Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 39
Miklir eldar geisa nú í Malibu í Los Angeles. Þar býr fjöldinn allur af Holly- wood-stjörnum, sem nú eru í viðbragðsstöðu vegna hættunnar. Eldurinn berst hratt á milli staða sökum mikilla vinda sem kenndir eru við Santa Ana og blása yfir- leitt um borg englanna á haustin. Því þurfa allir sem í borgarhlutan- um búa að vera í viðbragðsstöðu því erfitt er að segja fyrir um hvar eldinn ber næst niður. Talið er að upptök eldsins megi rekja til þess að loftlínur hafi slitnað og kveikt í þurrum gróðri á sunnudag. Slæmir þurrkar í Kaliforníu undanfarnar vikur bæta ekki úr skák. Britney Spears er kannski fræg- asti íbúi Malibu, en hún er langt því frá eina stjarnan sem hefur skotið rótum á svæðinu. Jennifer Aniston, Courteney Cox og David Arquette búa öll í Malibu, eins og Tom Hanks og Rita Wilson, Sting og Bill Murray, svo einhverjir séu nefndir. Í gær bárust fréttir af því að Malibu Castle, sem er eitt þekkt- asta kennileitið á svæðinu, hefði brunnið til kaldra kola, ásamt kirkju í nágrenninu. Heimili Grease-leikkonunnar og söngkon- unnar Oliviu Newton-John var í mikilli hættu af eldinum og var fjölskylda hennar flutt af svæð- inu. Þá var heimili James Camer- on, leikstjóra Titanic, ásamt ann- arra mynda, einnig í hættu og fjölskylda hans flutt á öruggan stað. Um tvö hundruð heimili hafa þegar verið rýmd og mörg hundr- uð fleiri eru í hættu. Þar á meðal eru heimili leikaranna Sean Penn og David Duchovny, en allir þurfa þó að vera í viðbragðsstöðu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.