Fréttablaðið - 28.10.2007, Page 86
Sykurlausir myntudropar af
gerðinni Frisk, hvítur sykur,
hunang og rakatæki er meðal þess
sem ítalski stórsöngvarinn Andrea
Bocelli hefur óskað eftir því að
hafa baksviðs fyrir tónleika sína í
Egilshöll 31. október.
Að sögn tónleikahaldarans Karls
Lúðvíkssonar eru óskir Bocelli
afar hógværar og ekkert í líkingu
við það sem hann hefur áður
kynnst. „Þetta er eiginlega
ótrúlegt. Ég hef séð „rydera“ frá
mörgum öðrum listamönnum um
sérstök handklæði og eitthvað
slíkt en hann er ekki með neinar
stjörnustælakröfur,“ segir Karl.
Bocelli, sem telst vera frægasti
tenórinn í dag sem kemur
reglulega fram, kemur hingað til
lands á einkaþotu sinni um hádegið
og flýgur síðan af landi brott á
miðnætti eftir tónleikana. Auk 110
manna fylgdarliðs, m.a. frá
tékknesku sinfóníunni, verða með
honum í för tíu og tólf ára synir
hans. Ætlar ellefu ára sonur Karls
að sýna þeim Reykjavík á meðan á
dvöl þeirra stendur. „Bocelli
fannst það frábær hugmynd að
taka þá að sér. Þeir fá einkabílstjóra
og lífvörð og ætla að fara í keilu
og gera eitthvað skemmtilegt,“
segir Karl. Sjálfur ætlar hinn
blindi Bocelli að taka því rólega og
leggur hann mikið upp úr því að
hvíla rödd sína eins mikið og
kostur er fram að tónleikum.
Bocelli öðlaðist heimfrægð fyrir
rúmum áratug fyrir enska útgáfu
sína á laginu Con te partirò sem
margir ættu að þekkja sem Time
to Say Goodbye. Hann er
margverðlaunaður tenór og einn
söluhæsti tónlistarmaður heims
síðustu ár.
Tónleikarnir verða sitjandi og
hefur miðasala gengið mjög vel.
Hafa þegar selst um fimm þúsund
miðar.
Bocelli vill myntudropa og rakatæki
Rithöfundurinn Yrsa Sigurðar-
dóttir er nýkomin frá Alaska þar
sem glæpasagnahöfundar alls
staðar að úr heiminum komu
saman í þeim tilgangi að hlýða á
fyrirlestra um glæpatækni. „Þarna
voru til að mynda fyrirlestrar um
lík. Þetta var mjög gaman,“ segir
Yrsa og hlær en þetta er í fyrsta
skipti sem hún sækir slíka ráð-
stefnu. Fyrirlesarar voru „CSI“
fólk frá Alaska, lögreglumenn og
dómarar. „Það var minnst á dóm-
urunum að græða enda er dóms-
kerfið hér heima mjög frábrugðið
því bandaríska,“ segir Yrsa. „En
það var gaman að hlusta á fólkið
frá Alaska enda eru þeirra aðstæð-
ur ekki ólíkar okkar hvað varðar
lík í snjó og þess háttar.“ Yrsa seg-
ist ekki hafa náð að skoða sig
mikið um enda var hún bara í þrjá
daga. „Ég mætti, horfði á fyrir-
lestur um lík og fór svo til baka.
Ekki beint það sem maður ætti að
gera í Alaska. En það er ofsalega
fallegt þarna.“
Bók Yrsu, Þriðja táknið, kom út
vestanhafs í byrjun mánaðarins
og hefur hlotið góða dóma. Harri-
et Klausner gaf bókinni fimm
stjörnur en Time hefur sagt hana
vera einn áhrifamesta gagnrýn-
anda heims. „Ég vissi ekki hver
Klausner var áður en ég frétti af
þessum dómum en þetta er auðvit-
að alveg frábært. Forlagið mitt úti
sendir mér dómana sem ég fæ og
þeir eru undantekningalaust frá-
bærir. Kannski halda þeir bara
slæmu dómunum frá,“ segir hún
og hlær. Hún segist ekki vita
hvernig bókin selst í Bandaríkjun-
um. „Ég er mikið spurð af því af
vinum og kunningjum. Reyndar er
ég búin að ljúga því að einum að
ég fái tölvupóst í hvert skipti sem
ég sel eintak.“
Um miðjan næsta mánuð kemur
út ný bók eftir Yrsu hér á landi.
