Fréttablaðið - 29.10.2007, Blaðsíða 47
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Við, þessir gömlu, erum
neyddir til að hlusta á FM 95,7.
Strákarnir eru að gera okkur
hina vitlausa. Ef við fengjum að
ráða myndum við hlusta á Gull-
bylgjuna eða Rás 2. Bítlarnir og
Stones eru bestir. Það eru fáir
sem slá þeim við.“
Björgvin Halldórsson og Frostrós-
ir munu berjast um að koma lands-
mönnum í jólaskapið í ár. Jólatón-
leikar Frostrósa verða haldnir í
Laugardalshöllinni í byrjun
desember og þegar hefur verið til-
kynnt um jólatónleika Björgvins á
sama stað 8. desember.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins ætla tónleikahaldarar
Frostrósa með Samúel Kristjáns-
son fremstan í flokki að bjóða
gestum frá því í fyrra upp á sér-
stakan forsöluafslátt en eins og
Fréttablaðið greindi frá í fyrra
urðu töluverð læti vegna tónleik-
anna vegna þess að sýnt þótti að
bókað hefði verið oft í sömu sætin
og svo þótti hljómburðurinn ekki
upp á marga fiska.
Hins vegar gengu upptökur á
Evrópsku dívunum í Hallgríms-
kirkju vonum framar og verða
þeir tónleikar sýndir á tíu
stórum sjónvarpsstöðvum
fyrir þessi jól auk þess sem
stór útgáfurisi mun dreifa
upptökunum. Í ár verður
hins vegar hafður sá háttur
á að útrásarverk-
efninu og tónleik-
unum verður
haldið aðskild-
um og þannig
verða sjón-
varpstónleik-
arnir til að
mynda tekn-
ir upp í haust
en tónleikarnir
verða á sínum stað
í Laugardalshöll-
inni í byrjun
desember.
Íslensku dívurnar verða að
þessu sinni í aðalhlutverki og
verða þær Margrét Eir og Aðal-
heiður Ólafsdóttir ásamt Reg-
ínu Ósk og Heru fremstar í
flokki. Þær verða þó ekki einar
á sviðinu því fjöldi gesta leggur
þeim lið. Samúel sagði í samtali
við Fréttablaðið að hann
gæti lofað því að þessir
tónleikar yrðu með þeim
glæsilegustu í sögu
Frostrósa og ekki van-
þörf á, enda Bó ekkert
lamb að leika sér við.
Hörð barátta Bó og Frostrósa um jólin
„Ég fékk þessa hugmynd fyrir um
hálfu ári, þetta eru uppáhaldsþætt-
irnir mínir,“ segir María Hjálmars-
dóttir. Hún leggur stund á við-
skiptafræði í Sønderborg í
Danmörku og fékk leyfi til þess að
gera það að lokaverkefni sínu að
koma uppáhaldsgamanþáttunum
sínum ytra, Klovn, á dagskrá hér-
lendis. „Verkefnið er í raun ferlið
að koma þáttunum á dagskrá hér og
svo undirbúningur á sölu DVD
diska á næsta ári. Það var alls ekki
auðsótt mál að fá að gera þetta. Þrír
leiðbeinendur sögðu nei og töldu að
of erfitt yrði að gera þetta að fræði-
legri ritgerð. En loks fékk ég það í
gegn hjá einum sem elskar þættina
sjálfur. Ég geri þetta fræðilegt með
því að bera saman danskan og
íslenskan húmor.“ Maríu tókst ætl-
unarverk sitt og fékk RÚV til þess
að kaupa fyrstu þáttaröðina. „Það
er frábært af því að hingað til hefur
RÚV bara sýnt danska drama-
þætti.“ Þættirnir hafa fengið nafn-
ið Trúður á íslensku en fyrsti þátt-
urinn er á dagskrá RÚV
næstkomandi fimmtudagskvöld.
„Þættirnir eru byggðir upp eins og
raunveruleikasjónvarp og nöfn
persónanna eru þau sömu og leik-
aranna. Þeir eru líka duglegir að fá
danskar stjörnur á borð við Mads
Mikkelsen og Michael Laudrup til
að leika sjálfa sig. Þetta er kol-
svartur húmor sem á líklega eftir
að sjokkera marga. En ég er þegar
búin að gera samanburðarrann-
sóknir á húmornum hér og í Dan-
mörku bæði með eldra og yngra
fólki. Viðtökurnar hafa verið miklu
betri en ég bjóst við og í könnunum
hafa 100 prósent aðspurðra svarað
því að þetta sé húmor sem henti
Íslendingum.“
Seldi RÚV uppáhaldsþáttinn sinn
Salerni með
hæglokandi setu
kr. 9.900.-
Skútuvogi 4 - s. 525 0800
Baðdeild Álfaborgar
„Það var virkilega gaman að hitta
strákinn loksins enda er ég búinn
að hugsa mikið til hans eftir að ég
sá hann í fréttunum,“ segir hand-
boltakappinn Sigfús Sigurðsson
um hinn unga og efnilega Hilmar
Andra Hilmarsson. Hilmar Andri
brenndist illa á andliti og hönd-
um fyrir nokkru síðan og
vakti mikla athygli í Kast-
ljósi Sjónvarpsins þar sem
hann sagði skýrt og skil-
merkilega frá örlagadegin-
um og eftirmálum hans.
„Þetta er virkilega klár
strákur sem virðist
vera jarðbundnari en
margir á hans aldri,“
segir Sigfús sem
ákvað að fá liðs-
menn handboltalandsliðsins til
þess að árita landsliðstreyju
handa Hilmari Andra og færði
honum hana á föstudag ásamt
þremur miðum á landsleikinn
daginn eftir. „Mér fannst eigin-
lega skylda okkar að gera eitthvað
fyrir Hilmar eftir að ég sá
hann í sjónvarpinu. Hann
sýndi hetjulega hegðun eftir
slysið.“
Hilmar Andri var að
vonum ánægður með heim-
sóknina og treyjuna þótt hann hafi
að eigin sögn engan sérstakan
áhuga á handbolta. „Það var mjög
gaman að sjá Sigfús. Ég hef samt
aldrei haft neinn sérstakan áhuga
á handbolta en það breytist kannski
núna. Ég ætla að fara á landsleikinn
en held að ég hafi bara einu sinni
farið á handboltaleik áður. Það var
í Ólafsvík.“ Hann segist þó ekki
taka aðrar íþróttir fram yfir hand-
boltann nema þá helst júdó. „Ég
hef heldur engan áhuga á fótbolta
en var að byrja að æfa júdó. Það
gengur bara vel.“ Hilmar Andri er
nýfluttur á Selfoss ásamt fjöl-
skyldu sinni og segir að sér líki
vel. „Það er fínt að vera hérna –
bara svolítið mikil rigning.“