Fréttablaðið - 29.10.2007, Page 41

Fréttablaðið - 29.10.2007, Page 41
Britney Spears er ekki eina stjarnan sem hefur hneykslað umheiminn í gegnum árin með fárán- legum uppákomum. Fjöldi tónlistarmanna hefur lent í alls konar vandræðum og hafa sumir komið sterkir til baka á meðan aðrir hafa fallið í gleymskunnar dá. Fyrrum konungur poppsins, Michael Jackson, hefur verið á hraðri leið niður á við síðan hann vingaðist við hinn tólf ára Jody Chandler árið 1992. „Wacko Jacko“ eins og hann hefur verið kallaður flutti inn á heimili Chandlers til að hann gæti eytt meiri tíma með honum. Það hefði hann ekki átt að gera því árið eftir var hann ákærður fyrir að hafa misnotað hann kynferðis- lega. Ákæran var felld niður eftir að Jackson pungaði út um 1,3 milljörðum króna handa drengnum í skaðabætur. Í blaðinu The Times er sagt frá því er David Bowie olli mikilli hneykslan þegar hann ók um Lundúnaborg 2. maí 1972 í blæju- bíl sem hafði verið í eigu einræðis- herra frá Suður-Ameríku. Flestir töldu að Bowie hefði tapað glórunni þegar hann steig upp úr sæti sínu og veifaði til aðdáenda sinna með höndina útrétta upp í loftið að nasistasið. Þrátt fyrir þetta gleymdist atvikið fljótt og í raun hneyksluðust fjöl- miðlar mun meira yfir misheppn- uðum plötum hans með hljóm- sveitinni Tin Machine. Ron Wood, gítarleikari The Roll- ing Stones, komst heldur betur í hann krappan í fríi í Miami árið 1981. Nokkrir mafíósar bönkuðu þá á dyr gestgjafa hans og spurðu Ronnie hversu mikið kókaín hann hefði mest notað á einum sólar- hring. Að því búnu dreif einn mafíósinn sig inn í eldhúsið, skellti stórri krús á borðið og dreif kókaín ofan í mannskapinn. Seinna í vikunni bað mafíufor- inginn Ronnie um að stela óút- gefnum upptökum af næstu plötu Stones til að hann gæti selt þær á svörtum markaði. Þetta var tilboð sem Ronnie ákvað snarlega að hafna og dreif sig með næstu flug- vél úr landi án þess að til hans sæist. George Michael komst á forsíður slúðurblaða árið 1998 þegar hann var handtekinn fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri. Fyrrum Wham!-söngvarinn var staddur á salerni í almennings- garði í Los Angeles þegar hann sá annan mann fróa sér í einum básn- um og ákvað þá að gera slíkt hið sama. Michael til mikillar undrun- ar þá var hinn maðurinn lögga í dulargervi, sem var ekki lengi að skella poppararum í handjárn. Fljótlega eftir þetta kom Michael út úr skápnum. Madonna hefur margoft komist í fréttirnar fyrir ósæmilega hegðun. Árið 1992 þótti mörgum hún fara yfir strikið þegar hún gaf út erótísku bókina Sex. Í henni voru myndir af Madonnu í alls konar klámfengnum stellingum þar sem sadó-masókismi og vísanir í nauðganir komu meðal annars við sögu. Fréttirnar af bókinni virtust bara auka áhuga almennings og seldist fyrsta upplagið upp í 1,5 milljónum eintaka á aðeins þremur dögum. Fyrrum Bítillinn Paul McCartney steig heldur betur feilspor þegar hann gaf árið 1972 út lagið Give Ireland Back to the Irish. Samdi hann það eftir atburðina á hinum blóðuga sunnudegi í Norður- Írlandi og ákvað að gefa það út sem fyrsta smáskífulag hljóm- sveitarinnar Wings. Lagið var umsvifalaust bannað hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, en það pínlegasta var samt ein- faldur textinn sem þótti ekki kom- ast nálægt öflugum áróðri fyrrum félaga hans John Lennon í lögum á borð við Power to the People. Næsta smáskífulag Wings eftir þetta var hið saklausa barnalag Mary Had a Little Lamb. SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 7 12 16 14 12 12 16 14 14 EASTERN PROMISES kl. 8 - 10.10 THE HEARTBREAK KID kl. 6 - 8 RESIDENT EVIL 3 kl. 