Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 37
Borgarleikhúsið frumsýnir á fimmtudagskvöld leikritið Ræðismannaskrifstofan eftir Jo Strömgren. Sýning- in fer fram á bullmáli. Leikritið fjallar um starfsmenn rússneskrar ræðismannaskrif- stofu í litlu og ónefndu landi. Þau lifa einangruðu lífi: síminn hringir ekki, póstur kemur sjaldan og föð- urlandið er víðs fjarri. Höfundur og leikstjóri sýning- arinnar er Jo Strömgren. Hann segir leikritið gerast við dularfullar aðstæður. „Ræðismannaskrifstof- ur eru staðir sem almenningur hefur ekki mikla vitneskju um. Fólkið í leikritinu lifir einangruðu lífi og fyrir vikið tekur skrifstofan á sig óvinveittan blæ. Verkið kann- ar hversu skelfilega fólk getur farið að hegða sér ef það lifir nógu lengi við slíkar kringumstæður. Leikritið tekst á við alvarlegan þátt mannlegrar hegðunar, en gerir það á gamansaman hátt.“ Jo segir hugmyndina að verkinu hafa kviknað út frá frægum skil- yrðingatilraunum Pavlovs á hund- um. „Þegar maður fer í leikhús og sér verk eftir einhvern andans jöfur eins og til dæmis Ibsen þá öðlast maður trú á mannkynið. Maður fer að halda að fólk sé hugs- andi tilfinningaverur. Í þessu leik- riti sýni ég aftur á móti að við erum frekar eins og hundarnir hans Pavlovs. Við erum frumstæð og látum stjórnast af vissum grunnhvötum.“ Sýningin fer fram á bullmáli en það er ekki í fyrsta skipti sem Jo semur þess háttar verk. „Bullmál- ið er aðferð sem ég beiti vegna þess að ég vil að áhorfendur taki virkan þátt í að skynja sýninguna. Ég veit til þess að sumir leikhús- gestir koma í leikhús og loka aug- unum og hlusta bara á flutning textans. Bullmálið tryggir það að áhorfendur nota bæði augu og eyru til þess að skilja leikritið þar sem aðstæðurnar sem leikararnir eru í skipta líklega meira máli en textinn sjálfur. Ekki síður býður bullmálið upp á að áhorfendur leggi hver sína túlkun í verkið. Áhorfendur koma því út af leikrit- unum mínum með ólíkar upplifan- ir í farteskinu.“ Dagskrá til heiðurs Jónasi Svafár, skáldi og myndlistarmanni, sem lést árið 2004, verður haldin á fimmtudagskvöld kl. 20 í sal Reykjavíkur- akademíunnar, Hring- braut 121. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Á samkomunni flyt- ur Benedikt Hjartar- son erindi um Jónas og lesin verða ljóð eftir hann. Einnig mun hópur myndlistar- manna og rithöfunda flytja eftir sig verk, og er það hugsað sem nokkurs konar fram- hald eða ítrekun á þeim samslætti listgreina sem Jónas stundaði í verkum sínum. Í bókum sínum birti Jónas bæði ljóð og myndir en þó án þess að annar þátturinn væri í þjónustu hins, eins og oft vill verða um myndskreytingar bóka, heldur ríkir þar markviss heildarhugs- un. Jónas vann því með bókina sem miðlunar- form og útkoman varð oftar en ekki hrein- ræktað bókverk. Kvölddagskráin á fimmtudag er haldin í tengslum við sýningu á teikningum eftir Jónas sem nú stendur yfir í Hoffmannsgalleríi, en það er einmitt til húsa á sama stað og Reykjavíkur- akademían. Myndirnar á sýning- unni eru flestar frá sjötta áratug síðustu aldar og í þeim birtast þau átök á milli hlutbundinnar og óhlutbundinnar myndlistar sem þá stóðu sem hæst. Til heiðurs Jónasi Svafár vinbud.isHva› er gott me› ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.