Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 22
22 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu. Munum eftir útiljósunum ! Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins UMRÆÐAN Hagur aldraðra Hagstofa Íslands birti hinn 18. desem-ber niðurstöðu nýrrar neyslukönnun- ar um útgjöld heimilanna í landinu. Sam- kvæmt henni nema meðaltalsútgjöld einstaklinga (einhleypinga) til neyslu 226 þúsund krónum á mánuði. 8,1% hækkun neysluverðs sem átt hefur sér stað frá því könnunin var gerð meðtalin. Skattar eru ekki meðtaldir í neyslukönnun Hagstof- unnar. Samkvæmt eldri neyslukönnun sem birt var 15. desember 2006 námu neysluútgjöld einstaklinga 210 þúsund krónum á mánuði með verðlagshækkun. Þetta er eina marktæka könnun- in yfir neysluútgjöld landsmanna. Miðað við þessa könnun eru neysluútgjöld eldri borgara einhleyp- inga að lágmarki 226 þúsund á mánuði til jafnaðar. Þar sem skattar eru ekki innifaldir í þessari tölu vantar talsvert á að þessi upphæð dugi til fram- færslu eldri borgara. En lífeyrir eldri borgara (einhleypinga) frá almannatryggingum nemur aðeins 126 þúsund krónum á mán- uði fyrir skatta eða 113 þúsund eftir skatta. Það vantar því rúmlega 100 þús- und krónur á mánuði upp á að þessi upp- hæð trygginganna dugi til framfærslu. Þegar framangreindar tölur liggja fyrir er alveg óskilanlegt hvers vegna ekki var tilkynnt hækkun á lífeyri aldraðra frá TR um leið og tilkynnt var að draga ætti úr tekjutengingum. Væntanlega ætlar núverandi ríkisstjórn ekki að fylgja sömu stefnu í lífeyrismálum aldraðra og fyrri ríkisstjórn gerði. Það varð að draga hverja krónu fyrir aldraða út úr fyrri ríkis stjórn með töngum. Samfylkingin lýsti því yfir fyrir síðustu þingkosningar að hún vildi að líf- eyrir aldraðra mundi fylgja neyslukönnun Hag- stofunnar og leiðréttast í áföngum upp í þá fjár- hæð sem sú könnun sýndi hverju sinni. Væntanlega mun Samfylkingin reyna að fylgja þessari stefnu sinni. Höfundur situr í stjórn 60+. Neysluútgjöld eldri borgara BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Þegar föðuramma mín og afi stofnuðu heimili í Þingholtun- um í Reykjavík við upphaf heimastjórnar 1904, voru þjóðartekjur á mann á Íslandi svipaðar og þær eru nú í Gönu, fyrsta sjálfstæða Afríkulandinu (1957). Amma mín eignaðist sex börn, en meðalfjöldi barnsfæð- inga á hverja konu hafði að vísu minnkað úr sex um 1860 í fjórar um 1900. Og fjögur börn á hverja konu voru meðaltalið á Íslandi jafnvel 1960 eins og í Gönu á okkar dögum, svo að munurinn á Íslandi og Gönu að þessu leyti er ekki nema hálf öld eða þar um bil. Það tók Gönu innan við hálfa öld að fækka barnsfæðingum á hverja konu um þrjár, úr sjö í fjórar. Það tók Ísland hálfa aðra öld, frá 1860 til dagsins í dag, að fækka fæðing- um á hverja konu um þrjár, úr fimm í tvær. Langar ævir í litlum fjölskyldum Gana hefur að sönnu dregið meira úr fólksfjölgun en mörg önnur Afríkulönd. Meðalfjöldi fæddra barna á hverja konu í Afríku sunnan Sahara hefur minnkað úr tæpum sjö 1960 í rösk fimm 2005. Þessi meðaltöl leyna talsverðum mun á frjósemi í einstökum löndum. Á Máritíus í miðju Indlandshafi er fólksfjölg- unin komin niður í tvö börn á hverja konu líkt og hér heima á móti næstum sex 1960. Í Botsvönu eignast hver kona nú þrjú börn að meðaltali, ekki sjö eins og 1960. Það er engin tilviljun, að Máritíus og Botsvana búa við mestar tekjur á mann í allri Afríku. Öðrum miðar hægar. Í Keníu eignast hver kona nú fimm börn, ekki átta eins og 1960, og í Malaví og Tansaníu sex börn frekar en sjö. Færri börn eru framför í fátækum löndum, því að barn- margar fátækar fjölskyldur hafa ekki efni á að senda þau öll í skóla. Fjölskyldur með færri börn – segjum tvö eða þrjú – eru betur í stakk búnar að bjóða öllum börnum sínum og ekki bara elzta syninum góða mennt- un og