Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 17
Sigurður Líndal lagaprófessor er léttur á fæti þótt kominn sé á efri ár. Sjötugur hljóp hann hálft maraþon og nú skokkar hann annan hvern morgun í 20-30 mínútur. „Ég hef alltaf haft þörf fyrir hreyfingu en hef aldrei stundað keppnisíþróttir. Einhvern tímann tók ég í körfubolta en sú íþrótt hentaði mér ekki. Fann að ég þyrfti að minnsta kosti að æfa mig í hástökki áður,“ segir Sigurður Líndal glettinn þegar hann er inntur eftir því hvernig hann haldi sér í formi. „En ég hef alla tíð hreyft mig mikið,“ bætir hann við. „Vann erfiðisvinnu fram undir þrí- tugt. Var meðal annars í sveit og eltist við hross og kindur og svo hef ég gengið mikið. Lengi vel var enginn bíll til á heimilinu þannig að allt varð að fara fótgangandi og hlaupandi ef maður var á seinni skipunum. Einhvern tíma var ég spurður hvort ég væri í líkamsrækt en ég svaraði sannleik- anum samkvæmt: „Nei, ég er að verða of seinn.“ Það er samt ekki bara þegar Sigurður er of seinn sem hann sprettir úr spori. Hann kveðst hafa byrj- að að hlaupa reglubundið fyrir tuttugu árum með ungum mönnum úr lagadeild. „Þeir voru að gantast með hvort ég kæmi ekki með þeim út að skokka og ég tók áskoruninni. Fyrst var ég úthaldslítill en svo lengdi ég hlaupið alltaf smátt og smátt á hverjum degi. Einu sinni var ég í Aðaldalnum í sumarhúsi með konunni og fór út að hlaupa. Ætlaði fyrst smá hring út á þjóðveg. Svo datt mér í hug að hlaupa út að Laxamýri. Þaðan að Saltvík og þegar þangað kom var hæð fram undan. Mig langaði að komast upp á hana. Áður en ég vissi af var ég kominn út á Húsavík og þá var eftir að hlaupa heim. Konan var farin að óttast um mig. Hélt ég lægi einhvers stað- ar dauður. En svo mældum við leiðina og þá reynd- ist hún vera 22 kílómetrar. Svo ég sá að ég hálft maraþon væri mér ekkert ofviða og hljóp það árið eftir, þegar ég var sjötugur. Ætlaði svo aftur þegar ég var 75 en konan bannaði mér það. Ég hlýði alltaf konum. Ég hlýddi ömmunum mínum, mömmu minni, konunni og ég hlýddi dætrunum. Þekki ekk- ert annað en að hlýða kvenfólki.“ Í ógáti til Húsavíkur Heimsóknavinir Kópavogsdeildar Rauða krossins eru alls konar fólk á ýmsum aldri. Þeir heimsækja fólk á einkaheimilum og stofnunum í Kópavogi til að draga úr einsemd og félagslegri einangrun, gefa lífinu lit. Gæti heimsóknavinur gefið þínu lífi meiri lit? Heimsóknavinirnir eru sjálfboðaliðar. Þeir veita félagsskap og nærveru. Til dæmis með því að spjalla, lesa, tefla, syngja og fara út að aka eða ganga. Margir reiða sig á heimsóknir sjálf- boðaliðanna til að gleyma gráma hvunndagsins um stund. Þekkirðu einhvern sem myndi hafa gott af því að fá heim- sókn sjálfboðaliða? Til dæmis einu sinni í viku, í klukku- stund í senn? Ekki hika við að hafa samband í síma 554 6626 eða í net- fangið kopavogur@redcross.is. Hamraborg 11, 2. hæð – opið virka daga kl. 11-13 – www.redcross.is Kópavogsdeild Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.