Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 27. desember 2007 35 SAFN Samtímalistasafnið lokar dyrum sínum um óákveðinn tíma nú á sunnu- dag. Það verður sannarlega sjónar- sviptir að samtímalistasafninu Safni sem verður lokað nú um áramótin. Safn verður opið í dag og á morgun frá kl. 14-18 og um helgina frá kl. 14-17. Sunnudagur verður reyndar sá síðasti áður en Safn lokar dyrum sínum um óákveðinn tíma. Tregi fyllir hjörtu listáhuga- fólks á tímamótum sem þessum, en þó má ávallt horfa til fram- tíðar með nokkurri bjartsýni og vona að íslensk samtímamyndlist haldi áfram að vaxa og dafna á komandi ári landi og þjóð til sóma og ómældrar ánægju. - vþ Síðustu opn- unartímar Safns TORFBÆR Helstu híbýli Íslendinga árum saman. Í ritröðinni Skýrslur Þjóðminja- safns Íslands er komin út skýrslan Á tímum torfbæja – Híbýlahættir og efnismenning í íslenska torfbænum frá 1850. Skýrslan er eftir dr. Önnu Lísu Rúnarsdóttur. Í skýrslunni kynnir Anna Lísa niðurstöður verkefnis sem hún vann í rannsóknarstöðu dr. Kristjáns Eldjárns. Á tímum torfbæja fjallar um búsetulok í torfbænum og þá þróun sem varð á tímabilinu frá því um 1850 til miðrar tuttugustu aldar, þegar búsetu var að mestu hætt í þessari tegund húsa. Sérstaklega er fjallað um fimm torfbæi sem eru í húsasafni Þjóðminjasafnsins: Burstafell, Galtastaði fram, Selið í Skafta- felli, Núpsstað og Keldur. Tekið er á viðfangsefninu út frá sjónarhóli íbúanna og meðal annars byggt á viðtölum við fólk sem bjó á þessum bæjum. Þróun torfbæjanna er sett í samhengi við ýmsa samfélagslega þætti, svo sem gestagang, og einnig við þróun efnismenningar á þessum tíma, en segja má að um nokkurs konar iðnbyltingu heimilanna hafi verið að ræða. - vþ Menning torfbæjanna Hin geysivinsæla sýning á Óvitum mun víkja af sviði Leikfélags Akureyrar á morgun til að rýma fyrir Fló á skinni. Uppselt hefur verið á allar sýningar til þessa en síðasta sýning í bili verður annað kvöld, 28. desember. Þá er aðsóknar met hjá LA fallið en nú hafa fleiri séð Óvita á Akureyri en Fullkomið brúðkaup, sem var vin- sælasta sýning LA frá upphafi. Áhorfendur verða þá orðnir rúm- lega 12.000. Reyndar verður Full- komið brúðkaup áfram aðsóknar- mesta sýning LA í heild sinni, því auk tæplega 12.000 gesta á Akur- eyri sáu um 14.000 gestir sýning- una í Reykjavík. Óvitar víkja nú en stefnt er að útgáfu sýningar- innar á DVD fyrir páskana og sýn- ingin snýr aftur á svið Samkomu- hússins í september 2008. Leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur var frumsýnt hjá LA 15. septem- ber sl. í leikstjórn Sigurðar Sigur- jónssonar. Jón Ólafsson samdi nýja tónlist við verkið við texta Davíðs Þórs Jónssonar. 18 börn taka þátt í sýningunni og leika við hlið fullorðinna leikara. Stefna LA er að sýna hvert verk þétt í stuttan tíma og tryggja þannig að staðið sé við sýninga- áætlun hvers leikárs. Þess vegna var ákveðið að taka Óvita af fjöl- unum nú þótt enn sé glimrandi aðsókn. Því verður gamanleikur- inn Fló á skinni frumsýndur 8. febrúar og sýndur fram á vor eins og að var stefnt. LA státar af stór- um hópi kortagesta sem þegar hafa keypt miða á sýningar á Fló á skinni og því þótti ekki boðlegt að fresta gamanleiknum langt fram á vor eða jafnvel til næsta hausts. - pbb Framhaldslíf Óvita LEIKLIST Enn vex vegur Óvita og spurning hvenær þeir koma á svið í Reykjavík, en á Akureyri verða þeir aftur næsta haust. Mikilvægasta máltíð dagsins ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 4 04 70 1 2/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.