Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 25

Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 25
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA ÁRAMÓT VINNUVÉLAR O.FL. Vilhelm og kærastan eyddu eftirminnilegum áramótum með ókunnum rosknum hjónum. Vilhelm Anton Jónsson er í þann mund að leggja mán- aðargamlan frumburð sinn til hvílu þegar hann er truflaður og spurður út í eftirminnileg áramót. Ekki stendur á svari og segist Vilhelm hafa mun meira gaman af áramótum en jólum. „Þegar ég og Kári bróðir minn vorum litlir og bjuggum á Laugum í Reykjadal fengum við alltaf Marúdflögur og ídýfu á gamlárskvöld. Það var algjörlega toppurinn á til- verunni og þannig byrjaði í raun áramótagleðin mín,“ segir Vilhelm. Hann segir þó eftirminnilegustu áramótin án efa þegar hann og Þórdís kærasta hans og nú barnsmóðir sóttu Þýskaland heim. „Þetta voru áramótin 1998/1999 og ákváðum við að heimsækja þýska vinkonu okkar sem við kynntumst í Menntaskólann á Akureyri þar sem hún var skiptinemi. Stúlkan, sem heitir Luise, hafði talað um að við gætum komið og ég ákvað að hringja út til að boða komu okkar. Pabbi hennar svar- aði og ég talaði eðlilega bara þýsku við hann, að ég hélt. Hann sagði að Luise væri ekki heima svo ég bað hann um að skila því til hennar að við værum á leið- inni,“ segir Vilhelm. Hann og Þórdís pöntuðu síðan flug og komu sér til Berlínar. „Við gistum eina nótt á hóteli og báðum kon- una í afgreiðslunni um að hringja heim til Luise til að fá nákvæmt heimilisfang. Hún gerði það en varð svo frekar skrítin á svip og sagði okkur svo að herra Her- misson hefði verið að reyna að segja mér það þegar ég hringdi að Luise væri í Hollandi yfir jól og áramót. Hann tók það þó fram að við værum hjartanlega vel- komin,“ útskýrir Vilhelm. Vilhelm og Þórdís voru mjög tvístígandi enda vissu þau engin deili á fólkinu. „Við slógum þó til, bönkuð- um upp á og til dyra komu yndisleg gömul hjón. Þau færðu okkur inniskó og í hönd fór frábær tími. Við vorum hjá þeim yfir áramótin ásamt fimm öðrum hjónum um sextugt og sjötugt. Þarna var jólatré með lifandi kertum og við sátum og kjöftuðum, drukkum snafs og bjór, átum síld og berlínarbollur og fengum þýska menningu og áramótasiði beint í æð,“ segir Vil- helm. Hjónin voru bæði prestar í Austur-Berlín og buðu Vilhelm og Þórdísi með sér upp í kirkjuturn. „Þar drukkum við kampavín og fylgdumst með flug- eldunum. Þetta var alveg klikkað og ef Luise hefði verið þarna held ég að við hefðum bara hangið á bar. Hún kom þó til baka 2. janúar svo við vorum með henni í nokkra daga og náðum að halda upp á afmælið mitt þann þriðja.“ vera@frettabladid.is Dúkkuðu upp í Berlín Vilhelm ætlar að taka því rólega þessi áramót en segist einhvern tímann ætla sér að verða sprengjukarl. Hattar, grímur, skraut og glys tilheyra áramótunum og nú má víða finna slíkt í búðum bæjarins. Í Partý- búðinni má ávallt finna hvað eina sem tilheyrir góðu teiti og verslanir eins og Monsoon og fleiri bjóða upp á úrval af grímum, hönskum og glingri. Skálað er á áramót- um ýmist í áfengum eða óáfengum veigum fyrir nýju ári og hið gamla er að sama skapi kvatt með virkt- um. Mestu skiptir að drykkurinn sé hátíð- legur og fallegur og því er um að gera að skála í fallegum glösum og svo má skreyta með hverju sem er. Ellefu áramóta- brennur verða í Reykjavík um þessi áramót. Þar af verða fjórar stórar brennur en þær verða við Ægisíðu, Geirsnef, í Gufunesi og við Rauðavatn. Kveikt verður í borgarbrennum klukkan hálfníu á gamlárskvöld og eru þær í tveimur stærðarflokkum sem ráðast af aðstæðum á hverjum stað. Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510 Verðdæmi: Leðursófasett áður 239,000 kr Nú 119,900 kr Hornsófar tau áður 198,000 kr Nú 103,000 kr Hornsófar leður áður 249,000 kr Nú frá 159,000 kr • Leðursófasett • Hornsófasett • Sófasett með innbyggðum skemli • Borðstofuborð og stólar • Sófaborð • Eldhúsborð • Rúmgafl ar Húsgagna Lagersala ALLTAF BESTA VERÐI Ð Opnunartími Mán - Föstudagar 09 - 18 Laugardaga 11 - 16

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.