Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 16
16 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Kílóverð á úrbeinuðum svínahamborgarhrygg. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 1. 67 5 kr . 1. 89 8 kr . 1. 66 8 kr . 1. 16 8 kr . 1996 1999 2002 2005 „Þú kemur fyrir barborði úti í garði og setur á það lítið fuglahús. Svo lætur þú skrúfu standa upp úr barborðinu en þar kemur þú fyrir epli en svo dreifirðu fínt saxaðri lifrarpylsu á barborðið. Ef þessu er við haldið er alveg öruggt að þrastarhjón setjist þar að og svo koma fleiri og fleiri fuglar, svona barfuglar. Svo þegar fuglarnir leita á önnur mið á sumrin þá er hægt að nota barborðið til annarra hluta.“ GÓÐ HÚSRÁÐ AÐ BÚA TIL BARFUGLA ■ Oft er talað um barflugur en fæstir vilja þær í garðinn sinn. Guðný Hall- dórsdóttir kvikmyndaleikstjóri kann hins vegar að koma upp barfuglum sem sómi er af í hverjum garði. „Ég geri yfirleitt góð kaup,“ segir Dagný þegar hún er innt eftir bestu og verstu kaupum. „En það sem kemur fyrst upp í hugann er rúmið sem ég gaf mér í jólagjöf í fyrra. Það er með alls konar rafmagnsstillingum sem ég nota óspart. Það leysti af hólmi nokkuð gamalt rúm og það kom fyrir að ég vaknaði með smábakverk eða verk í hálsi en það gerist varla eftir að nýja rúmið kom til sögunnar. Þetta nýja rúm kemur sér afskaplega vel núna þegar ég er á lokaspretti á meðgöngu.“ Hún er sett á öðrum degi jóla en þegar hún er spurð hvort von sé á strák eða stelpu svarar hún að bragði, „það veit ég ekki, það er bannað að kíkja í pakkann“. En þá er komið að verstu kaupunum. „Ætli ég hafi ekki gert þau þegar ég keypti reiðhjól fyrir nokkru. Það var hugur í mér þá og ég var ekkert að tvínóna við þetta og hjólaði á því beint heim úr búðinni en síðan hefur það eiginlega ekkert verið notað. Þetta er svolítið svipað því sem gerast vill með líkams- ræktarkortin sem maður kaupir í góðri trú en finnur svo allar mögu- legar ástæður til að nota það ekki. Þannig að það er kannski ósanngjarnt að vera að kvarta yfir vörunni, það er frekar eigandinn sem stend- ur sig ekki. Svo tekur það sig bara nokkuð vel út í bílskúrnum.“ NEYTANDINN: DAGNÝ JÓNSDÓTTIR FYRRVERANDI ÞINGMAÐUR Hjólið tekur sig vel út í bílskúrnum Glitnir í Noregi veitir Íslendingum ekki lán til húsnæð- iskaupa á Íslandi. Vala Pálsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Glitni á Íslandi, segir að Glitnir í Noregi hafi mjög strangar reglur um lánveitingar til húsnæðiskaupa, ein af þeim reglum sé póstnúmer sem þýði að bankinn veiti húsnæðislán aðeins á afmörkuðum svæðum, til dæmis í Ósló. Íbúðalán til Íslands séu því ekki á dagskránni. ■ Húsnæðislán Veitir ekki íbúðalán til Íslands Neytendasamtökin gagnrýndu lyfjafyrirtækið Actavis og apó- tekakeðjuna Lyfju fyrir sérstaka söluherferð á snyrtivörum frá fyrirtækinu Decubal. Fengu starfsmenn þess apóteks sem seldi mest af vörunum verðlaun frá Actavis. Lyfjafyrirtækin sögðu þetta vera algenga leið til að kynna vörur og að sjálfsögðu ætti svona samkeppni ekki við um lyf. Neytendasamtökin sögðust samt setja spurningar- merki við réttmæti þessara aðferða og vildu að við- skiptavinum yrði bent á að sölukeppni væri í gangi. Þetta kom fram á vef samtakanna. ■ Gagnrýni Neytendasamtakanna Efast um sölukeppni Þegar stafræn myndavél er valin þarf að huga að ýmsu. Hér eru nokkur ráð sem má styðjast við við innkaupin: 1. Fyrir hvern er myndavélin keypt og hvernig á að nota hana? Ekki er sams konar myndavél keypt fyrir atvinnu- mann í ljósmyndun eða áhugamann sem aðeins notar hana öðru hvoru. 