Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 24
 23. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR Flestir þekkja þá dásamlegu tilfinningu að ganga á dúnmjúku gólfteppi, en sú tíska að teppaleggja stofur er að ryðja sér til rúms aftur meðal landsmanna. „Flestir teppaleggja eitt til tvö rými í híbýlum sínum og æ fleiri velja teppi á stofur sínar, sjónvarpshol og jafnvel hjónaherbergið,“ segir Olgeir Þórisson, fram- kvæmdastjóri Gólfefna ehf-Teppalands, um leið og hann vísar til föðurhúsanna þeirri staðhæfingu að tepp- um fylgi meiri rykvandamál en harðari gólfefnum. „Þýsku og dönsku ofnæmissamtökin mæla með textíl- efnum á gólf sé einhver á heimilinu með rykofnæmi. Ryk fellur óhjákvæmilega alltaf til í húsum. Teppi bindur ryk á meðan ryk á flísum og parketti fýkur um og þyrlast á eftir þeim sem ganga um og barnið skríður í því. Það gleymist svo stundum að það þarf að þrífa gólfteppi eins og önnur gólfefni,“ segir Olgeir og bendir á að hægt sé að fá teppi í öllum gæðaflokkum og á verðbilinu 400 til 14.000 krónur fermetrann. „Mest er keypt af vönduðum einlitum ullartepp- um og ljósir litir eru vinsælastir, en við sjáum þess merki að sterkari litir, eins og appelsínugulir, kónga- bláir eða svartir með kavíaráferð eru að verða vin- sælli og koma meira inn. Svo er alltaf einn og einn sem vill láta sérvefa fyrir sig munstur, og lykkju- teppi í breskum sveitastíl njóta mikilla vinsælda,“ segir Olgeir og minnist rósóttu teppanna sem margir muna eftir í stássstofum ömmu og afa hér áður fyrr. „Blómmunstruð teppi eru dýrari því vefnaður er flóknari í framleiðslu. Hins vegar er alltaf ákveð- inn hópur sem kaupir þau vegna þess hve teppin eru praktísk, en mynstrin voru upphaflega gerð til að fela óhreinindi, eins og kolaryk úr skóm gesta á hótel- um. Mynstruð teppi lengja líftíma teppa um helming, en vönduð ullarteppi halda sér vel í tuttugu ár,“ segir Olgeir og telur upp helstu kosti þess að velja teppi umfram önnur gólfefni. „Teppi eru umhverfisvæn á þann hátt að hiti getur verið allt að tveimur gráðum lægri en þar sem er parkett. Teppi eru hlý og einangrandi, og þau veita mikið öryggi gagnvart slysum á heimilum þar sem þau taka af föll sem geta orðið að stórslysi á harðari gólfefnum.“ thordis@frettabladid.is Dúnmjúk, umvefjandi og örugg teppaspor Kóngablá og appelsínugul teppi eru að ryðja sér til rúms. Mest er keypt af einlitum ullarteppum og eru ljósu litirnir vinsælastir. Olgeir Þórisson, framkvæmdastjóri Gólfefna ehf-Teppalands, með myndarlegt úrval gólfteppa í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bára Gunnlaugsdóttir, innanhússarkitekt hjá Ormsson sem býður upp á úrval af HTH innréttingum, segir að hvítur háglans sé enn leiðandi þó að nú séu dekkri viðar- tegundir farnar að koma inn í bland við hvíta litinn. „Límtrésborðplötur eru orðnar mjög vinsælar í eldhús og gefa hlýju í bland við háglansinn en plöturnar eru í góðri þykkt og mjög vandaðar,“ segir Bára og bætir því við að vaskar séu fræstir í plötuna auk spanhellu- borða, innbyggðra kaffivéla, vínkæla og combi-ofna sem séu jafnan ofarlega á óskalista viðskiptavina. „Það er mikilvægt að huga að innréttingum íbúðar- húsnæðis strax í upphafi því allar innréttingar heimilis- ins hafa jafn mikið vægi, og heildarmynd þeirra end- urspeglar persónulegan stíl hvers og eins,” segir Bára og bætir við: „Á næstu misserum fáum við væntan- lega að sjá meiri áherslu lagða á hlýleika og mýkri línur þar sem klassísk hönnun er útfærð í nýjan bún- ing.” - sig Hvítt er enn vinsælast Bára Gunnlaugsdóttir innanhúsarkitekt og Helga Nína Aas, tækniteiknari hjá Ormsson, aðstoða viðskiptavini við að finna réttu innréttinguna í Ormsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.