Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 82

Fréttablaðið - 28.10.2007, Side 82
48.800 kr. Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is BOLTINN ER HJÁ OKKUR WEST HAM – EVERTON 14.–16. desember Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 69.900 kr. MAN. UTD. – NEWCASTLE 11.–13. janúar Verð á mann í tvíbýli Verð á mann í tvíbýli 71.900 kr. LIVERPOOL – ASTON VILLA 18.–20. janúar Verð á mann í tvíbýli www.pitstop.is Enska úrvalsdeildin: Mark Hughes, stjóri Blackburn, telur að sögusögnum um að hann muni taka við Tottenham hafi verið komið á kreik til þess að koma honum og liði hans úr jafvægi. „Ég sá strax í gegnum þetta bull og staða mála hjá Tottenham varðar hvorki mig né heldur Blackburn,“ sagði Hughes á blaðamannafundi í gær. Sögusagnirnar eru bara bull Wayne Rooney, leikmað- ur Manchester United og enska landsliðsins, stendur sem fyrr við bakið á landsliðsþjálfara sínum, Steve McClaren, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi verið gagnrýnd- ur mikið undanfarið. „Steve hefur gert frábæra hluti fyrir England og það er ekki við hann að sakast hvernig staða liðsins er í augnablikinu. Það erum við, leikmennirnir, sem erum inni á vellinum sem berum ábyrgð á því hvernig staða liðsins er,“ sagði Rooney í viðtali við enska blaðið The Sun í gær. England þarf að vinna topplið Króatíu og treysta á að Rússland tapi á móti Ísrael eða Andorra í lokaleikjum E-riðils í undan- keppni EM ætli liðið sér farseðil- inn til Austurríkis og Sviss á næsta ári. Steve McClaren á ekki sökina David Beckham fer fyrir liði sínu, Los Angeles Galaxy, í góðgerðaleik í fótbolta á vegum Rauða krossins og Hjálpræðis- hersins í Kaliforníu. Góðgerðaleikurinn verður hald- inn 4. nóvember næstkomandi til þess að safna peningum fyrir fórnarlömb skógareldanna í Kali- forníu og mótherji Galaxy í leikn- um verður tilbúið lið söngvara, leikara og fyrrverandi leikmanna, Hollywood United FC. Meðal leik- manna Hollywood-liðsins eru Frank Leboeuf, Richard Gough og fyrrum landsliðsmenn Banda- ríkjanna, Eric Wynalda og Alexi Lalas. En sá síðarnefndi er knatt- spyrnustjóri hjá Galaxy-liðinu. „Leikmenn Galaxy eru búsettir í Kaliforníu og það er sannkallað- ur heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Lalas. Góðgerðaleikur hjá Galaxy Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og helst ber að nefna að Manchester United er komið í toppsætið eftir öruggan sigur gegn Middles- brough og Chelsea tók Manchest- er City bókstaflega í kennslu- stund. Í öðrum leikjum náði Birmingham að vinna Wigan, Reading vann Newcastle, Sunder- land og Fulham skildu jöfn sem og Porsmouth og West Ham. Manchester United mætti ákveðið til leiks gegn Middles- brough og tók forystu strax á 3. mínútu þegar Luís Nani skoraði glæsilegt mark úr langskoti. Midd- lesbrough lét þó mótlætið ekki á sig fá og Jeremie Allardiere jafn- aði leikinn þremur mínútum síðar. United tók forystu á nýjan leik eftir rúman hálftíma þegar Nani stal boltanum af Stuart Downing og renndi boltanum á Wayne Roon- ey sem skoraði örugglega og stað- an var 2-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram og Carlos Tevez skoraði eftir góðan undirbúning Rooneys, 3-1, en Argentínumaðurinn var ekki hættur og bætti fjórða mark- inu við áður en yfir lauk og 4-1 sigur United staðreynd. „Middlesbrough gerði okkur erfitt fyrir en þegar við byrjum leikinn af krafti eins og við gerð- um, þá verður allt miklu auðveld- ara. Mér fannst við ná að spila góðan fótbolta með fáum snerting- um og miklum hraða og við áttum skilið að vinna leikinn,“ sagði Carlos Quieroz, hægri hönd Sir Alex Ferguson, í viðtali eftir leikinn. Flestir bjuggust við spennandi leik milli Chelsea og Manchester City, en liðin voru fyrir leikinn í þriðja og fimmta sæti í deildinni. Leikurinn var hins vegar algjör einstefna þar sem Chelsea gjör- samlega slátraði City-liðinu. Michael Essien kom Chelsea á bragðið eftir stundarfjórðung og Didier Drogba bætti öðru marki við eftir hálftíma leik og þar við sat í hálfleik. Flóðgáttir opnuðust svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem Chelsea Drogba bætti við sínu öðru marki í leiknum og Joe Cole, Salomon Kalou og Andreiy Shevchenko skoruðu allir eitt mark hver fyrir Chelsea og ótrú- legur 6-0 sigur hjá Chelsea sem er komið á skrið undir stjórn Avrams Grant. „Við erum búnir að bæta okkur leik eftir leik í þessum mánuði og leikmennirnir eru búnir að sýna frábært viðhorf undanfarið og gríðarlegan vilja. Við munum njóta þessa sigurs en við þurfum líka að halda áfram að vinna í því sem við erum að byggja upp hjá Chelsea og spila áfram jákvæðan fótbolta,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea, ánægður í viðtali í leikslok. Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar bar hæst að Chelsea og Manchester United unnu góða sigra og United er komið á topp deildarinnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.