„Þetta er glæpasaga sem heitir
Aska. Hún fjallar um lík sem finn-
ast við uppgröft húsa sem grófust
undir í gosinu í Vestmannaeyjum,
Pompei norðursins. Auk þess er
manneskja í nútímanum drepin
sem bjó yfir upplýsingum sem
leyst gætu málið.“
Fór á fyrirlestur
um lík í Alaska
Fæddist á hlaupársdegi
„Þetta á í raun mjög vel við
Þórberg því það hefur enginn
íslenskur höfundur lagt jafn
mikla áherslu á sína þróun hvað
varðar þroska og andlegu
hliðina,“ segir Pétur Gunnarsson,
rithöfundur, en fyrir þessi jól
kemur út bókin Þroskasaga
Þórbergs sem hann skrifar.
Pétur segir þetta vera þau
fjörutíu og fimm ár í lífi Þórbergs
sem kalla mætti „undirbúnings-
tímabilið“ fyrir rithöfundar-
ferilinn. Pétur lagðist í mikinn
lestur fyrir bókina og las meðal
annars dagbækur skáldsins sem
eru í kringum hundrað talsins og
eru geymdar á Þjóðarbókhlöðinni
en Þórbergur hélt dagbók í tæp
sextíu og fimm ár.
Pétur segir það hafa komið sér
mest á óvart hversu félagslynd-
ur Þórbergur var og hvað höfuð-
borgin Reykjavík hafi verið
skemmtileg á þessum tíma þegar
Þórbergur gekk um göturnar.
„Þetta er fyrir daga einstakl-
ingssímans, bílsins og allra
þeirra nútímaþæginda sem við
þekkjum í dag. Á þessum tíma
var fólk bara mikið á röltinu og
ólíkt því sem við þekkjum núna,
þar sem óvæntar heimsóknir eru
hálfgerð innrás á heimilið, þá
þótti slíkt ekkert tiltökumál og
bara hinn sjálfsagðasti hlutur,“
bætir Pétur við.
Þórbergur var hálfgerður
dellukarl. Ólíkt nútímamanninum
sem bítur í sig eitthvað áhugamál
en missir síðan áhugann á einum
mánuði eða kannski ári sökkti
skáldið sér ofan í sín hugðarefni
svo árum skipti og lét allt annað
til hliðar. Fyrst Einar Ben., síðan
íslenska, svo guðspeki, sósíalismi,
esperantó og loks rithöfundar-
ferillinn. „Hann sleppir ekki
hendinni af neinu heldur hefur
áhugamálin með sér í ferða-
töskunni. En hann tæmdi þau
algjörlega og þannig samdi hann
meðal annars kennslubækur,
áróðursbækur og orðabók fyrir
esperantó,“ segir Pétur.
Í hugum margra voru þeir
Halldór Laxness og Þórbergur
tveir risar í menningarlífi lands-
manna á fyrstu áratugum síð-
ustu aldar. Pétur segir að Lax-
ness komi töluvert við sögu í
dagbókunum og í fyrstu hafi
verið mikil og djúpstæð vinátta
þeirra á milli. Reyndar segir rit-
höfundurinn að samband þeirra
tveggja sé hreinlega efni í annað
bindi.
„Þeir voru svona eins og veð-
hlaupahestar, að berjast um hylli
sama lesendahópsins. Í fyrstu
var Halldór hálfgerður læri-
sveinn Þórbergs og Bréf til Láru
hafði mikil áhrif á hann. En
þegar bækur á borð við Sölku
Völku komu út var Þórbergur í
hlutlausum gír og „nemandinn“
tók fram úr „meistaranum“ og
við það verður til mikil tog-
streita sem setur mark sitt á þá.“
„Ég er mjög glöð yfir þessari
velgengni og mjög stolt af hon-
um, það held ég nú. Ég hefði nú
ekki trúað þessu fyrst, en svona
þróast málin.“