Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 27
Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að skapa gott og aðlaðandi starfsumhverfi fyrir fyrirtækin í bænum og leggur ríka
áherslu á skilvirka þjónustu bæjarstofnana. Bærinn vill stuðla að nýrri atvinnuuppbyggingu en styrkleiki atvinnulífs
Hafnarfjarðar felst í reynslu og þekkingu á stóriðju, iðnaði, hafnarstarfsemi, framleiðslu- og þekkingariðnaði,
ferðaþjónustu, menningarstarfsemi, verslun og þjónustu.
F
A
B
R
I
K
A
N
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 26. október
í Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar,
Strandgötu 6, sími 585 5500.
Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 8 - 17.
Allar upplýsingar eru á www.hafnarfjordur.is
Glæsilegar atvinnulóðir
á besta stað
Fjölbreytt og öflugt atvinnulíf | Nálægð við alþjóðaflugvöll og þjónustuhöfn | Greiðar samgöngur
Hellnahraun 3 afmarkast af háspennulínum til norðurs,
Krýsuvíkurvegi til austurs og væntanlegum Ofanbyggðavegi
til suðurs.
Á svæðinu eru lausar 100 lóðir, stærðir frá 2.700 m2.
Austurhluti svæðisins er skilgreindur sem athafnasvæði samkvæmt Aðalskipulagi
Hafnarfjarðar 2005 - 2025. Á svæðinu er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem
lítil hætta er á mengun, s.s. léttum iðnaði, hreinlegum verkstæðum og umboðs-
og heildverslunum. Á þessum hluta svæðisins eru lausar 32 lóðir, sem afhentar
verða í júní 2008.
Vesturhluti svæðisins er skilgreindur sem iðnaðarsvæði í flokki B2. Á svæðinu er
gert ráð fyrir iðnaði og atvinnustarfsemi sem hefur óverulega mengandi áhrif á
umhverfi sitt. Á þessum hluta svæðisins eru lausar 68 lóðir, sem afhentar verða
í nóvember 2008.
Hellnahraun 2 afmarkast af háspennulínum til norðurs og
suðurs og Krýsuvíkurvegi til austurs.
Á svæðinu eru lausar 3 lóðir við Einhellu, stærðir 4.700 – 5.500 m2, sem eru
tilbúnar til afhendingar.
Hellnahraun 2 er skilgreint sem iðnaðarsvæði í flokki B2 sbr. ofangreint.
Kapelluhraun 1 afmarkast af fyrirhugaðri legu Reykja-
nesbrautar til norðurs og kvartmílubraut til suðurs.
Á svæðinu eru lausar 14 lóðir, stærðir 3.000 – 14.000 m2, sem afhentar verða
síðla árs 2008.
Kapelluhraun 1 er skilgreint sem iðnaðarsvæði í flokki B3. Flokkur B3 gerir m.a.
ráð fyrir þungaiðnaði sem getur haft neikvæð umhverfisáhrif í för með sér og er
háður lögum og reglum um mengunarvarnir.
Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnulóðir í
Hellnahrauni 2. og 3. áfanga og Kapelluhrauni 1. áfanga.
Skipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingarskilmálar ásamt umsóknar-
eyðublöðum og úthlutunarreglum, upplýsingum um gatnagerðargjald,
gjalddaga/eindaga o.fl., fást afhent í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar,
Strandgötu 6 og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is.
Eftirtaldar upplýsingar og fylgiskjöl skulu fylgja umsókn og er það
skilyrði þess að þeim sé veitt viðtaka:
Tilgreina skal á hverju af ofangreindum svæðum er sótt um lóð,
hversu stórri lóð er óskað eftir og gera grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi og
umhverfisáhrifum hennar.
Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2006 og milliuppgjöri
fyrir árið 2007 árituðum af löggiltum endurskoðendum. Einnig þarf að
fylgja yfirlýsing lánastofnunar um fjármögnun byggingarframkvæmda.
Lóðum er eingöngu úthlutað til lögaðila.
Hver umsókn kostar 3.000 kr. sem greiðast þegar umsókn er skilað.
Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 26. október í Þjónustuver Hafnarf-
jarðarbæjar, Strandgötu 6. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl.
8 - 17. Umsóknum má skila rafrænt.
Greiðsla fyrir umsókn leggist inn á reikning nr. 0327-26-59, kt. 590169-
7579 og kvittun fyrir greiðslu sendist á info@hafnarfjordur.is.
Þeim sem þegar hafa sótt um lóðir verður sent bréf og ber þeim að
staðfesta umsóknir sínar með þeim upplýsingum sem óskað er eftir í
auglýsingu þessari.