Fréttablaðið - 08.10.2007, Qupperneq 17
Bæjarbúar tóku fúsir þátt í flutningum þegar
Frúin í Hamborg flutti sig um set á Akureyri.
„Við fluttum í nýtt húsnæði á Akureyrarvöku síðast-
liðið sumar eftir fjögur ár á Ráðhústorgi. Af því til-
efni vorum við með sérstakan gjörning sem við
nefndum Flutningar frúarinnar þar sem uppáklædd
frúin var fremst í flokki. Síðan var hún með þjón-
ustufólkið sitt sem hélt á hinu og þessu úr búðinni.
Eftir það var arkað frá gamla staðnum upp göngugöt-
una og að nýju húsnæði við rætur listagilsins,“ segir
Guðrún Jónsdóttir, sem er eigandi verslunarinnar
ásamt Þorbjörgu Halldórsdóttur.
Um áttatíu manns tóku þátt í flutningunum og að
sögn Guðrúnar voru þátttakendur á aldrinum tveggja
ára til sextugs.
Nýja húsnæðið er með góðu útsýni yfir Pollinn á
Akureyri og að sögn Guðrúnar hefur Frúin sérher-
bergi fyrir föt, plötur, dúka og bróderí ásamt
hönnunarherbergi.
„Við erum með umboð fyrir Spúútnik og erum líka
með hönnun Jóns Sæmundar og Nakta apans. Eins
eru krakkar sem eru að byrja í hönnun að koma með
eina og eina flík,“ segir Guðrún og heldur áfram:
„Síðan höfum við verið að gera línu sjálfar undir
nafninu Frúin í ham. Þá er bæði verið að breyta
gömlum kjólum og gera nýja hluti eins og töskur,
púða og póstkort.“
Að sögn Guðrúnar kemur fólk á öllum aldri í heim-
sókn til Frúarinnar en ekki jafnmikið af eldra fólki
og áður. „Við vorum á svo áberandi stað á Ráðhús-
torginu nálægt bönkum og svona. Þá kom oft gamla
fólkið við þegar það var að ná sér í aur í bankann.
Núna höfum við hins vegar nóg af bílastæðum og
erum í nágrenni við veitingastaðinn Bautann, Hótel
Kea og kirkjuna,“ segir Guðrún.
Fólk er mikið fyrir að blanda saman gömlu og nýju
og Guðrún segir margt ungt fólk vilja eitthvað gamalt
í nýjan búskap. „Þegar fólk kemur inn í nýtt hús sem
er alveg sterílt munar um gamlan stól sem afi átti til
að halda aðeins í hvaðan maður kemur.“
Frúin komin í nýjan ham
CBR 1000RR Fireblade CBF 1000F ABSFMX 650 GL 1800 Gold Wing VTX 1800 F
TILBOÐSVERÐ KR. 1.299.000TILBOÐSVERÐ KR. 739.000 TILBOÐSVERÐ KR. 2.340.000 TILBOÐSVERÐ KR. 1.487.000
www.honda.is
Ú T S A L A
Á H O N D A M Ó T O R H J Ó L U M
Einnig er 2008 árgerð af CRF 250R og CRF 450R
á leiðinni á frábæru verði!
Aðeins kr. 749.000 og kr. 799.000
Honda CRF
250R, 2008
Besta 250
fjórgengis
hjólið
að mati Ra
cerX
TILBOÐSVERÐ KR. 1.095.000