Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 56
Á leikskólanum Leik-
garði er unnið metnaðar-
fullt starf með börnum
frá sex mánaða upp í
tveggja ára. Síðustu daga
hefur starfið þó markast
af manneklu eins og víð-
ar á höfuðborgarsvæðinu.
Leikgarður er þriggja deilda
leikskóli fyrir börn foreldra
sem nema við Háskóla Ís-
lands. Félagsstofnun
stúdenta tók við rekstri Leik-
garðs í septemberbyrjun
árið 2006. Vegna manneklu
og veikinda hafa stjórnend-
ur leikskólans neyðst til að
loka deildum og er þetta
þekkt vandamál víða.
„Ég held að vandamálið sé
fyrst og fremst launatengt.
Við erum ekki samkeppnis-
hæf og auk þess er erfitt
að fá leikskólakennara. Það
er lítið atvinnuleysi og leik-
skólakennarar eru ráðnir
strax á fyrsta ári. Ég fékk til
dæmis þrjú tilboð á fyrstu
önninni minni og það var
eins með alla hina,“ segir
Íris Arnardóttir, leikskóla-
stjóri Leikgarðs, sem telur
að það væri til bóta að auka
plássin við leikskólaskor til
að mæta þessari þörf.
„Launin hjá leiðbeinend-
um eru of lág og það er of
lítið frelsi til að umbuna
fólki. Að öllu jöfnu er fólk að
standa sig gríðarlega vel og
fæstir gera sér grein fyrir
álaginu sem fylgir starfinu
nema þeir hafi verið í sömu
sporum. Ef ein manneskja
er frá þá eru hinir að taka
á sig aukavinnu,“ útskýr-
ir Íris og telur auk þess að
ákveðinn vandi sé fólginn í
skipulagi.
„Samkvæmt skipulagi eru
fjögur börn undir tveggja
ára á mann. Í samfélaginu
hefur verið töluverð um-
ræða um þörfina á að opna
ungbarnaleikskóla og er ég
ekki viss um að þeir sem
setja upp skipuritið átti sig
á því að það er mjög erf-
itt fyrir eina manneskju að
hugsa um fjögur ungabörn
þar sem þau þurfa mikla
umönnun og einstaklings-
miðaða,“ segir Íris. Hún
bætir við að mun hentugra
væri að hafa þrjú börn á
mann og að prósentuhlutfall
afleysingar þyrfti að vera
helmingi meira til að auka
sveigjanleika í leikskóla-
starfinu. Prósentan er nú
fengin með útreikningum
í tengslum við fermetra-
fjölda, stöðugildi starfs-
manna og fjölda barna.
„Um leið og fjöldi barna er
orðinn of mikill samanborið
við fjölda starfsmanna þá er
það ólöglegt og við neyðumst
til að loka deildum,“ segir
Íris og bætir við að reynslan
hafi sýnt að óraunhæft
sé að ganga út frá því að
allir starfsmenn séu alltaf,
þannig er einfaldlega leik-
skólalífið. „Til gamans má
geta þess að í útreikning-
um er talað um þrjá fer-
metra á barn en svín í stíu
hafa sex fermetra!“ segir
Íris glettin.
Íris segist þó hafa verið
afar heppin með starfsfólk:
„Mér finnst áhugi vera fyrir
starfinu sem þykir almennt
heillandi. En þegar starfs-
menn vantar þá verður
starfið erfiðara þar sem þú
dreifir ekki athyglinni svo
glatt hjá ómálga börnum,“
útskýrir Íris sem vantar nú
einn starfsmann en segir
að fyrir mánuði síðan hafi
verið fullmannað.
Um þessar mundir standa
foreldrar fyrir undirskriftar-
listum sem senda á til
formanns Leikskólaráðs
Reykjavíkurborgar. Þar
vekja foreldrar athygli á
því ástandi sem skapast
vegna manneklu og fara
fram á að í leikskólastarfi
sé þjálfað fólk og að virðing
sé aukin fyrir starfinu með
bættum launum. Íris segist
hafa fundið fyrir miklum
stuðningi frá foreldrum.
