Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 12
12 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR fréttir og fróðleikur Svona erum við > Kvenkyns lögreglumenn HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Fj öl di 77 8275 98 2003 2004 2005 2006 Nýr sendiherra Frakklands, Olivier Mauvisseau, segir gamla ósk hafa ræst er hann var skipaður í stöð- una. Hann segir franska herinn og frönsk stjórnvöld líta á þátttöku í eftirliti með lofthelginni hérlendis sem kærkomið tækifæri til að auka tengslin við Ísland. Fyrstu orrustuþoturnar sem hafa munu bækistöðvar á Keflavíkur- flugvelli eftir að þær bandarísku hurfu þaðan sumarið 2006 verða franskar. Frönsk flugsveit mun í vor stunda æfingar og eftirlit í íslenzku lofthelginni um nokkurra vikna skeið, innan ramma sam- komulags um lofthelgieftirlit sem Ísland hefur gert við NATO. Þar sem það er söguleg nýlunda að franskar herþotur athafni sig á Íslandi er Mauvisseu fyrst spurð- ur hvort koma þeirra endurspegli nýja stefnu af hálfu Frakklands- stjórnar; hvort hún sé með því að senda þoturnar hingað að leita eftir virkara samstarfi við Íslend- inga um öryggis- og varnarmál? Áhugi á öryggi norðurslóða „Þegar Ísland kom fyrst fram með boðið innan NATO um að NATO- þjóðir sendu flugsveitir til þátt- töku í lofthelgieftirliti og æfing- um á Íslandi frá og með vorinu 2008 vakti það strax mikinn áhuga innan franska hersins. Að því komst ég þegar ég fór á fundi í ráðuneytum og í höfuðstöðvum hersins í París eftir að ákveðið hafði verið í haust að ég tæki við sem sendiherra í Reykjavík,“ svarar Mauvisseau. „Allir viðmælendur mínir, bæði í höfuðstöðvum hersins, í varnar- málaráðuneytinu og á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, höfðu orð á því hversu áhugavert þetta væri, bæði hernaðarlega og sem tækifæri til að eiga skoðana- skipti við Íslendinga um öryggis- mál á Norður-Atlantshafssvæð- inu,“ segir sendiherrann. „Þeir voru sem sagt bæði áhugasamir um hernaðarlegan þátt verkefnis- ins og hið pólitíska samráð sem því fylgir.“ Spurður hvort bráðnun heim- skautsíssins og horfurnar á auk- inni skipaumferð um norðurslóðir og nýju kapphlaupi um auðlindir í Norðurhöfum eigi þátt í þessum áhuga franskra stjórnvalda svarar Mauvisseau að vissulega sé það svo. „Við Frakkar látum okkur þetta sjálfsagt minna varða en þær þjóðir sem næst liggja Norður- höfum, svo sem Norðurlönd, Kan- ada, Rússland, jafnvel Bretland, en afleiðingar loftslagsbreytinga eru mjög í brennidepli umræð- unnar í Frakklandi sem endur- speglast meðal annars í þeirri nýju áherzlu sem Sarkozy forseti hefur boðað á umhverfismál. (...) Við deilum þessum áhyggjum,“ segir Mauvisseau. Rótgróinn Íslandsáhugi Spurður hvað hafi orðið til þess að hann leitaði eftir því að verða sendiherra í Reykjavík svarar Mauvisseau á lýtalausri íslenzku: „Það er löng saga.“ Hann hafi alizt upp í Suður-Frakklandi og strax á æskuárum fengið mikinn áhuga á löndum sem voru hvað ólíkust heimahögum hans. Þannig hafi hann fengið áhuga á Norðurlönd- um, einkum á menningu og tungu Norðurlandaþjóðanna, sem hafi vaxið og dafnað frá þeim tíma. Í fyrstu Íslandsheimsóknina kom Mauvisseau fyrir nærri þremur áratugum, árið 1978, en þá var hann enn í námi. Hann kveðst hafa heimsótt landið oftsinnis síðan og á þeim tíma sem hann þjónaði í sendiráði Frakka í Ósló fyrir um fimmtán árum hafi hann bæði lært vel norsku en gert sér jafnframt far um að læra íslenzku, af persónulegum áhuga. Þá kunn- áttu hyggst hann bæta enn, nú þegar hann er orðinn sendiherra hér. „Þegar ég kom hingað fyrst árið 1978 hefði ég ekki getað ímyndað mér að 30 árum síðar yrði ég sendiherra lands míns hér. En þeim mun ánægjulegra þykir mér að það skuli vera raunin. Það er virkilega eitthvað sem er mér per- sónulega dýrmætt,“ segir hann. Óskar sér nánari samskipta Mauvisseau segist stoltur af þeirri staðreynd að Frakkar hafa haft sendiráð á Íslandi allt frá stofnun lýðveldisins; þjóðirnar tvær eigi sér mjög langa og farsæla sögu tvíhliða samskipta. En hann segist samt myndu óska sér að