opna þannig fyrir þeim öllum glugga og gættir, sem annars kynnu að standa lokaðar. Þá sitja öll börn við sama borð, og ekkert þeirra þarf að fara alls á mis. Hægari fólksfjölgun helzt þannig í hendur við meiri og betri menntun, betri líðan og lengri ævir. Sífellt fleira fólk um allan heim tekur langar ævir í litlum fjölskyldum fram yfir stuttar ævir í stórum fjölskyldum. Í Gönu hefur ævi heimamanna lengzt um röska þrjá mánuði á ári síðan 1960, eða úr 46 árum 1960 í 58 ár 2005. Í Afríku hefur framförin verið hægari á heildina litið: þar hefur meðal- ævin lengzt úr 41 ári 1960 í 47 ár 2005. Ævilíkur Afríkumanna fara nú aftur vaxandi, en þær fóru minnkandi eftir 1990 einkum af völdum eyðniveirunnar. Skyggni ágætt Ef Ísland ömmu minnar og afa við upphaf heimastjórnar var á svipuðu hagþróunarstigi og Gana er nú, hvar stóðum við þá í stríðslok 1945? Þá voru þjóðar- tekjur á mann á Íslandi svipaðar og þær eru nú í Namibíu. 1960? Þá stóðum við í sömu sporum og Botsvana nú. Þar eru þjóðartekj- ur á mann nú um þriðjungur tekna á mann hér heima, og hér hafa tekjur á mann ríflega þrefaldazt frá 1960. Til þeirrar þreföldunar þurfti minni hagvöxt en margur skyldi halda: tekjur á mann uxu hér um 2,8 prósent á ári 1960-2005. Við hefðum getað vaxið hraðar. Gana hefur nú haft hálfa öld til að leysa sig undan oki ævagamallar fátæktar. Það hefur fólkinu þar ekki enn tekizt nema að litlu leyti. Hvað þarf til þess? Aðeins röskur fjórðungur fullorðinna Afríkumanna kunni að lesa og skrifa 1970. Nú kunna þrír af hverjum fjórum fulltíða Afríkumönnum að lesa og skrifa, en það er ekki nóg. Ólæsinu þarf að eyða til fulls, svo að enginn sé skilinn út undan. Nær allir Íslendingar voru læsir við upphaf heimastjórnar. Með almennu læsi ætti Afríka að geta tekið stórstígum framförum á stuttum tíma líkt og við gerðum. Hvort þarf að koma á undan, hægari fólks- fjölgun eða aukin menntun? Svarið er: þetta tvennt helzt í hendur, og hitt kemur af sjálfu sér. Fátæktin flýr undan almennri hagsæld. Engin fulllæs og fullvalda þjóð lætur bjóða sér almenna fátækt til langframa. Saga Íslands ber vitni, lifandi fjölskyldusaga. Amma mín giftist í Gönu, steig aldrei fæti á erlenda grund og dó í Suður- Afríku. Sjálfur sleit ég barns- skónum í Botsvönu, þar sem tekjur á mann eru nú fimm sinnum meiri en í Gönu. Botsvana sigldi fram úr Gönu 1965 og er enn á fleygiferð. Þegar Ísland var Afríka Í DAG | Framför Íslands ÞORVALDUR GYLFASON Færri börn eru framför í fá- tækum löndum, því að barn- margar fátækar fjölskyldur hafa ekki efni á að senda þau öll í skóla. E ekki er til nein ákveðin formúla um það hvernig fólk skal haga sér. Mannveran er einstök í því hvernig hún aðlag- ast breytingum og við öll tilheyrum mannkyninu, þrátt fyrir að hafa ólíkan skilning á því hvað það þýðir að vera maður, eða kona. Helsta ógnin við fjölbreytileikann, sem ætti að fagna, er þegar einstaklingar eru settir í form staðalímynda, þaðan sem þeir eru heftir, skilgreindir út frá því hvað þeir eiga að vera en ekki hvað þeir eru í sann. Í allri jafnréttisbaráttu hefur verið barist gegn þessum staðal- ímyndum, því þær halda fólki frá því að þroskast í þá einstaklinga sem það getur orðið. Það skiptir ekki máli fyrir hvers konar jafn- rétti er barist. Um þá sem hallar á er ætíð hægt að finna neikvæða orðræðu sem, á einhvern hátt, á að halda þeim niðri. Í jafnréttisbaráttunni er hægt að líta til einfaldra hluta sem bar- ist er fyrir; eins og að konur hafi frekari hlutverkum að gegna en að vera dætur, eiginkonur og mæður. Að móðureðlið sé ekki nátt- úrulegt og öllum gefið. Að ungar konur sem séu að eignast börn í fyrsta sinn hafi ekki meðfædda þekkingu á því hvernig eigi að bera sig að. Með þekkingu á því hvernig orðræðan getur bundið fólk í fjötra uppgötvaðist ekki einungis hvernig hópum með lítil