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 6 16 12 16 14 7 16 12 14 DARK IS RISING kl.5.50 - 8 - 10.10 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl.5.40 HALLOWEEN kl. 10.20 SUPERBAD kl.5.30 - 8 - 10.30 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10.20 DARK IS RISING kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.15 THE HEARTBREAK KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE HEARTBREAK KID LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 RESIDENT EVIL 3 kl. 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 SUPERBAD kl. 5.30 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu EASTERN PROMISES kl. 5.40 - 8 - 10.20 SYNDIR FEÐRANNA kl. 6 - 8 - 10 THE KINGDOM kl. 8 - 10.20 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST www.SAMbio.is 575 8900i i FRÁ LEIKSTJÓRA DOWNFALL OG WACHOWSKI BRÆÐRUM, HANDRITSHÖFUNDUM MATRIX. ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP! AKUREYRI ÁLFABAKKA SELFOSSI KEFLAVÍK KRINGLUNNI THE INVASION kl. 8D - 10:20D 16 THE INVASION kl. 5:30 - 8 - 10:20 ÍÞRÓTAHETJAN M/- ÍSL TAL kl. 6 L HEARTBRAKE KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:20 16 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 NO RESERVATIONS kl. 8 L CHUCK AND LARRY kl. 10:20 12 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L THE INVASION kl. 6-8:20D-10:30D 16 DARK IS RISING kl. 6 - 8 7 ÍÞRÓTAHETJAN M/- ÍSL TAL kl. 6 L IN THE LAND OF WOMEN kl. 8 - 10:10 L THE KINGDOM kl. 10:10 10 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10:10 L SUPERBAD kl. 8 12 HALLOWEEN kl. 10:20 16 ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl tali kl. 6 L THE INVASION kl. 8 - 10 16 STARDUST kl. 8 10 THE TRANSFORMERS kl. 10:20 10 THE HEARTBREAK KID kl. 8 L THE BRAVE ONE kl. 8 16 3:10 TO YUMA kl. 10:20 16 HALLOWEEN kl. 10:20 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 EASTERN PROMISES kl. 5.45, 8 og 10.15 16 THE HEARTBREAK KID kl. 5.45, 8 og 10.15 12 3:10 TO YUMA kl. 8 og 10.30 16 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Fyrst þegar ég sá Warhawk á E3 2006 var ég ekki alveg viss hvað ég átti að halda. Þetta var einn af fyrstu leikjunum sem ég sá nota Sixaxis-stjórnun Sony. Það virkaði eitthvað svo skrítið að fljúga svona um, en eftir að hafa spilað lokaútgáfu leiksins hefur álit mitt breyst algerlega. Eftir að hafa upplifað fyrsta stóra bardagann á netinu hverfa allar efasemdirnar um leikinn. Leikurinn er hraður og skemmti- legur og býður upp á fjölbreytta spilun og stjórnun. Ég var sérstak- lega hrifinn af því að maður getur valið hvernig stjórnun maður hefur ef maður er fótgangandi, fljúgandi eða á farartæki á jörðu niðri. Með þessu má fá góðan valkost um stjórnun. Í netleikjum er jafnvægi gríðar- lega mikilvægur hlutur, og það er ekki auðvelt í leik eins og Warhawk þar sem fólk er fótgangandi, með alls konar brjáluð vopn. Maður er með fólk á jeppum með stórskota- byssur. Síðan er bætt við þetta springandi skriðdrekum og fljúg- andi um himininn eru Warhawk- vélarnar á fullri ferð að skjóta hverja aðra niður og hvern sem verður í vegi þeirra. Warhawk nær þessu jafnvægi. Vegna þessara mismunandi leiða til að berjast munu flestir dást að Warhawk-vélunum og hvernig má svífa um himininn á þeim. Það er hægt að stjórna vélinni á tvenna vegu, með beinu flugi eða svifi. Hægt er að gera alls konar listir í loftinu, bæði til að heilla fólk á jörðu niðri og til að reyna að hrista af sér eldflaugina sem besti vinur manns var að enda við að senda á mann. Vilji maður gera árás á jörðu niðri er auðvelt að smella á einn takka og þá hagar Warhawk-vélin sér ekki ólíkt breskri Harrier-þotu. Leikurinn býður upp á nokkra fjölbreytni í leikjatýpum, það er hið klassíska: Deathmatch, Team Death- match, Ctf, Dogfight og síðan Zones. Leikurinn skartar fimm borðum. Við fyrstu sýn virðist þetta vera dálítið lítið, en þegar er tekið tillit til að borðin geta breyst eftir hve margir eru að spila á því eða hvaða leikjategund er spiluð breytist þetta fljótt. Svifið um á Warhawk

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.