Fréttablaðið - 29.10.2007, Side 2

Fréttablaðið - 29.10.2007, Side 2
„Þótt við séum bjartsýn eftir orð Dags er björninn ekki unninn,“ segir Gunnar Hákonar- son, framkvæmdastjóri Kola- portsins. „Við vitum í raun ekkert hver framtíðin verður og allir sem eru hér inni með rekstur eru í óvissu og hættir að gera plön fram í tímann.“ Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri sagði í blaðinu um síðustu helgi að hann vildi að Kolaportið fengi að vera áfram á sínum stað. Honum finnst „galin hugmynd“ að það víki fyrir bílastæðum. Gunnar hefur ekki heyrt að Dagur hafi rætt þetta við ríkið, „og vandamálið er auðvitað það að borgin á ekki húsið,“ segir hann. Hann óttast að tollstjóri fái sig jafnvel fullsaddan af Kolaportinu og segi upp samningum. „Og borgin gæti ekkert gert í því. Þeir segja þá bara upp húsaleigunni og markaðurinn er dauður.“ Hann vonar þó að „menn fari ekki að taka þetta eftir tilfinningalegum rökum hjá ríkinu“. Borgarstjóri hefur reifað þá hug- mynd að tollstjóraembættið fái pláss undir bíla í 1.300 bílastæða kjallara sem rís nú í næsta nágrenni Tollhúss. Einnig kemur til greina að falla frá kröfu um lágmarksbílastæða- fjölda, sem fylgir fyrirhugaðri stækkun á Tollhúsinu. Samkvæmt upplýsingum úr fjár- málaráðuneyti, sem er eigandi Toll- hússins, hefur afstaða nýs borgar- stjóra ekki verið rædd. „Það var komin ákveðin lending með fyrri meirihluta, sem gerði ráð fyrir að Kolaportið yrði þarna áfram með ýmsum breytingum, en nú er komin upp alveg ný staða mála og við sjáum til hvernig verð- ur brugðist við því,“ segir Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu. Líkt Gunnari, minnir Þórhallur á að bílastæðin sem Dagur vísaði til eru ekki eign borgarinnar. „Þau eru í eigu Portusar og kosta víst eitthvað um 3,3 milljónir hvert og eitt. Hundrað bílastæði myndu þá kosta um 330 milljónir. Ef borgin vill greiða fyrir þau er það svo sem ágætt.“ Spurður hvort leigusamningi verði hugsanlega rift endurtekur hann að þetta hafi ekki verið rætt. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri svaraði ekki skilaboðum vegna þessa máls, en Margrét Sverrisdóttir, forseti borgarstjórn- ar, segir meirihlutann „mjög hlynntan“ starfsemi Kolaportsins. „Ég held að við bara leysum þetta.“ Ekkert sé þó frágengið. Framtíð Kolaportsins í Tollhúsinu óráðin Framkvæmdastjóri Kolaportsins segir verslunarmenn þar uggandi um framtíð- ina, þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjóra. Óttast að tollstjóri segi jafnvel upp leigusamningnum. Borginni velkomið að borga 330 milljónir fyrir bílastæðin. Þorgeir, kemur hljómsveitin ekki nakin fram næst? Slitinn vír í rafmagns- línu við Torfastaði hjá Reykholts- hverfi olli því að rafmagn fór af Biskupstungum og víðar á laugardagskvöld. Um tvær klukkustundir tók að koma rafmagninu aftur á, og þurftu íbúar á svæðinu að láta sér nægja ljóstíru frá kertum á meðan. Lárus Einarsson, tæknistjóri hjá Rarik á Suðurlandi, segir að snjór hafi tafið viðgerðir á vírnum, því viðgerðarmenn hafi fest bíl sinn á leiðinni að raf- magnslínunni þar sem vírinn slitnaði. Kalla þurfti út gröfu til þess að ná bílnum upp, og gátu þá viðgerðir loksins hafist. Slitinn vír olli rafmagnsleysi Slökkviliðsmenn í Kaliforníu vonuðust til að takast að halda í skefjum skógareldun- um sem enn loga, þrátt fyrir að spáð hafi verið þurrara og heitara veðri og að hús séu enn talin í hættu. Alls hafa skógareldarnir náð yfir um 200.000 hektara lands. Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri hét því í gær að meintir brennuvargar, sem grunaðir væru um að hafa komið hamförunum af stað, yrðu eltir uppi og látnir svara til saka. 1.790 hús hafa brunnið, flest í kringum San Diego. Tjónið nemur milljörðum Bandaríkjadala. Meintra brennu- varga leitað Til skoðunar er innan borgarkerfisins að fella niður aðgangseyri að listasöfnun borgarinnar. Slíkt fyrirkomulag var tekið upp á Listasafni Íslands fyrir nokkrum misserum með þeim árangri að aðsókn hefur aukist. Signý Pálsdóttir, skrifstofu- stjóri menningar- og ferðamála- sviðs, segir málið til athugunar samhliða gerð starfs- og fjárhags- áætlunar. Margrét Sverrisdóttir, forseti borgarstjórnar, segir ríkan vilja innan borgarstjórnar á að veita ókeypis aðgang að listasöfnunum, í það minnsta að gerð verði tilraun í þá átt. Frír aðgangur til athugunar Þrír karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til næsta fimmtudags í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Mennirnir voru handteknir í heimahúsi á Selfossi aðfaranótt laugardags, í tengslum við nauðgunarmál. Í fréttatilkynningu kemur fram að málið sé í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi. Vegna rannsóknarhags- muna sé ekki hægt að veita neinar frekari upplýsingar um málið. Ekki náðist í Þorgrím Óla Sigurðsson aðstoðaryfirlögreglu- þjón á Selfossi vegna málsins. Þrír í varðhald í nauðgunarmáli Lögregla lenti í fyrrinótt upp á kant við tvo ölvaða menn sem misst höfðu stjórn á bílum sínum í óvæntri hálku. Fimmtán umferðaróhöpp urðu frá því klukkan ellefu í fyrrakvöld og til morguns, sem flest mátti rekja til hálku. Alls voru sjö teknir fyrir ölvunarakstur. Fjórir þeirra höfðu klesst á. Um klukkan þrjú ók ölvaður maður á stjórnkassa fyrir umferðarljós við gatnamót Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar. Eftir óhappið flúði hann út í myrkrið í átt að Kringlunni. Vegfarendur gátu gefið lögreglu greinargóða lýsingu á manninum og hóf hún þegar leit að honum. Maðurinn fannst við Kringluna en var ekki á þeim buxunum að láta handtaka sig og veitti lögreglu- mönnunum mótspyrnu. Hann var yfirbugaður og vistaður í fanga- geymslum. Skömmu síðar ók annar drukk- inn maður á umferðarljós á gatna- mótum Bústaðavegar og Grensás- vegar. Hann lét óhappið lítið á sig fá og hélt förinni áfram eftir Grensásvegi, þar sem hann missti loks stjórn á bíl sínum sem hafn- aði á strætóskýli. Honum var ekið á slysadeild með minni háttar áverka. Þar rann á manninn æði og réðst hann bæði á lögreglu- þjóna og lækna sem þar voru. Honum var einnig komið í fanga- klefa að lokinni aðhlynningu. Stútar veittust að lögreglu Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir ekki liggja í augum uppi hvaðan fé ætti að koma til sveitarfélaganna, ef þriðjungur þjóðvega á höfuð- borgarsvæðinu verður endurskilgreindur sem sveitarfélagavegir. Vegagerðin hefur haft rekstur og viðhald þessara vega á sinni könnu. Fari þeir yfir til sveitar- félaga minnka fjárheimildir Vegagerðarinnar ekki, segir Jón. „Það breytir í sjálfu sér ekkert tekjunum. Stærstur hluti af okkar tekjum er skattur af bensíngjaldi og slíku og það fer ekkert eftir því hvar er ekið. Þetta finnst sumum sveitarfélagamönnum sjálfsagt skrítið, en það er ekkert hægt að sundurgreina það sem stendur. Síðan fáum við bein framlög frá ríkinu.“ Því liggi ekki í augum uppi hvaðan peningar ættu að koma til sveitarfélaganna vegna þessa verkefnis. Samkvæmt nýjum vegalögum, sem taka gildi um áramótin, eigi Vegagerðin að skilgreina hvað séu þjóðvegir og hvað ekki. „Hitt er svo annað mál að þær hugmyndir yrðu að sjálfsögðu sendar sveitar- félögunum og þau geta sagt sitt álit á þeim.“ Spurður hvort sveitarfélög geti þá neitað að hlýða þeim úrskurði Vegagerðarinnar, segir Jón að líklega kæmi til kasta samgönguráðherra að ákvarða um það.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.