Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 81

Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 81
Í DAG KL. 13:10 BOLTON – ASTON VILLA Í DAG KL. 15:40 LIVERPOOL – ARSENAL FÁÐU ÞÉR HD MYNDLYKIL Í VERSLUNUM VODAFONE OG NJÓTTU ÚTSENDINGA DIGITAL ÍSLANDS Á SÝN 2 Í HÁSKERPU Liverpool og Arsenal mætast í stórleik á Anfield Road í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bæði liðin eru enn sem komið er taplaus eftir níu leiki deildinni. Liðin áttu reyndar ólíku gengi að fagna í leikjum sínum í Meist- aradeild Evrópu í vikunni, þar sem Arsenal slátraði Slavia Prag, 7-0, og situr á toppi H-riðils, en Liverpool tapaði óvænt 2-1 gegn Besiktas og er í fremur slæmum málum á botni A-riðils. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var þó ekki smeykur á blaða- mannafundi í gær þegar hann var spurður hvort hans menn yrðu tilbúnir í slaginn gegn Arsenal. „Ef maður tapar leik og er að fara að mæta toppliði í deildinni er einhverra hluta vegna oft auðveldara að fá leikmenn sína til þess að einbeita sér og vera tilbúna í verkefnið,“ sagði Benitez. Liverpool er fyrsti topp fjögur klúbburinn sem Arsenal mætir á tímabilinu og Arsene Wenger, stjóri liðsins, býst við hörkuleik. „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Fyrir tímabilið var mikið talað um að við værum með of ungt lið og myndum ekki ná langt, en nú er aftur á móti talað um að við eigum enn eftir að sanna okkur gegn stóru liðunum í deild- inni. Sama hvað menn segja þá tel ég að við búum núna yfir sjálfsör- ygginu og kraftinum sem þarf og við erum tilbúnir í leikinn,“ sagði Wenger. Leikurinn byrjar kl. 16 og er sýndur beint á Sýn 2. Einu taplausu lið deildarinnar mætast Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegnum niður- skurðinn á opna Mallorca-mótinu í gær. Birgir Leifur hóf keppni að nýju í gær á 11. braut, þar sem hann hafði þurft að hætta keppni í fyrradag vegna myrkurs. Birgir Leifur kom í hús í gær á 74 höggum eða 10 höggum yfir pari í 106. sæti mótsins og samanlagt á 150 höggum að loknum tveimur hringjum. Hollendingurinn Robert Jan- Derksen og Frakkinn Jean- Francois Lucquin höfðu forystu í mótinu í gær á samtals níu höggum undir pari. Langt frá sínu besta á Spáni Nágrannaliðin Njarðvík og Keflavík mætast í toppslag Iceland Express deildar karla í körfubolta í Njarðvík í kvöld. Fyrir leikinn eru bæði liðin taplaus og jöfn á toppi deildarinnar eftir þrjá leiki, en fyrir mótið var þeim spáð fjórða og fimmta sæti af forráða- mönnum, þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar. Keflavík hefur þegar unnið Snæfell og Grinda- vík, sem var spáð öðru og þriðja sæti deildarinnar og Njarðvík hefur einnig unnið Snæfell. Það er mál manna að deildin í ár sé jafnari nú en síðustu ár, bæði á toppi og botni, þar sem allir virðast geta unnið alla og dagsformið eða hugarfarið og hungrið til sigurs skiptir miklu máli. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst kl. 19.15 í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Erkifjendur mætast í kvöld Fram og Valur mætast í toppslag N1-deildar kvenna í handbolta í dag. Liðin eru bæði taplaus fyrir leikinn með 10 stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar, en Valur er aðeins búinn að leika fimm leiki og á því einn leik inni á Fram. Valur hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í deildinni, en Fram hefur unnið fjóra leiki og gert tvö jafntefli, þar á meðal við Íslandsmeistara Stjörnunnar sem eru sem stendur á toppi deildarinnar. Leikurinn fer fram í dag kl. 16 í Framhúsinu og sjálfsagt að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Toppslagur í Framhúsinu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.