Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 10
10 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR A R G U S 0 7 -0 9 3 7 Viðskiptavinir, sem greiða með korti frá SPRON, fá 20% afslátt af miðaverði á myndina 20% afsláttur af miðaverði Skrifstofuvörur - á janúartilboði R V U N IQ U E 0 1 0 8 0 2 Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is 148 kr. stk. Bréfabindi A4, 8 cm kjölur VINNUMARKAÐUR Fangelsisyfirvöld hafa ekki fengið fjárveitingar til að geta greitt föngum sem hverj- um öðrum launþegum, staðið skil á sköttum og veitt þeim þau félags- legu réttindi sem þeim ber. Þetta segir Valtýr Sigurðsson fangelsis- málastjóri. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að greiðslur fyrir vinnu fanga beri að færa til þess horfs að þær sam- rýmist skattalögum. Valtýr segir að flókið sé að gera 250 manns, sem komi inn í fangelsin á ári og fái þar tekjur, að ríkisstarfsmönn- um. „Það þarf að gæta sérstaklega að persónuvernd þannig að ekki sé hægt að tengja nöfn mannanna við fangelsi. Ráða þarf að minnsta kosti einn og hálfan starfsmann til að annast þessar launagreiðslur og skattameðferð og hækka laun fanga, ekki síst vegna launatengdra gjalda. Þetta er kostnaður upp á 15- 20 milljónir á ári,“ segir hann. Valtýr bendir á að með því að líta á þóknun fanga sem undanþegna skatti, eins og sé á hinum Norður- löndunum, geti makar nýtt per- sónuafslátt fanga. „Ekki hefur náðst að breyta skattalögum í þá átt að gera þókn- un fanga undanþegna skatti. Þetta hefur verið vitað í mörg ár og verið reynt að fá ríkisskattstjóra til að fara í þessa lagabreytingu og sam- þykkja hana en það hefur strandað á fjármálaráðuneytinu, síðast núna í haust,“ segir Valtýr og bætir við að reynt hafi verið að mæta félags- legum réttindum fanga jafnóðum og slík mál hafi komið upp, t.d. varðandi slysatryggingar. Magnús Einarsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að fangar fagni niðurstöðu Umboðs- manns Alþingis. „Réttindum fanga er ábótavant. Þó svo að Umboðsmaður Alþingis hafi gert athugasemdir við þetta þá búumst við ekki við stórvægilegum breytingum á næstunni en við fögnum þessari umræðu. Þannig öflum við okkur réttinda,“ segir hann. Magnús bendir á að það geti komið sér mjög illa fyrir fanga sem losna úr fangelsi að hafa ekki náð að safna neinum réttind- um, til dæmis hjá stéttarfélögum og í lífeyrissjóðum. Þeir verði í raun að byrja frá grunni þegar þeir losna úr fangelsi. ghs@frettabladid.is RÁÐA ÞARF STARFSMENN „Ráða þarf að minnsta kosti einn og hálfan starfsmann til að annast þessar launagreiðslur,“ segir Valtýr Sigurðsson fangelsismála- stjóra. Fjárveiting ekki fengist Fangar hafa ekki notið sömu starfsréttinda og aðrir launamenn þar sem fangelsisyfirvöld hafa ekki fengið fjárveitingu til þess. Valtrýr Sigurðsson fang- elsismálastjóri segir flókið að breyta kerfinu. FLÓKIN FRAMKVÆMD Umboðsmaður Alþingis telur vinnu fanga verða að samrýmast skattalögum þannig að þeir greiði skatta og njóti félagslegra réttinda. BOLUNGARVÍK Bæjarstjórn Bolungar víkur lýsir í bókun sinni yfir miklum vonbrigðum með að einungis tvær milljónir af einum milljarði mótvægisaðgerða ríkis- stjórnarinnar skuli koma í hlut Bolungarvíkur. Fjármagnið er ætlað til við- halds opinberra bygginga en Bol- víkingar segja rót vandans vera að þar sé hlutfallslega lítið af hús- næði í eigu ríkisins. „Auðvitað á að útdeila þessum peningum til viðhalds á húsum í eigu sveitarfélaga því þá ertu kominn í mótvægisaðgerðir,“ segir Grímur Atlason, bæjar- stjóri í Bolungarvík. „Það er bara verið að laga hús í eigu ríkisins og með þessari formúlu eru sum sveitarfélög að fá mörg hundruð milljónir á meðan önnur sveitar- félög fá fimmtíu þúsundkalla.“ Grímur segir mótvægis aðgerðir snúast um að koma til móts við þau sveitarfélög sem eru í vanda. „Það er hrein móðgun við okkur að tengja þessar aðgerðir við þorskveiðar. Það er svo illa komið fram við þessi sveitarfélög að ríkis stjórnin ætti að skammast sín.“ Skorar Bæjarstjórn Bolungar- víkur á ríkisstjórnina að veita auknum fjármunum til minni sveitarfélaga og bæta þannig upp hluta þess tekjutaps sem sveitar- félögin verða fyrir vegna niður- skurðar á kvóta. - ovd Bæjarstjórn Bolungarvíkur vill sjá réttlátari skiptingu fjármuna: Ósáttur við beiska jólagjöf BOLUNGARVÍKURKAUPSTAÐUR Bolungar- vík fær tvær milljónir af mótvægis- aðgerðum ríkisstjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞUNG ÁTTA Fílefldir menn báru risavaxna „áttu“ yfir Times Square í New York í Bandaríkjunum. „Áttan“, sem vegur 227 kíló, er hluti af skilti sem markar ártalið 2008 og verður uppljómað þegar klukkan slær tólf á miðnætti á gamlárskvöld. NORDICPHOTOS/AFP AKUREYRI Nýverið styrkti Saga Capital Fjárfestingarbanki Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) til kaupa á nýjum og fullkomnum beinþéttnimæli. Eldri mælir sjúkrahússins er óstarfhæfur vegna bilana og hafa Norðlendingar þurft að fara til Reykjavíkur í mælingar. Kostnaður við nýjan beinþéttni- mæli er áætlaður um tíu milljónir króna en í haust hratt FSA í samvinnu við Beinvernd af stað fjáröflunarherferð til söfnunar á nýjum mæli. Styrkur Saga Capital er upp á tvær milljónir króna. - ovd Saga Capital styrkir FSA: FSA fær nýjan beinþéttnimæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.