Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 23.10.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is Herferð Rauða krossins til að fjölga sjálfboðaliðum hefur svo sannarlega haft áhrif. Ég hef varla hitt þá konu sem hefur ekki haft orð á því að hún ætti að gerast sjálfboðaliði. Ég hef engan karlmann hitt sem hefur fundið þörf fyrir það en það gæti verið tilviljun, af auglýsingunum að dæma eru þeir þarna líka. Þrátt fyrir að viðkomandi konur eigi jafnvel fimm börn, séu í fullu starfi og námi með, þá finnst þeim að þær ættu að láta gott af sér leiða, til dæmis með því að leggja Rauða krossinum lið. Við erum ekki af þeirri kynslóð að okkur þyki sjálfsagt að tómstundir eiginmannanna krefjist sjálfboða- vinnu af okkar hálfu. Það er varla hægt að flokka árshátíðina og einstaka partý þar sem makar eru velkomnir undir slíkt. Í samfélagi okkar er ekki rík hefð fyrir sjálfboðavinnu. Amerískar skólasystur mínar hættu til dæmis allar að vinna úti þegar þær eignuðust börnin en hafa síðan verið í fullu ólaunuðu starfi í tengslum við það hlutverk sitt að vera húsmæður í amerísku úthverfi. Þær þurfa að skutla rétt eins og íslenskir foreldrar en stærsti munurinn virðist mér vera sá að skólinn gengur út frá því að geta nýtt krafta þeirra. Þær kenna, aðstoða við vett- vangsferðir, sjá jafnvel um bókhaldið og svo mætti áfram telja. Þó að íslenskir skólar (eða var það áhugamannafélagið Heimili og skóli?) krefjist meiri þátttöku af foreldrum í dag en var til dæmis gert þegar ég var barn, þá komumst við ekki með tærnar þar sem þeir amerísku hafa hælana. Þegar umræðan var komin á það stig að við vorum í fullri alvöru farnar að velta því fyrir okkur hvort við ættum að gefa kost á okkur sem heimsóknarvini eða í Konukot spurði ein hvort við hefðum virkilega tíma í þetta? Hvort við hefðum ekki nú þegar nóg á okkar könnu, það færi jú tími og orka í að koma sínum eigin börnum til manns og svo væri alltaf spurning hvort það væri endalaust hægt að bæta við sig, þó það væri í nafni góðs málefnis. Ættum við ekki að líta okkur nær og sinna eigin ættingjum og vinum áður en við færum að sinna bláókunnugu fólki? Vera heima hjá eigin börnum í stað þess að arka um hverfið á laugardagskvöldum í nafni foreldrarölts í leit að börnum annarra foreldra? Hvenær er maður aflögufær með tíma sinn og orku? Í hvað viljum við eyða tímanum? Þegar málið var krufið kom auðvitað í ljós að við erum nú þegar í töluverðu sjálfboðaliðastarfi í tengslum við nám eða tómstundir barnanna, áhugamál okkar, húsið og/eða fagfélög. Allar kaupum við happdrættismiða af félagssam- tökum og tökum vel á móti börnum sem banka uppá með beiðni um styrk í hitt og þetta. Stjórnmálaflokkurinn minn hefur aldrei þörf fyrir krafta mína nema rétt þegar staðið er í kosningabaráttu en þá breytist ég í sjálfboðaliða númer eitt. Þess á milli er hlutverk mitt að greiða afnotagjöldin, fyrirgefið félags- gjöldin. Milli kosninga hef ég því töluvert af ónýttri starfsorku sem gæti farið í að þrífa betur heima hjá mér, ala börnin betur upp, verið betri við manninn minn, unnið lengri vinnudag eða jafnvel slappað af en guð forði mér frá því. Þess í stað læt ég auglýsingaherferð koma inn hjá mér samviskubiti um að aldrei sé nóg að gert. Ég hljóti að geta gert betur. Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið að afþakka gott boð Rauða krossins um að gerast sjálfboðaliði. Að þessu sinni. Hann má hafa samband við mig síðar. Til að deyfa samviskubitið hef ég ákveðið að útbúa tvo skókassa í stað eins í því ágæta verkefni Jól í skókassa. Við mæðgur höfum þegar tekið til dót í einn, fyrir 11 ára gamla stúlku. Nú mun önnur 7 ára njóta gjafmildi okkar eða beiðni um syndaaflausn. Því í hjarta mínu veit ég að ég get gert svo miklu meira... ef ég hefði tíma, ef ég hefði orku, ef ég væri ekki svona löt, ef ég væri bara aðeins betri manneskja. Hvers vegna á nú að fara að spila rúss-neska rúllettu með Þingvallavatn þegar það er óþarfi? Hægt er að leysa samgöngumál uppsveita Árnessýslu á annan og betri hátt en með hraðbraut og trukkaumferð inn í vatnsverndarsvæði þjóðgarðs með UNESCO-gæðastimpli. Fyrir tveimur árum benti ég í sjón- varpi á tvær leiðir sem kæmu til greina til að stytta leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu. Önnur þeirra liggur um Nesjavalla- veg með stuttum göngum gegnum Dyrafjöll, í austurátt við suðurenda Þingvallavatns um Kaldárhöfða við Steingrímsstöð og þaðan um Lyngdalsheiði til Laugarvatns. Leiðin hefur þann kost að hún liggur ekki um þjóðgarðinn og vatnsverndarsvæðið. En hún felur í sér stystu fljótlegustu mögulegu leiðina milli Reykjavíkur og Laugarvatns vegna þess að ekki þarf að draga hraðann niður á stórum kafla eins og nú þarf á leiðinni gegnum þjóðgarðinn. Nema menn vilji fylgja eftir núverandi hraðbrautaráformum austan Gjábakka og setja 90 km hraða á trukkana og rúturnar á brekkuðum vegi í gegnum þjóðgarð- inn. Landvernd hefur mælt með þessari lagfærðu Nesjavallaleið. Önnur lausn þessa máls gæti þó falist í enn einfaldari aðgerð: Lagður yrði vegur til norðausturs rétt austan við Hveragerði yfir svonefnt Grafnings- skarð yfir á Grafningsveg og þaðan farið um Ljósafoss og Lyngdalsheiði til Laugarvatns. Nú eru 93 kílómetrar frá Reykjavík til Laugarvatns suður fyrir Ingólfsfjall en þessi leið gæti orðið 10-12 kílómetrum styttri. Þótt hún yrði 8-10 kílómetrum lengri en leiðin um Þingvelli myndi meiri ökuhraði vinna það upp. Þessi leið hefði þann kost fram yfir leiðirnar um Þingvelli og Nesjavelli að hún lægi ekki við Þingvallavatn og gæti á engan hátt ógnað lífríki og hreinleika þess. Nú eru 48 kílómetrar milli Laugarvatns og Hveragerðis en yrðu 36-38 eftir þessari leið. Sumarbústaðabyggð og umferð við norðanvert Þingvallavatn eru orðin ógnun við hreinleika vatnsins og UNESCO-gæðastimpil þess og ekki á það bætandi. Mín tillaga er því þessi: Setjum bundið slitlag á Konungsveginn milli Gjábakka og Laugarvatns, lagfærum hann lítillega á þeim fáu stöðum þar sem snjór safnast á hann og höldum honum opnum á veturna fyrir rólega ferðamannaumferð. Skoðum þá möguleika sem ég hef nefnt og leysum síðan þetta mál af fullri yfirvegun á þann hátt sem orðið getur okkur til sóma en ekki skammar. