Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 19
Óhætt er að fullyrða að lífshorfur
íslenskra kvenna sem greinast með
brjóstakrabbamein séu með þeim
bestu sem þekkist í heiminum og
flestar konur læknast af sínum
sjúkdómi. Skurðaðgerð er oftast
fyrsta stig meðferðarinnar eftir að
sjúkdómsgreiningin er ljós. Þá er
krabbameinið úr brjóstinu fjar-
lægt og í sömu aðgerð einnig eitlar
úr holhönd sömu megin. Í flestum
tilfellum reynist nægjanlegt að
taka krabbameinið ásamt aðliggj-
andi eðlilegum brjóstavef (fleyg-
skurður) en stundum er nauðsyn-
legt að fjarlægja allt brjóstið.
Geislameðferð er oftast beitt í kjöl-
far fleygskurðar og eru lífshorfur
þeirra sem fara í fleygskurð og
geislameðferð sambærilegar því
þegar brottnám brjóstsins er fram-
kvæmt.
Undanfarin ár hafa í Evrópu
orðið miklar framfarir í skurðmeð-
ferð brjóstakrabbameina og í
nokkrum löndum eru brjóstaskurð-
lækningar orðnar sérstök undir-
sérgrein skurðlækninga. Áfram er
auðvitað mikilvægast að leitast sé
við að sjúkdómurinn sé læknaður,
en jafnframt hafa þróast nýjar
aðferðir í brjóstaskurðlækningum
(„oncoplastik“) þar sem notast er
við tækni lýtaskurðlækninga. Þá er
meinið skorið burt með því sjónar-
miði að valda sem minnsta lýti án
þess að það komi að nokkru leyti
niður á árangri meðferðarinnar. Í
stórum brjóstum er t.d. unnt að
fjarlægja krabbameinið og minnka
brjóstið í leiðinni með því að notast
við hefðbundnar brjóstaminnkunar-
aðferðir lýtaskurðlækninga. Heil-
brigða brjóstið er minnkað á sama
hátt og sjúka brjóstið síðan geislað
eftir aðgerðina. Í minni brjóstum
hafa verið þróaðar aðferðir til að
koma í veg fyrir afmyndun brjósts-
ins í kjölfar fleygskurðar (brjósta-
mótun). Þegar fjarlægja þarf allt
brjóstið er stundum hægt að byggja
það upp í sömu aðgerð ef konan
óskar eftir því. Ef líkur eru taldar
á að framhaldsmeðferð muni reyn-
ast nauðsynleg eftir brottnám
brjóstsins, er oftast mælt með því
að klára hana áður en brjóstið er
byggt upp að nýju. Brjóst eru
byggð upp með annaðhvort eigin
vef konunnar eða þá að gervi-
brjósti er komið fyrir undir húð og
vöðvum. Uppbygging brjósta eftir
brottnám og brjóstamótun geta s.s.
verið talsvert umfangsmeiri en
hefðbundnar brjóstakrabbameins-
skurðaðgerðir og felast stundum í
aðgerðum á báðum brjóstunum til
að koma í veg fyrir ósamræmi á
útliti og stærð. Þó að aldur og
almennt heilsufar skipti máli er
alltaf leitast við að koma til móts
við óskir kvenna. Þessi þróun í
brjóstaskurðlækningum getur haft
mjög jákvæð áhrif á lífsgæði
kvenna þó að þau séu vissulega
einstaklingsbundin. Á meðan einni
konu finnst óhugsandi annað en að
brjóst hennar sé byggt upp að nýju
eftir brottnámið finnst þeirri
næstu alveg hægt að venjast því að
ganga með gervibrjóst í brjósta-
haldaranum og getur ekki hugsað
sér að fara í aðra aðgerð!
Brjóstaskurðlæknir sem hefur
sérhæft sig á þessu sviði þarf að
taka tillit til og koma til móts við
mismunandi kröfur þessara
kvenna og að búa yfir tæknilegri
færni til að bjóða upp á brjósta-
uppbyggingu og brjóstamótun.
Jafnframt krefjast þessar aðgerð-
ir meiri undirbúnings af hálfu
skurðlæknisins og konunnar.
Þegar að aðgerðinni kemur verða
konunni að vera fyllilega ljósir
kostir og gallar (og hugsanlegar
hættur) aðgerðarinnar og hún
verður að hafa haft tíma til þess
að fá öllum sínum spurningum
svarað. Þetta getur verið tíma-
frekt ferli og kallar á aukna sér-
hæfingu þess starfsfólks sem
vinnur við meðferð brjóstakrabba-
meina.
Í flestum tilfellum er þörf á því
að fjarlægja holhandareitla sam-
fara brjóstaaðgerðinni. Það er þátt-
ur í meðferð krabbameinsins en
gerir einnig kleift að rannsaka
hvort krabbamein hefur borist í
eitlana. Slík vitneskja hjálpar til
við að meta útbreiðslu sjúkdóms-
ins og gefur mikilvægar upplýs-
ingar um frekari framhaldsmeð-
ferð (lyf- eða geislameðferð).
Undanfarin ár hefur nýjum og skil-
virkari aðferðum verið beitt við
brottnám holhandareitla. Þær fel-
ast í því að fjarlægja s.k. „varð-
eitil“, en það er sá eitill sem líkleg-
astur er til að hafa í sér krabbamein
(meinvarp) ef það hefur dreifst út
fyrir brjóstið. Varðeitillinn er síðan
skoðaður með smásjárrannsókn
meðan á aðgerðinni stendur og ef
krabbamein er til staðar í honum
eru fleiri eitlar fjarlægðir úr hol-
höndinni. Á hinn bóginn er þeim
konum, sem ekki eru með krabba-
mein í þessum eitli hlíft við frekari
eitlatöku, en langvarandi handar-
bjúgur getur fylgt holhandareitla-
töku.
Ljóst er að margs er að gæta
áður en brjóstaskurðaðgerð er
framkvæmd. Uppbygging brjósta
við brottnám, brjóstamótun sam-
fara fleygskurði og varðeitlabrott-
nám eru mikilvægar nýjar skurð-
aðgerðir sem nú eru viðhafðar í
skurðaðgerðum á brjóstakrabba-
meini. Þessar nýju skurðaðferðir
bæta ekki lífshorfur en hafa haft
mikil áhrif á lífsgæði kvenna með
brjóstakrabbamein.
Stafgöngunámskeið hefjast 30. október n.k.
stafgönguþjálfi, 616 85 95.
stafgönguþjálfi, 694 35 71.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30.
SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:
Taktu þátt í æsispennandi keppni um dans ársins
og þú gætir slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni!
ERT ÞÚ DANSHÖFUNDUR ÁRSINS?
sem allir geta lært
sem hægt er að kenna á stuttum tíma
sem allir vilja dansa
Semdu dans ...
Allir geta tekið þátt – glæsileg verðlaun
nánari upplýsingar á www.fm957.isFagfélag danskennara
Dansráð Íslands
UNDANKEPPNI Í VETRARGARÐINUM
Í SMÁRALIND 20. OKTÓBER OG
ÚRSLIT 27. OKTÓBER 2007!