völd var haldið niðri með skilgreiningum og staðalímyndum að vopni, heldur einnig hvernig svona skilgreiningar hafa fjötrað meðalkarlmanninn. Það fer eftir tíðarandanum hvernig við skiljum hvað er falið í karlmennskunni. Karlmaðurinn þarf ekki lengur að vera nægilega kraftmikill til að fara á veiðar í hvaða veðri sem er og draga björg í bú. Hann þarf ekki heldur að vera nægilega sterkur til að verja konu sína og börn fyrir óvæntum árásum. Þar af leiðandi endur- skilgreinum við karlmennskuna. Þrátt fyrir að eitt sinn hafi það verið merki karlmennsku að vera drottnandi, er það ekki lengur, heldur er litið til jafnréttis og jafnræðis. Með þeirri breytingu leystust ekki einungis konur úr fjötrum skilgreiningar, heldur einnig fjölmennur hópur karla, sem ekki þótti standast kröfur hinnar stöðluðu karlmennsku. Karlmennskan er því ekki eitthvað til að standa vörð um, heldur er hún enn ein staðalímyndin sem heldur körlum jafnt sem konum frá því að fullnýta möguleika sína í lífinu til persónulegs þroska. Jafnréttisbaráttan er barátta um vald og því rísa reglulega upp varðhundar þess sem er. Því er til dæmis haldið fram að þar sem lagalegt jafnrétti sé nú komið á, séu frekari kröfur dæmi um frekju. Því til staðfestingar er fingrinum beint að „jafnréttisiðn- aðinum“, sem dæmi um að það séu einstaklingshagsmunir fólgnir í því að halda jafnréttisbaráttu áfram. En lagalegt jafnrétti er til lítils, ef engin er eftirlitsaðilinn eða ef það er þegjandi samþykki um að brot gegn slíkum lögum séu lítilsgild brot. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir benti á hér í Fréttablaðinu fyrir jól, þá er það „algjör della að horfast ekki í augu við að það er ákveðinn launamunur“ hér á landi. Þeir sem mest hafa talað á niðrandi hátt um „jafnréttisiðnaðinn“ hafa einmitt reynt að halda því fram að enginn sé launamunurinn á Íslandi. Eins og svo margt annað er þetta bara taktík í valdabaráttu, baráttu sem seint mun ljúka. Hvert orð er ekki skilgreint til eilífðar. Karlmennskunni ógnað SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Óumdeilanleg snilld Péturs Bók Péturs Gunnarssonar um Þór- berg Þórðarson, ÞÞ í fátæktarlandi, leggst misjafnlega í lesendur. Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, hefur lesið bókina og sér ástæðu til að nefna það á bloggsíðu sinni hversu frábær bókin er. „Snilldin er óumdeilan leg,“ er hans niðurstaða. En er það svo? Pétur á öðru máli Snilldin er raunar ekki óumdeilan- legri en svo að sálfræðingurinn Pétur Tyrfings- son er á öndverðri skoðun. „ÞÞ í fátæktar- landi eftir Pétur Gunnarsson er ein skelfilegasta lesning sem ég hef lagt á mig,“ skrifar Pétur á bloggsíðu sína, augljóslega mikið niðri fyrir. „Hvernig er hægt að skrifa svona ofboðslega leiðinlega bók? Það vottar ekki fyrir húmor neins staðar. Hvergi glittir í fræðilegt leiftur ... ekki einu sinni í fjarska. Í eyðurnar er skáldað af einstaklega fátæklegri hugkvæmni og getspeki. Stíll- inn gersamlega geldur. Og hvað höfundinum gengur til ... það er mér algerlega óráðin gáta,“ skrifar Pétur og vandar nafna sínum ekki kveðjurnar. „Hér skrifar maður sem er með öllu útbrunninn.“ Feðgar í jólaskapi Feðgarnir Davíð Oddsson og Þorsteinn Davíðsson hafa verið áberandi í fjölmiðlum yfir hátíðirnar. Þorsteinn vissi vart hvaðan á hann stóð kaf- aldsbylurinn þegar óánægjuraddir tóku að berast um ráðningu hans í embætti héraðsdómara. Sagðist bara vilja standa sig í starfi og ætti ekki að gjalda faðernisins. Enda hafði hann ekkert til saka unnið annað en að sækja um vinnu og fá hana. Faðir hans viðurkenndi svo loks í gær að líklega hefðu aðgerðir Seðla- bankans upp á síðkastið ekki skilað tilætluðum árangri í baráttu við verðbólguna. Menn verða bljúgir um hátíðirnar. Ef einhvern tímann. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.