Fréttablaðið - 23.10.2007, Blaðsíða 26
23. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR6 fréttablaðið húsbyggjandinn
Viðhaldsfríir gluggar eru vinsælir nú
til dags.
Á dögunum sameinuðust
fyrirtækin PGV og Glugga-
og glerhöllin á Akranesi
undir merkjum PGV ehf.
Þorsteinn Jóhannesson er
framkvæmdastjóri PGV og
einn af eigendum sameinaðs
fyrirtækis. Það hefur hingað
til verið í Hafnarfirði en hann
segir fyrirhugað að flytja
framleiðslu PGV upp á Akra-
nes og hafa höfuðstarfsemi
beggja fyrirtækjanna undir
sama þaki. Söluskrifstofa á
höfuðborgarsvæðinu muni
þó stækka og eflast og einnig
verði slík skrifstofa á Akranesi
og Húsavík.
Á Skaganum hefur verið
rekin glerverksmiðja frá 1946,
fyrst lengi vel undir nafninu
Glerslípun Akraness en árið
2000 tóku nýir eigendur við og
breyttu nafninu í Glugga- og
glerhöllin. Fyrir utan að skera
gler eftir pöntunum hóf hún
framleiðslu á plastgluggum
fyrir þremur og hálfu ári.
Fyrirtækið PGV ehf. var
stofnað árið 2002 og er stærsta
fyrirtækið á landinu í fram-
leiðslu á viðhaldsfríum glugg-
um að sögn Þorsteins. „Við
höfum hingað til þurft að
kaupa gler annars staðar og
endurselja svo en með samein-
ingu við Glugga- og glerhöllina
framleiðum við bæði gluggana
og glerið. Þetta er mikil hag-
ræðing í rekstri sem skilar sér
í betra verði til viðskiptavina
og betri þjónustu þar sem þeir
leita nú bara á einn stað til þess
að kaupa glugga, hurðir, sól-
stofur, svalalokanir og gler,“
segir hann. En hvaða undraefni
er þetta Pvc-u sem ekki þarf
neitt viðhald? „Pvc-u er harð-
plastefni sem helst alltaf sem
nýtt og þarf aldrei að mála,“
lýsir Þorsteinn og bætir við að
efninu fylgi tíu ára ábyrgð.
Starfsmannafjöldi hjá sam-
einuðu fyrirtæki PGV ehf. er
nú 21 en Þorsteinn segir að
þeim fari fjölgandi. „Ég geri
ráð fyrir að sala á okkar vörum
aukist áfram og meiningin er að
tvöfalda glerframleiðslu strax á
næsta ári auk þess að bæta við
fleiri vörum sem falla að starf-
seminni. Það er stefna PGV ehf.
að verða leiðandi fyrirtæki í
framleiðslu og sölu á gluggum,
gleri og öðrum tengdum vörum
í byggingariðnaði,“ segir Þor-
steinn bjartsýnn.
gun@frettabladid.isHorft út um gluggana að innan.
Alltaf sem nýtt og
þarf aldrei að mála
Margs konar litir eru fáanlegir.
„Meiningin er að
tvöfalda glerfram-
leiðslu strax á næsta
ári,“ segir Þorsteinn
hjá PGV.