Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2007, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 29.10.2007, Qupperneq 37
Þessa vikuna held ég áfram að mæra þær teiknimyndahetjur sem eiga sér stað í hjarta mínu. Í dag beini ég sviðsljósinu að sjálfum Andrési Önd. Ég kynntist Andrési fyrst á sænsku. Þá hét hann að sjálf- sögðu ekki Andrés heldur Kalle Anka, en persónutöfrar hans höfðu strax mikil áhrif á mig. Þegar íslensku Andrésblöðin fóru að koma út gleypti ég þau í mig viku- lega. Síðar, með tilkomu Disneyst- undarinnar í Sjónvarpinu, lærði ég að þessi önd átti sér víddir sem blöðin gátu ekki miðlað: tíð bræðis- köstin, glæsilegur limaburðurinn og ógleymanleg, seiðandi röddin dýpkuðu væntumþykju mína í garð Andrésar til muna. Miðað við aðra íbúa Andabæjar er Andrés stórkostlega marg- slunginn. Maður veit ekki hvort maður á að halda með honum eða glotta yfir misheppnuðum áformum hans; lesandinn fylgist með ævintýrum hans uppfullur af sæluhrolli því oftast fer illa fyrir Andrési að lokum. Stundum stendur Andrés þó uppi sem sigur- vegari. Hann er hvorki fullkomin hetja né fullkominn skúrkur og sögurnar um hann sjaldnast fyrir- sjáanlegar. Andrés er í grunninn góður gaur, en hann á það til að verða svolítið gráðugur og hann lætur skapið stundum hlaupa með sig í gönur. Hann er sumsé eins og við flest; hann gerir mistök og ferðast iðulega allt litróf tilfinninganna fram og til baka innan einnar sögu. Við getum flest fundið til með Andrési; hann er litli maðurinn sem þarf að berjast fyrir stöðu sinni í heiminum. Gaman þætti mér að hitta þann mann eða þá konu sem ekki getur sett sig í þau fótspor. Þó er hann frábrugðinn okkur líka: hann er náttúrulega önd, svo er þetta sífellda buxna- leysi einkennilegt. Stærsti munur- inn á honum og okkur er þó líklega sá að hann á þann öfundsverða kost fyrir hendi, þegar hann hefur klúðrað málunum stórfellt, að stinga af til Fjarskanistans. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.