum er einnig vandamál hér og mun hærra hlutfall framhaldsskólanemenda hættir námi á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þessu þarf að breyta. Töluverð umræða fór fram í aðdraganda alþingis- kosninganna um menntamál. Framhaldsskólinn fór ekki varhluta af þeirri umræðu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð lagði mikla áherslu á menntamálin og vann ítarlega menntastefnu sem kynnt var í kosningabaráttunni. Þar var tekin afdráttarlaus afstaða til skólagjalda og kostnaðar við námsgögn í framhaldsskólum en þar segir m.a.: „Vandað og fjölbreytt framhaldsskólanám á að standa öllum til boða óháð efnahag eða öðrum aðstæðum. Því á ekki að taka skólagjöld fyrir framhaldsskólanám. Ennfremur eiga nemendur að hafa aðgang að námsbókum og öðrum námsgögnum sér að kostnaðarlausu.“ Sambærileg markmið rötuðu inn í kosningastefnuskrá annarra flokka. Til dæmis lagði Samfylkingin mikið kapp á ókeypis námsgögn í framhaldsskólum og gaf kosningaloforð um það. Í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar er gefið fyrirheit um áfanga í þessa átt þótt orðalagið sé raunar heldur rýrt í roðinu, en þar segir: „… og nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum“. Við Vinstri græn teljum það mikilvægt jafnréttis- mál að allir geti stundað framhaldsskólanám án tillits til efnahags. Þess vegna höfum við lagt til á Alþingi að innritunargjöld og kennslukostnaður verði felldur niður og jafnframt að þar verði skýrt kveðið á um að kostnaður við námsgögn sé hluti af rekstrarkostnaði framhaldsskóla. Í ljósi þess að það virtist víðtækur stuðningur við þetta brýna málefni þegar flokkarnir stóðu í kosningabaráttu fyrir fáum mánuðum, má gera ráð fyrir að frumvarpið fái góðan hljómgrunn á Alþingi. Að minnsta kosti mun koma í ljós hvaða flokkar eru samkvæmir sjálfum sér og hverjir ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Afnemum námsgagnakostnað M argt í íslensku samfélagi hefur breyst til bóta undanfarna áratugi. Aldrei hefur menntunar- stig þjóðarinnar verið jafnhátt og nú og almenn velmegun meiri. Ytri skilyrði þeirra barna sem nú eru að vaxa úr grasi eru að ýmsu leyti betri en áður. Skólar hafa breyst og miðast starf þeirra nú í auknum mæli að því að mæta börnunum á þeirra forsendum og styrkja frumkvæði þeirra. Ýmislegt annað hefur breyst til bóta og má þar nefna að þeir sem nú eru að vaxa úr grasi eru ólíklegri til að reykja og til að hafa hafið áfengisneyslu á grunnskólaaldri en foreldrar þeirra. Því miður er það þó þannig að unga fólkið sem er að feta sín fyrstu skref í fullorðinslífinu er líklegra bæði til að beita ofbeldi og verða fyrir því en ungt fólk var fyrir nokkrum ára- tugum, jafnvel algerlega að tilefnislausu. Í frétt blaðsins um helgina kom fram að komum á slysadeild Landspítalans vegna ofbeldisáverka hefur fjölgað um 35 pró- sent á aðeins níu árum, eða síðan 1998. Oft er um alvarlega ofbeldisáverka að ræða, svo alvarlega að í um tíu prósentum tilvika eru fórnarlömb ofbeldisins lögð inn á legudeild til frekari aðhlynningar eftir komuna á slysadeild. Karlmenn á aldrinum 15 til 24 ára eru 70 prósent þessara fórnarlamba. Hvað er það sem fær ungan mann til að veitast að öðrum og beita hann alvarlegu ofbeldi, af litlu eða engu tilefni? Gerir þetta unga fólk sér ekki grein fyrir afleiðingum ofbeldisins eða ber það ekki virðingu fyrir náunga sínum? Sjálfsagt kemur hvort tveggja til en velta má fyrir sér ástæðu þess að þetta unga fólk hikar ekki við að láta hendur skipta, skerist í odda, og ekki bara það heldur virðist ekki feng- ist um hugsanlegar afleiðingar ofbeldisins. Getur verið að það hafi sjálft skort virðingu í æsku, að þó að ytri aðstæður hafi að mörgu leyti verið góðar hafi gæðastundir í faðmi fjölskyldu verið af skornum skammti? Getur verið að virðingarleysi fyrir náunganum í tali milli fullorðinna síist inn í undirmeðvitund þeirra sem eru ungir og óharðnaðir? Getur verið að hagsældin sé of dýru verði keypt, að uppalendur ættu að verja meiri tíma með börnum sínum en minni til að afla tekna til heimilisins? Sömuleiðis má velta fyrir sér áhrifum ofbeldis í sjónvarpi, bíói og tölvuleikjum. Barn sem trakterað er með slíku efni hlýtur að þurfa aðstoð sér þroskaðra fólks til að vinna úr því. Það verður að tala við börnin og gera þeim grein fyrir að svona er lífið ekki og á ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera. Það er ekki nóg að lögreglan sé sýnilegri en áður í miðborg Reykjavíkur þar sem höfuðvettvangur ofbeldisins er, þótt það sé vissulega góðra gjalda vert. Á þessu verður að vinna alls staðar þar sem börn og ungt fólk er, á öllum skólastigum og í frístundastarfi með börnum og unglingum, en vitanlega fyrst og fremst á heimilunum þar sem hið eiginlega uppeldi á að fara fram. Nauðsynlegt að spyrna við fæti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.