tengslin væru enn nánari. „Hvað stjórnmálatengsl varðar myndi ég óska mér að sjá nánari samskipti milli ráðamanna. Franskur forseti hefur til að mynda ekki komið hingað í opin- bera heimsókn síðan Francois Mitterrand gerði það árið 1991,“ bendir hann á. Að sínu mati séu mörg svið þar sem þjóðirnar tvær geti eflt sam- skiptin. „Við höfum nefnt öryggis- og varnarmál, en ég tel okkur hafa fullt erindi til að efla tengslin á sviðum eins og sjávarútvegsmál- um, viðskiptum og ferðamálum, svo dæmi séu nefnd, auk Evrópu- mála, auðvitað. Frakkar munu fara með formennskuna í Evrópu- sambandinu á síðari árshelmingi 2008 og vonumst við til góðra skoðanaskipta um þau mál við íslenzk stjórnvöld,“ segir hann og bætir við að menningarhátíðin „Franskt vor“ sem efnt var til hér í vor sem leið sé dæmi um við- burði sem efla menningartengsl þjóðanna. Tækifæri til efldra tengsla OLIVIER MAUVISSEAU Nýr sendiherra Frakka er sannkallaður Íslandsvinur sem oft hefur komið hingað til lands síðan árið 1978. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TIL KEFLAVÍKUR Mirage 2000-orrustu- þota franska flughersins, en slíkar vélar verða væntanlega í frönsku flugsveitinni sem í vor ríður á vaðið með lofthelgi- eftirlit í nafni NATO hér á landi. NORDICPHOTOS/AFP „Ég hef ekki hugmynd um það út frá hverju þeir ganga,“ segir Árni Berg- mann um ákvörðun tímaritsins Time að velja Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta mann ársins. „Ég var að horfa á heimildarmynd um feril Pútíns og það var sýnt hvernig menn umgangast hann með lotningu og vinsemd. Það er aðallega vegna þess hvað hann situr á miklu gasi og mikilli olíu. Þannig að þetta er aðallega hylling til olíukóngs- ins Pútín. Í raun og veru felst styrkur Pútíns, bæði innanlands og utan, í því hvernig hann hefur endurheimt undir ríkið yfirráð yfir olíuiðnaðinum og hvernig hann hefur notað þau yfirráð til að fóðra þá auðkýfinga sem honum eru vinsamlegir. Hann hefur notað olíuyfirráðin til að gera Rúss- land sterkara í hinu alþjóðlega tafli. Olíuverð hefur hækkað og því eru Rússar betur settir í alþjóðaviðskipt- um en áður. Menn hafa alltaf falleg orð um lýðræði og mannréttindi, en þegar verið er að velja svona mann sem mann ársins snýst það meira um hvort hann situr á olíu eða ekki. Menn rífa ekki kjaft út af mannréttindum nema við þá sem lítils mega sín.“ SJÓNARHÓLL VLADIMÍR PÚTÍN, MAÐUR ÁRSINS Hylla olíu- kónginn Pútín ÁRNI BERG- MANN Rithöfundur [Frakkar eru] bæði áhuga- samir um hernaðarlegan þátt verkefnisins og hið pólitíska samráð sem því fylgir. OLIVIER MAUVISSEAU SENDIHERRA FRAKKLANDS Um tvö hundruð lítrar af efni sem innihélt saltpéturs sýru að 53 prósentum lak úr tanki á Hesthálsi fyrir viku. Slökkviliðið hafði mikinn viðbúnað vegna slyssins og menn í eitur- efnabúningum unnu í talsverðan tíma við að hreinsa upp efnið. Hvað er saltpéturssýra? Saltpéturssýra heitir á fræðimáli vetnisnítrat og hefur efnaformúluna HNO3. Hrein salt- péturssýra er litlaus vökvi, sem verður að föstu efni við 42 gráðu frost. Saltpéturssýra litast gul eða rauð við upplausn natríum- díoxíðs í henni. Saltpéturssýran var uppgötv- uð um aldamótin 800 af arabíska efnafræð- ingnum Abu Musa Jabir ibn Hayyan. Í hvað er saltpéturssýra notuð? Sýran er meðal annars talsvert notuð á tilraunastofum. Hún er notuð í sprengiefni, svo sem nítreóglysserín og TNT. Þá er hún notuð í áburðarframleiðslu, við að hreinsa og leysa upp málma, seld til nota í hreinsivörur og nýtt til að hreinsa matvæla- og mjólkurframleiðslu. Þegar hún blandast saltsýru (HCl) er hún eitt fárra efna sem geta leyst upp gull og platínu. Þá er hún notuð við litagreiningu á heróíni og morfíni. Er hún hættuleg? Já, saltpéturssýra er varasöm í meira lagi. Hún er eitruð og mjög ætandi og getur valdið fólki alvarlegum brunasárum. Þá getur kviknað í saltpéturs- sýru ef hún kemst í samband við ýmis lífræn efni, svo sem terpentínu. FBL-GREINING: SALTPÉTURSSÝRA Mikið notuð í sprengiefni FRÉTTAVIÐTAL AUÐUNN ARNÓRSSON audunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.