Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 76
Fyrir helgina fékk ég
nokkur sérstök sím-
töl á stuttum tíma.
Dagurinn byrjaði á
því að ég var vakin
eldsnemma af vini
mínum. Það sem beðið
hafði verið eftir í níu
mánuði var loksins að verða að
veruleika. Tólf tímum eftir fyrri
hringinguna kom svo sú seinni, frá
stoltu foreldri lítils drengs. Stuttu
síðar hringdi svo vinkona sem var
að koma úr verslunarferð í Ikea.
Það vantaði nefnilega svo hillur og
kommóðu inn í nýju íbúðina henn-
ar, eða þeirra réttara sagt.
Eftir þessi símtöl leið mér eins
og ég væri að verða gömul – án
þess að hafa nokkurn tíma verið
spurð leyfis. Þetta var alls ekki í
fyrsta skipti sem ég fæ þessa til-
finningu. Hún kemur yfir mig með
reglulegu millibili, yfirleitt við
einhverjar svona fréttir eða þegar
ég rekst á gamla skólafélaga sem
eru giftir, eiga börn, íbúðir, bíla og
alls kyns skuldir.
Það er alltaf að sannast aftur og
aftur að tíminn líður hratt. Hann
líður og svo rennur það allt í einu
upp fyrir manni að maður er full-
orðinn. Fyrsta skiptið sem ég gerði
mér almennilega grein fyrir þessu
var þegar vinirnir voru farnir að
opna afmælisgjafir og fá straujárn
– og segja að þá hafi einmitt vant-
að svoleiðis! Annað skiptið var
þegar allir voru komnir í háalvar-
legt nám og svo farnir að vinna hjá
bönkum, sem kennarar, hjá flugfé-
lögum og fjölmiðlum. Mér finnst
svo stutt síðan straujárnið hefði í
besta falli verið gefið í gríni og
fólk hafði sumarvinnu – í garð-
yrkju, barnapössun eða sjoppu.
En að lokum kom síðasta símtal-
ið og bjargaði mér. Það var vin-
kona sem býr í Abu Dhabi. Hún
var nokkuð ölvuð og í partíi með
fólki frá öllum heimshornum. Hún
sagðist aldrei ætla að koma heim,
lífið væri bara of skemmtilegt
svona. Ég rankaði við mér og
mundi að ég er ekkert sú eina sem
er ekki á hraðri leið í barneignir og
annað hrikalega fullorðins.
Jú, ég er kannski orðin fullorðin,
en það að vera gamall er bara
hugarástand.