Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.10.2007, Qupperneq 6
Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B TASKI swingogólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV Ekki þarf lengur að heimsækja Mílanóborg á Ítalíu til að skoða Síðustu kvöldmáltíðina, málverkið fræga eftir Leonardo da Vinci, í nærmynd. Internet- tenging er nú það eina sem þarf, því yfirvöld í borginni létu um síðustu helgi setja ljósmynd af málverkinu í hárri upplausn á netið. Upplausnin er heilir sextán þúsund megapixlar, og er hægt að skoða hvern millimetra málverksins nákvæmlega með því að þysja að. Sérfræðingar í málverkum da Vincis munu nota þessa mynd til að rannsaka betur ýmsar ráðgátur verksins. Hægt er að skoða myndina í venjulegum vafra á vefsíðunni www.haltadefinizione. com. Í baráttunni fyrir útnefningu til forseta- framboðs í kosningunum í nóvember 2008 er Hillary Clinton nú komin með svo mikið forskot meðal kjósenda demókrata að erfitt er að sjá að nokkur innanflokkskeppinautur hennar eigi roð í hana. Meðal repúblikana er baráttan hins vegar enn galopin, þótt Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, mælist með mest fylgi þeirra sem keppast um útnefninguna. Í skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin CNN birti fyrir nokkrum dögum mældist stuðningur við Hillary Clinton meðal kjósenda demókrata vera kominn í fyrsta sinn yfir helming, eða 51 prósent. Næstmest fylgi hefur Barack Obama, en það er þó ekki meira en 21 prósent. Áhersla kosningabaráttu hans beinist nú enda að því að gagnrýna Hillary og stefnumál hennar. Meðal repúblikana mælist fylgi við Giuliani nú 27 prósent á landsvísu, en talsverður munur er á fylginu eftir ríkjum. Næstur honum kemur Fred Thompson, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður frá Tennessee, með 19 prósent og þar næst öldungadeildarþingmaður- inn John McCain frá Arizona með 17 prósent. Meðal repúblikanaframbjóðendanna sem koma þar fyrir aftan telur Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, sig eiga besta möguleika, þótt hann mældist nú einungis með 13 prósenta fylgi á landsvísu. Hann lýsti því yfir á föstudag að hann teldi að á lokasprettinum myndu repúblikanar gera upp á milli tveggja frambjóðenda; annar yrði hinn frjálslyndi Giuliani en hinn yrði fulltrúi íhaldssamari afla í flokknum. Og sá yrði Mitt Romney. „Ég hef enga trú á að Repúblikanaflokkurinn geti haldið Hillary Clinton frá Hvíta húsinu með því að haga sér eins og Hillary Clinton,“ sagði hann. Að sínu mati hefði Giuliani þetta góða forskot sem hann mældist með í skoðanakönnunum vegna þess að um stuðning íhaldssamari flokksmanna – sem væru meirihlutinn – kepptust mun fleiri frambjóðendur á meðan Giuliani sæti svo til einn að atkvæðum hinna frjálslyndari. Talsmaður Giulianis vísaði þessu á bug. Þegar nánar er rýnt í kannanir á viðhorfum repúblikana kemur líka í ljós að Giuliani hefur ekki bara forskot í „frjálslynd- um“ ríkjum austast og vestast í landinu, heldur hefur hann líka mikið fylgi í ríkjum þar sem kristna hægri- jaðarhreyfingin er áhrifamest. Romney hefur einbeitt sér að því að byggja upp fylgi í Iowa og New Hampshire, sem eru fyrstu ríkin þar sem forkosningar fara fram í upphafi næsta árs. Sagan sýnir að miklu máli skiptir að frambjóðendur komi vel út úr fyrstu forkosningunum. Þeir sem gera það ekki heltast gjarnan fljótt úr lestinni. Allt enn opið hjá repúblikönum vestra Hillary Clinton er orðin svo gott sem örugg um útnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í Bandaríkjunum á næsta ári en mun meira jafnræði er með keppinautum Repúblikanaflokksins. Rudy Giuliani mælist nú þeirra fremstur. Átt þú hlutabréf? Myndir þú vilja fá greidd laun í evrum? Friðrik Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir norskan starfsbróður sinn reyna allt hvað hann geti til að koma í veg fyrir að Íslendingar fái hlutdeild í makrílstofninum í Norður-Atlantshafi. Þetta kemur fram á fréttavefnum skip.is. Audun Maraak, forsvarsmaður norskra útvegsmanna, sakar Íslendinga um að ýkja makrílafla á Íslandsmiðum. Hann hefur viðrað þessar grunsemdir í bréfi til norska sjávarútvegsráðherrans og beðið hann að ræða við íslensk stjórnvöld. Friðrik segir mikla hagsmuni í húfi að Íslendingar fái að hafa áhrif á veiðistjórnun. Fiskistofa hafi fylgst vel með löndun á makríl og tekið sýni úr afla, þannig að ásakanir Norð- manna um falsaðar aflatölur virðist út í hött. Mikið í húfi með stjórnun veiðanna Bandarísk stjórn- völd ákváðu fyrir helgi að herða til muna refsiaðgerðir gegn Írön- um. Þær miða að því að útiloka íranskar stjórnar- og fjármála- stofnanir frá því að geta notið þjónustu bandaríska fjármála- kerfisins. Aðgerðirnar eru þær víðtæk- ustu síðan sendiráð Bandaríkj- anna í Teheran var tekið hernámi í klerkabyltingunni árið 1979. Condoleezza Rice utanríkisráð- herra og Henry Paulson fjármála- ráðherra sögðu aðgerðirnar munu einangra Íransstjórn enn frekar en orðið er með því að hamla gegn tengingu hennar við alþjóðahagkerfið og letja menn til að eiga viðskipti við hana. Loka fyrir fjár- málaþjónustu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.