Fréttablaðið - 28.10.2007, Síða 82

Fréttablaðið - 28.10.2007, Síða 82
48.800 kr. Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is BOLTINN ER HJÁ OKKUR WEST HAM – EVERTON 14.–16. desember Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 69.900 kr. MAN. UTD. – NEWCASTLE 11.–13. janúar Verð á mann í tvíbýli Verð á mann í tvíbýli 71.900 kr. LIVERPOOL – ASTON VILLA 18.–20. janúar Verð á mann í tvíbýli www.pitstop.is Enska úrvalsdeildin: Mark Hughes, stjóri Blackburn, telur að sögusögnum um að hann muni taka við Tottenham hafi verið komið á kreik til þess að koma honum og liði hans úr jafvægi. „Ég sá strax í gegnum þetta bull og staða mála hjá Tottenham varðar hvorki mig né heldur Blackburn,“ sagði Hughes á blaðamannafundi í gær. Sögusagnirnar eru bara bull Wayne Rooney, leikmað- ur Manchester United og enska landsliðsins, stendur sem fyrr við bakið á landsliðsþjálfara sínum, Steve McClaren, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi verið gagnrýnd- ur mikið undanfarið. „Steve hefur gert frábæra hluti fyrir England og það er ekki við hann að sakast hvernig staða liðsins er í augnablikinu. Það erum við, leikmennirnir, sem erum inni á vellinum sem berum ábyrgð á því hvernig staða liðsins er,“ sagði Rooney í viðtali við enska blaðið The Sun í gær. England þarf að vinna topplið Króatíu og treysta á að Rússland tapi á móti Ísrael eða Andorra í lokaleikjum E-riðils í undan- keppni EM ætli liðið sér farseðil- inn til Austurríkis og Sviss á næsta ári. Steve McClaren á ekki sökina David Beckham fer fyrir liði sínu, Los Angeles Galaxy, í góðgerðaleik í fótbolta á vegum Rauða krossins og Hjálpræðis- hersins í Kaliforníu. Góðgerðaleikurinn verður hald- inn 4. nóvember næstkomandi til þess að safna peningum fyrir fórnarlömb skógareldanna í Kali- forníu og mótherji Galaxy í leikn- um verður tilbúið lið söngvara, leikara og fyrrverandi leikmanna, Hollywood United FC. Meðal leik- manna Hollywood-liðsins eru Frank Leboeuf, Richard Gough og fyrrum landsliðsmenn Banda- ríkjanna, Eric Wynalda og Alexi Lalas. En sá síðarnefndi er knatt- spyrnustjóri hjá Galaxy-liðinu. „Leikmenn Galaxy eru búsettir í Kaliforníu og það er sannkallað- ur heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Lalas. Góðgerðaleikur hjá Galaxy Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær og helst ber að nefna að Manchester United er komið í toppsætið eftir öruggan sigur gegn Middles- brough og Chelsea tók Manchest- er City bókstaflega í kennslu- stund. Í öðrum leikjum náði Birmingham að vinna Wigan, Reading vann Newcastle, Sunder- land og Fulham skildu jöfn sem og Porsmouth og West Ham. Manchester United mætti ákveðið til leiks gegn Middles- brough og tók forystu strax á 3. mínútu þegar Luís Nani skoraði glæsilegt mark úr langskoti. Midd- lesbrough lét þó mótlætið ekki á sig fá og Jeremie Allardiere jafn- aði leikinn þremur mínútum síðar. United tók forystu á nýjan leik eftir rúman hálftíma þegar Nani stal boltanum af Stuart Downing og renndi boltanum á Wayne Roon- ey sem skoraði örugglega og stað- an var 2-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik hélt United áfram og Carlos Tevez skoraði eftir góðan undirbúning Rooneys, 3-1, en Argentínumaðurinn var ekki hættur og bætti fjórða mark- inu við áður en yfir lauk og 4-1 sigur United staðreynd. „Middlesbrough gerði okkur erfitt fyrir en þegar við byrjum leikinn af krafti eins og við gerð- um, þá verður allt miklu auðveld- ara. Mér fannst við ná að spila góðan fótbolta með fáum snerting- um og miklum hraða og við áttum skilið að vinna leikinn,“ sagði Carlos Quieroz, hægri hönd Sir Alex Ferguson, í viðtali eftir leikinn. Flestir bjuggust við spennandi leik milli Chelsea og Manchester City, en liðin voru fyrir leikinn í þriðja og fimmta sæti í deildinni. Leikurinn var hins vegar algjör einstefna þar sem Chelsea gjör- samlega slátraði City-liðinu. Michael Essien kom Chelsea á bragðið eftir stundarfjórðung og Didier Drogba bætti öðru marki við eftir hálftíma leik og þar við sat í hálfleik. Flóðgáttir opnuðust svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem Chelsea Drogba bætti við sínu öðru marki í leiknum og Joe Cole, Salomon Kalou og Andreiy Shevchenko skoruðu allir eitt mark hver fyrir Chelsea og ótrú- legur 6-0 sigur hjá Chelsea sem er komið á skrið undir stjórn Avrams Grant. „Við erum búnir að bæta okkur leik eftir leik í þessum mánuði og leikmennirnir eru búnir að sýna frábært viðhorf undanfarið og gríðarlegan vilja. Við munum njóta þessa sigurs en við þurfum líka að halda áfram að vinna í því sem við erum að byggja upp hjá Chelsea og spila áfram jákvæðan fótbolta,“ sagði Avram Grant, stjóri Chelsea, ánægður í viðtali í leikslok. Sex leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar bar hæst að Chelsea og Manchester United unnu góða sigra og United er komið á topp deildarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.