Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 18
Margir námsmenn hafa náð að bæta
árangur sinn töluvert eftir setu á
hraðlestrarnámskeiði.
„Ég kenni aðferð til að fara á markvissari hátt
í gegnum lestrarefnið þannig að við nýtum
tímann okkar betur, förum hraðar í gegn og
skiljum efnið aðeins betur,“ segir Jón Vigfús
Bjarnason, skólastjóri Hraðlestrarskólans, og
nefnir sem dæmi að meðalárangur á námskeið-
unum sé þreföldun til fjórföldun á lestrarhrað-
anum á sama tíma og fólk nái að skilja efnið 25-
35 prósent betur. „Það eru auðvitað til
einstaklingar sem fara langt yfir þetta en lág-
marksárangur hjá okkur er tvöföldun á lestrar-
hraða og námskeiðin eru með árangurs-
ábyrgð.“
Jón Vigfús segir hraðlesturinn einn og sér auð-
velda fólki að flýta sér í gegnum textann en í
Hraðlestrarskólanum sé einnig lögð mikil
áhersla á að skilningurinn fylgi með. „Við förum
þess vegna í ákveðna punkta varðandi náms-
tækni og blöndum því saman við hraðlestur-
inn,“ segir hann.
„Hóparnir á námskeiðunum eru almennt
mjög blandaðir en það er þó mikið um náms-
fólk og fólk úr atvinnulífinu sem þarf að kom-
ast yfir mikið efni. Auðvitað koma líka ein-
staklingar sem vilja komast loksins yfir
jólabækurnar, Laxness eða eitthvað annað sem
það á eftir að lesa,“ segir Jón og bætir því við
að allir sem sótt hafi námskeiðin tali um að
þeir lesi meira en áður. „Námsmenn hafa til
dæmis tíma til að lesa sér til skemmtunar fyrir
utan námsbækurnar og foreldrar tala um að
unglingarnir þeirra séu allt í einu lagstir í
bækur.“
Í Hraðlestrarskólanum er boðið upp á sex
vikna námskeið sem Jón segir duga vel til að
festa efnið í sessi. „Svo er líka boðið upp á
þriggja vikna hraðnámskeið og blönduð fjar-
námskeið sem eru tiltölulega nýbyrjuð hjá
mér. Þá mætir fólk í fyrsta tímann og restin
er svo í gegnum fjarkennslu á fjarkennsla.is.“
Lesið og lært hraðar
Matreiðslunámskeið verður
haldið í Manni lifandi næsta
fimmtudag.
Heilsukostur er heiti mat-
reiðslunámskeiðs sem haldið
verður í Manni lifandi frá
klukkan 18 til 21 fimmtudaginn
25. október. Námskeiðið er í
formi fyrirlesturs og sýni-
kennslu, kynntar verða upp-
skriftir og ráðleggingar veittar
um heilnæmt hráefni.
Heilsufæði
fyrir alla