Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 33
[Hlutabréf]
Gengi hlutabréfa féll í Kauphöll Íslands
í gærmorgun en jafnaði sig þegar leið á
daginn. Þetta var í takt við þróun á
alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í
gær.
Úrvalsvísitalan féll um rúm tvö
prósent skömmu eftir að viðskipti
hófust en nokkru minna í Evrópu, þar
af um 1,12 prósent í Bretlandi og 1,28
prósent í Þýskalandi.
Mest lækkaði gengi í FL Group, eða
um 4,4 prósent. Gengi Exista féll um 3,7
prósent og Kaupþing um 2,5 prósent.
Taktur lækkanahrinunnar var sleginn
í Bandaríkjunum á föstudag en þá féll
Dow Jones-vísitalan um tæp 2,7
prósent. Hlut að máli eiga dræm
uppgjör fjármálafyrirtækja fyrr í
vikunni og vísbendingar um að áhrif af
samdrætti á fasteignalánamarkaði
vestanhafs muni bíta í hagvöxt á næstu
misserum. Fjárfestar gerðu því ráð
fyrir að lækkunin myndi smita frá sér
til annarra markaða í byrjun vikunnar
og gekk spáin eftir.
Í gær voru liðin 20 ár frá svarta
mánudeginum svokallaða en þá féll
Bandaríkjamarkaður um heil 23
prósent á einum degi. Ekki liggur fyrir
um ástæður þess þá en almennt er talið
að um snarpa leiðréttingu á hlutabréfa-
verði hafi verið að ræða.
Rauður dagur víða um heim
Kristján Kristjánsson hefur látið
af störfum sem forstöðumaður
upplýsingasviðs FL Group. Starfs-
mönnum var tilkynnt um ákvörð-
unina í gær.
Kristján,
sem áður var í
Kastljósi Sjón-
varpsins, var
ráðinn til starfa
hjá félaginu í
fyrrahaust og
hefur því starf-
að hjá félaginu
í rétt rúmt ár.
Starfslok
Kristjáns koma
í kjölfar þess að Halldór Krist-
mannsson viðskiptafræðingur,
sem áður sinnti samskiptamálum
fyrir Actavis, var ráðinn fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs FL
Group í síðasta mánuði. Halldór
tók yfir starfssvið sem áður voru
á könnu Kristjáns en honum er
ætlað að bera ábyrgð á öllum sam-
skiptamálum FL Group, þar á
meðal samskiptum við fjárfesta,
fjölmiðla, innri samskiptum og
ímyndaruppbyggingu félagsins.
Kristján hættur
hjá FL Group
MP Pension Fund Baltic, dótturfé-
lag MP fjárfestingarbanka, hefur
hafið starfsemi í Litháen. Félagið
mun bjóða almenningi í Litháen
upp á viðbótarlífeyrissparnað.
Meginmarkmið félagsins verð-
ur að örva frjálsan lífeyrissparn-
að í Litháen og upplýsa litháískt
samfélag um ágæti lífeyrissjóða
segir í fréttatilkynningu. Þar segir
að litháíski lífeyrissjóðamarkað-
urinn sé tiltölulega skammt á veg
kominn í þróun lífeyrismála, eink-
um hvað varðar þriðju stoðar líf-
eyrissjóði. Það eru einkareknir líf-
eyrissjóðir sem gefa launafólki
færi á að greiða frjáls viðbótarið-
gjöld.
Mikill munur er á Íslandi og Lit-
háen hvað varðar þróun lífeyris-
sjóðsmála. Eignir lífeyrissjóða í
Litháen nema um 1,2 prósentum
af vergri landsframleiðslu en um
120 prósentum á Íslandi.
MP til Litháen
Byr sparisjóður gerði hluthöfum
Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna
hf. (VSP) tilboð um kaup á rekstri
félagsins. Hluthafafundur Verð-
bréfaþjónustu sparisjóðanna sam-
þykkti að taka tilboðinu. Í frétta-
tilkynningu segir að kaupverðið
sé trúnaðarmál.
Verðbréfaþjón-
ustan til Byrs
Veidimadurinn.is - Sportbudin.is - Veidihornid.is
Síðumúli 8 – Sími 568 8410Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 Krókhálsi 5 – Sími 517 8050
Ný Beretta
Frá því í fyrra hafa allir talað um Beretta Xtrema2.
Nú kynnum við Beretta Urika 2. Ný og endurbætt Beretta Urika
með sjálfhreinsibúnaði og hröðustu skiftingunni á markaðnum.
Beretta Urika 2 Synthetic.
Kick Off bakslagsvörn í skefti. Sjálfhreinsibúnaður. Hraðasta skiftingin á markaðnum.
Taska fylgir ásamt þrengingum, ólarfestingum og hallaplötum.
Verð aðeins 144.900 eða aðeins 12.588 á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
(Innifalið í mánaðagreiðslum er 3% lántökugjald og færslugjald kortafyrirtækja)
Þú færð úrval Beretta skotvopna í Veiðihorninu Síðumúla 8 og Sportbúðinni Krókhálsi 5.
Einnig úrval af glæsilegum Beretta lífstílsfatnaði í Veiðimanninum Hafnarstræti 5
Munið vinsælu gjafabréfin okkar
Beretta Ultralight Deluxe
Léttasta tvíhleypan á markaðnum. Aðeins 2,8 kg.
Vönduð hnota og fallegt útflúr á húsi. Taska, þrengingar og fleira.
Verð aðeins 189,900 eða aðeins 16.450
á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
Beretta White Onyx
Glæsileg alhliða yfir / undir veiðibyssa frá Beretta.
Taska, þrengingar og fleira.
Verð aðeins 179.900 eða aðeins 15.591
á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
Beretta 682 Gold E Sporting.
Einhver vinsælasta keppnisbyssan frá Beretta á Íslandi mörg
undanfarin ár. Glæsileg tvíhleypa, velbúin fylgihlutum.
Verð aðeins 249.800 eða 21.581
á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.
Beretta Urika 2 Xtra Grain.
Sérstaklega valin og meðhöndluð hnota í skeftum.
Sjálfhreinsibúnaður. Hraðasta skiftingin á markaðnum.
Taska fylgir ásamt þrengingum, ólarfestingu og hallaplötum.
Verð aðeins 139.900 eða aðeins 12.158
á mánuði í 12 mánuði vaxtalaust.