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar. Betri leiðir til Laugarvatns Ég er sjálfboðaliði U pphaf kirkjuþings þjóðkirkjunnar varpar ágætu ljósi á tvenns konar tímamót í þróun hennar. Önnur lúta að stjórnskipulegri stöðu kirkjunnar. Hin varða aðlög- un gagnvart almennum viðhorfum í nútímanum um stöðu samkynhneigðra. Þess misskilnings gætir oft og einatt í umræðum um kirkjuna að hún sé íhaldssöm fyrir þá sök að eðli hennar er varðstaða um grundvallargildi í samfélagi manna. Um leið og hún verður reikul í rásinni í þeim efnum má ljóst vera að spurningar vakna um tilgang hennar. Þetta er hins vegar ekki spurning um íhalds- semi. Þau gildi um breytni og háttu í samfélagi manna sem boð- skapur kirkjunnar snýst um ná jafnt til róttækra sem íhalds- samra þjóðfélagsviðhorfa og eru óháð öllum tíma. Kirkjan þarf þar á móti að gæta þess að falla sem best að þeim samtíma sem virðir þau lögmál. Samkynhneigðir njóta nú sama réttar og sömu stöðu og gagnkynhneigðir. Sú breyting hefur gerst hratt en samt tekið sinn tíma. Um hana er víðtæk sátt. Tillaga biskups á kirkjuþingi um þetta efni bendir til að þjóð- kirkjan ætli að verða skjótvirkari en flestar aðrar kirkjur með aðlögun að samtímanum að þessu leyti. Það eru tímamót þegar slíkt skref er stigið. Þau sýna að þjóðkirkjan veldur vel slíkum viðfangsefnum. Aðgerðaleysi hefði á hinn veginn veikt kirkj- una. Enginn teljandi trúarlegur ágreiningur sýnist vera um efnis- legt innihald þeirra réttinda sem lúta að sambúð gagnkyn- hneigðra annars vegar og samkynhneigðra hins vegar. Eftir standa skiptar skoðanir um orðnotkun; hvort nota eigi eitt eða tvö heiti um sambúð með því að hún er ekki alls kostar eins. Tilfinningaleg rök á báða bóga eru skiljanleg. Þróun almennrar málnotkunar gæti á endanum ráðið mestu um lyktir þess efnis. Hitt telst einnig til tímamóta þegar kirkjumálaráðherrann lýsir því yfir að þar sé komið í sjálfstæðisþróun þjóðkirkjunnar að ráðherrann hafi ekki lengur stjórnskipuleg verkefni með höndum sem snerta innra starf hennar. Af því tilefni vísaði ráð- herrann til hugmynda um að leggja kirkjumálaráðuneytið niður og færa þjóðkirkjuna undir embætti forsætisráðherra. Fyrir áratug var stigið stórt skref til þess að gera þjóðkirkj- una sem mest sjálfstæða um eigin mál. Nú er þeim markmiðum að mestu náð. Við þær aðstæður er eðlilegt að skoða breytingar á stöðu þjóðkirkjunnar innan framkvæmdavaldsins og hvort rétt sé að forsætisráðherra fari með stjórnskipuleg tengsl gagnvart þjóðkirkjunni. Það er um margt rökrétt. Að því virtu að framkvæmdavaldið hefur engin hefðbundin stjórnsýsluverkefni á sinni könnu gagnvart þjóðkirkjunni kæmi einnig til álita að gæsla stjórnskipulegra tengsla við þjóðkirkj- una yrði færð til forseta Íslands. Stjórnskipuleg tengsl fá tákn- rænni ímynd nú þegar engin bein stjórnsýsluverkefni um þjóð- kirkjumál eru lengur á höndum ráðherra. Einingarhlutverk forsetaembættisins er táknrænt í eðli sínu. Almenn samstaða er um gildi þess. Í því ljósi gæti einmitt farið vel á því að forseti Íslands sem einingar- og samstöðutákn þjóð- arinnar hefði það hlutverk að blása anda í þau tengsl sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá um samband ríkis og kirkju. Tímamót Því í hjarta mínu veit ég að ég get gert svo miklu meira... ef ég hefði tíma, ef ég hefði orku, ef ég væri ekki svona löt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.