Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 27

Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 27
Hilton Reykjavík Nordica er hluti af stærstu hótelkeðju í heimi. Á hótelinu eru 252 glæsileg herbergi, fjölbreytt veitinga- og ráðstefnu- aðstaða ásamt einum besta veitingastað landsins, VOX Restaurant. Óskum eftir starfsfólki í veitingadeild • Morgunverðarþjónar. 66% starf í vaktavinnu, 15 daga í mánuði, vinnutími frá 7-14. Einungis vant fólk kemur til greina. Gerð er krafa um góða ensku- og íslenskukunnáttu. • Þjónanemar. Þriggja ára nám undir handleiðslu meistara á einu af bestu veitingahúsum Norðurlanda, VOX. Gerð er krafa um snyrtimennsku og stundvísi og áhugi á faginu er mikilvægur. Engin reynsla er nauðsynleg. • Kokkanemar. Fjögurra ára nám undir handleiðslu meistara á einu af bestu veitingahúsum Norðurlanda, VOX. Gerð er krafa um snyrtimennsku og stundvísi og áhugi á faginu er mikilvægur. Engin reynsla er nauðsynleg. • Þjónustufólk í fullt starf og hlutastarf. Um er að ræða kvöld- og helgar- vinnu sem hentar vel með skóla eða annarri vinnu. Reynsla er æskileg. • Barþjónar. Hlutastarf á kvöldin og um helgar og fullt starf á 12 tíma vöktum, 15 daga í mánuði á lobby bar. • Aðstoðarfólk í eldhús. Um er að ræða létt eldhússtörf á 12 tíma vöktum, 15 daga í mánuði. • Matreiðslumenn í VOX Bistro. Unnið er á 12 tíma vöktum, 15 daga í mánuði. Enskukunnátta er skilyrði. Eldmóður ... ... prýðir liðsheildina á Hilton Reykjavík Nordica Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir til veitingastjóra á oo@icehotels.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.