„Foreldrar gera sér
almennt grein fyrir að þetta
er ekki okkar vilji og að við
viljum halda uppi skipulögðu
og metnaðarfullu starfi.
Þeir átta sig alveg á hvar
hundurinn liggur grafinn,“
segir Íris sem telur að auka
þurfi skilning gagnvart leik-
skólastarfinu í skipulagi og
að útbúa þurfi sveigjanlegri
viðmið til að halda uppi
stöðugu leikskólastarfi og
halda góðu fólki. Hún ítrekar
þó að Félagsstofnun stúd-
enta sé með mjög góða fjöl-
skyldustefnu en vandinn sé
frekar hjá Leikskólaráði.
Mannekla og
metnaður
TÆKNILEGUR
SÉRFRÆÐINGUR
Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101
postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is
Neytendastofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan tækni-
menntaðan mann til starfa á Öryggissviði stofnunarinnar.
Um er að ræða faglega krefjandi starf þar sem reynir á
tæknilega ráðgjöf um reglur er varða rafmagnsöryggismál,
framkvæmd eftirlits með rafverktökum og neysluveitum,
fræðslu og kynningu á reglum er gilda um öryggi fagfólks
og neytenda. Um er að ræða margvísleg áhugaverð verk-
efni er varða löggjöf á sviði rafmagnsöryggis og eftirlit með
framkvæmd þeirra.
Helstu verkefni:
• Tæknileg ráðgjöf og fræðsla um reglur er varða öryggis-
stjórnun rafverktaka og neysluveitna, túlkun og fram-
kvæmd reglna er gilda um rafmagnsöryggismál
• Skipulagning og framkvæmd lögbundins eftirlits með
rafverktökum og öryggi neysluveitna, þ.m.t. veitingu
starfsréttinda og samskipti við skoðunarstofur
• Þátttaka í rannsóknum á brunum af völdum rafmagns
• Þátttaka í mótun og viðhaldi á gæðastjórnunar- og
öryggiskerfum í samræmi við reglur á rafmagns-
öryggissviði og annarra almennra krafna í starfsumhverfi
Neytendastofu.
• Þátttaka í samstarfi í þróun eftirlits, svo og laga og
reglna sem gilda um öryggisstjórnun rafverktaka,
öryggi neysluveitna og önnur öryggismál á starfssviði
Öryggissviðs o.fl.
Menntun:
• Rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða
rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssvið)
• Reynsla af störfum sem lúta að hönnun og/eða
uppsetningu lágspennuvirkja æskileg
Almenn þekking og hæfniskröfur:
• Góð almenn þekking á tölvum og skrifstofuhugbúnaði
• Góð íslensku- og enskukunnátta og færni í einu
Norðurlandamáli
• Almenn þekking á íslensku stjórnkerfi og regluumhverfi
• Skipulags- og samskiptahæfni
• Frumkvæði
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna. Vakin er athygli á 20. gr. laga nr. 96/2000,
um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Umsóknir óskast sendar Neytendastofu, Borgartúni 21,
105 Reykjavík, eða rafrænt á póstfang stofnunarinnar,
postur@neytendastofa.is, eigi síðar en 12. nóvember 2007.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Tryggvi Axelsson for-
stjóri og Jóhann Ólafsson, sviðsstjóri Öryggissviðs, í
síma 510 1100. Netföng: tryggvi@neytendastofa.is og
johann@neytendastofa.is.
Öryggissvið Neytendastofu hefur umsjón með rafmagns-
öryggismálum á Íslandi, skoðunum á neysluveitum, öryggis-
stjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka. Öryggissvið
annast markaðseftirlit með rafföngum, almennum vörum
og annast skipulagningu þess í samstarfi við önnur stjórnvöld.
Auglýsingasími
– Mest lesið