Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 27. desember 2007 37 Breski tónlistarmaðurinn Tim Ten Yen hélt tónleika á skemmti- staðnum Organ á dögunum. Hann þykir heldur óvenjulegur enda kom hann einungis fram með hljómborð og reykvél meðferðis. Tim vakti sérstaka lukku á tón- leikunum þegar hann skildi hljómborðið sitt eftir á „sjálf- spilun“, steig fram á dansgólfið og sýndi skemmtilega takta. Hljómsveitirnar Hellvar og Sexy Jazz sáu um upphitun á tónleik- unum og stóðu þær einnig vel fyrir sínu. Dansinn dunaði hjá Tim á Organ TIM TEN YEN Breski tónlistarmaðurinn sat einn við hljómborðið og söng öll sín bestu lög. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DANSINN DUNAR Tim Ten Yen vakti mikla lukku þegar hann tók dansspor fyrir áhorfendur. VINKONUR Þær Inga, Sveinborg og Elsa kíktu á tónleikana og skemmtu sér vel. SAMAN Á ORGAN Saxófónleikarinn Ragnar og Kolfinna létu sig ekki vanta á tónleikana. Bee Movie TM & © 2007 DreamWorks Animation L.L.C. All Rights Reserved BEEMOVIE.COM LUK KULEIKUR BY RS OG HONEY NUT CHEERIOS Milljón ástæður til að taka þátt! Vinningur að verðmæti 300.000,- Ferðavinningur fyrir tvo 50.000 króna ferðaávísun Gjafakörfur frá Nathan & Olsen Árskort í bíó Miðar í bíó DVD myndir VINNINGAR Í LUKKULEIKNUM Nældu þér í Honey Nut Cheerios í næstu búð og taktu þátt í léttum leik. Fjöldi glæsilegra vinninga! Heildarverðmæti vinninga er 1 milljón króna! Barþjónn á Ritz-hótelinu, þar sem Dodi og Díana prinsessa snæddu áður en þau létu lífið í árekstri í París, segir að bílstjóri þeirra, Henri Paul, hafi verið fullur þegar hann settist undir stýri. Hann bætti því hins vegar við að þjónustufólkinu hefði verið skip- að að segja að Paul hefði ein- göngu drukkið appelsínusafa „til að verja konungsfjöl- skyld- una“. Því hefur lengi verið haldið fram að Paul hafi verið vel við skál þegar hann keyrði Diönu og Dodi en það hefur aldrei fengist staðfest. Bar- þjónninn Alain Willaumez er hins vegar viss í sinni sök og segir Paul hafa verið glaseygan og reikulan í spori. Bílstjórinn var fullur UNDIR STJÓRN ÖLVAÐS MANNS Díana og Dodi settust upp í bíl hjá ölvuð- um manni. Yfirstjórn Vatíkansins í Róm er ákaflega glöð þessa dagana. Ekki þó af því að jólin eru komin heldur vegna þess að aðsóknin á ævintýra- myndina The Golden Compass hefur verið langt undir væntingum á heimsvísu. Í leiðara dagblaðsins l‘Osservatore Romano sem Vatík- anið gefur út stendur að þetta séu gleðileg tíðindi. The Golden Compass verður tekin til sýningar hér á Íslandi annan í jólum en hún skartar þeim Daniel Craig og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á bók Philips Pullman, einhvers þekktasta guðleysingja Bretlands, og hefur ekki þótt mæta þeim kröfum sem til hennar voru gerðar. Og þótt framleiðendur og leik- stjóri myndarinnar hafi í lengstu lög reynt að sneiða framhjá guð- leysinu óttuðust æðstu menn í kaþ- ólsku kirkjunni að The Golden Compass myndi vekja áhuga barna á bókum Pullmans. „Og bækurnar eru gerilsneyddar allri von,“ stend- ur í leiðara dagblaðsins. Kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum hvatti fylgismenn sína til að sniðganga myndina og aðrar kirkjur þar tóku í sama streng. Kaþólikkar kætast Í ÓNÁÐ Nýjasta kvikmynd Nicole Kid- man er ekkert sérstaklega vel séð hjá kaþólsku kirkjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.