2. Hvað má hún kosta? Verð á myndavélum hefur lækkað stöðugt undanfarið. Hægt er að fá fínustu myndavélar sem nýtast vel fyrir tiltölulega lítinn pening miðað við það sem áður var. 3. Hversu marga pixla tekur myndavélin? Ef myndirnar eiga ekki að vera stærri en 30-40 sentimetrar þarftu ekki mynda- vél sem tekur stærri myndir en 10 megapixla. 4. Hvernig er linsan? Stundum er mikilvægt að hafa víðlinsu, sérstaklega þegar þú þarft að taka myndir af fólki. 5. Þekkt merki þýðir yfirleitt gæði. 6. Kynntu þér hvað er í boði, til dæmis á netinu. Ef þú ert búinn að kanna myndavélar fyrirfram á netinu stendurðu yfirleitt betur að vígi. Svo geturðu ráðgast við áhugaljós- myndara á spjallsíðum. 7. Keyptu stórt minniskort því að þá þarftu ekki að tæma kortið eins oft. ■ Verslun Kaup á stafrænni myndavél Um hver áramót skýtur þjóðin upp flugeldum fyrir hundruð milljónir króna. Peningunum er þó langt í frá sóað, því þeir renna til björgunarsveitanna sem vinna kauplaust árið um kring. Fréttablaðið spjallaði við sölustjóra Landsbjargar um flugeldasöluna í ár. „Við erum aðallega í undirbún- ingsvinnu núna, en salan fer á fullt á morgun,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðs- stjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar, um þessa langstærstu fjáröflunarleið björgunarsveit- anna. „Það er mikil vinna fólgin í þessu, við þurfum að dreifa flug- eldunum til sveitanna og gera sölustaðina tilbúna, til dæmis hreinsa allt út sem kemur flug- eldasölunni ekki við. Svo byrjum við bara að selja á fullu.“ Jón Ingi segir mikið af nýjung- um í vöruúrvalinu um þessi ára- mót, en hann telji að fjölskyldu- pakkarnir verði vinsælastir eins og undanfarin ár. Þeir eru sem fyrr til í fimm stærðum; Trítill, Tralli, Troðni, Trausti og Trölli sem er stærstur. Ódýrasti pakk- inn kostar 3.200 krónur en sá dýr- asti 14.400. „Svo erum við með nýjan flug- eld sem heitir Miðnæturbomba og við búumst við að það verði tölu- verð ásókn í hana,“ segir hann. „Hún er mjög stór og öflug, og springur í stjörnu eins og margir flugeldar,“ segir Jón Ingi. Mið- næturbomban kostar 4.600 krón- ur. Jón Ingi tekur fram að hlífðar- gleraugu fylgi öllum tertum, flug- eldum og flugeldapökkum, og búið sé að setja upp sérstaka standa til að auðvelda viðskipta- vinum að nálgast gleraugun. „Við viljum líka brýna fyrir foreldrum að það er hægt að nálgast mynd- band sem heitir Ekkert fikt á heimasíðunni okkar, landsbjorg. is. Ég hvet alla foreldra til að horfa á þetta myndband með börn- unum sínum.“ Að lokum bætir hann við að þegar flugeldi er skotið upp sé mikilvægt að undirstaðan sé góð og að allir eigi að vera með hlífð- argleraugu. „Það skiptir engu máli hvort þú ert fullorðinn eða barn, hvort þú ert sá sem kveikir í flugeldinum eða bara að horfa á. Allir sem koma nálægt flugeldum eiga að vera með hlífðargleraugu á sér.“ salvar@frettabladid.is Mesta fúttið í miðnætur- bombunni ALLIR MEÐ GLERAUGU Jón Ingi segir mikilvægt að allir sem koma nálægt flugeld- um þegar þeim er skotið upp séu með hlífðargleraugu. Þar skiptir engu máli hvort viðkomandi er barn eða fullorðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FLUGELDAR Hægt er að kaupa fjöl- skyldupakka í fimm mismunandi stærð- um; Trítill, Tralli, Troðni, Trausti og Trölli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til setu í stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á kjorstjorn@vr.is Framboðsfrestur er til kl. 12:00, 8. janúar 2008. Kjörstjórn Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.