Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 36
28 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR Efl ing-stéttarfélag vinnur fyrir þig Nú lækka félagsgjöldin í frá og með 1. janúar 2008 UMRÆÐAN Björgunarsveitarstarf Enginn nema sá sem reynt hefur veit hvernig er að fá kallið þegar það kemur, útkall- ið þegar „kafaldsbylur hylur hæð og lægð“ og slík hætta hefur skap- ast að mannslíf eru í húfi. Flestir Íslendingar upplifa neyðarástand í gegnum fréttirnar, en þúsundir sjálfboðaliða eru ávallt viðbúnir hve- nær sem neyðarkallið berst. Það getur verið rjúpnaskytta í villum, jeppamenn í ófærum á hálendinu, týnt barn í borginni eða flugslys á fjöllum. Svo ekki sé talað um sjó- slys og hamfarir eins og snjóflóð sem falla í byggð. Kostir fámennisins koma hér hvað best í ljós; samhygðin er algjör þegar náttúruhamfarir og slys dynja yfir og samfélagið eitt. En það er ekki sjálfgefið. Einn af hornsteinum þessa mikla sam- hugar er sjálfboðaliðastarf björg- unarsveitanna. Það er einstakt á Íslandi að björgunarfólk er sjálf- boðaliðar sem reiðir sig einkum á þrennt; velvilja vinnuveitenda sinna, skilning fjölskyldunnar og þjóðina sem bakhjarl. Og svo auðvitað eigin atgervi, þjálfun og dug. Það er alkunna að hjálparsveitir skáta og aðrar björgunarsveitir fjármagna ekki síst starfsemi sína með flugeldasölu. Með því að kaupa af okkur púðr- ið fyrir gamlárskvöld stuðlar þú ekki aðeins að auknu öryggi okkar allra heldur felst í því virðingarvottur við starf björgunarsveitar- manna. Og um leið skaparðu með börnunum litríkar minningar sem ávallt lifa. Við erum fljót að gleyma og því langar mig að ljúka máli mínu með því að vitna í Jón Kaldal, rit- stjóra Fréttablaðsins, sem reit svo í leiðara hinn 29. ágúst sl. eftir mikla leit björgunarsveita að tveimur mönnum á Svínafells- jökli: „Í raun einkennast störf íslenskra hjálpar- og björgunar- sveita af slíkri samkennd með náunga sínum og óeigingirni að við hin, sem ekki tökum þátt í því, getum ekki annað en fyllst lotn- ingu og þakklæti. ... Drýgstur hluti rekstrarfjár sveitanna kemur frá flugeldasölu og ýmsum happdrættum. Þar gefst okkur öllum kostur að leggja hönd á plóginn.“ Ég óska samborgurum mínum árs og friðar um leið og ég þakka þeim stuðninginn í gegnum árin og minni á að áfengi og skoteldar fara ekki saman. Höfundur er í flugeldanefnd Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Kafaldsbylur... MAGNÚS INGI MAGNÚSSON UMRÆÐAN Alþjóðamál Þetta byrjaði sem venjulegt fimmtudagskvöld. Hitti vinkonur mínar á Grillhúsinu og ákváðum að fara í bíó. Myndin sem varð fyrir valinu var „Rendition“. Þessi mynd fjallar um hvernig hægt er að framselja fólk án þess að þurfa að gera alla pappírsvinn- una sem venjulega þarf til. Þetta er sem sagt eitthvað sem Bandaríkjastjórnin á að hafa leyft sér í það sem kallast „extreme circumstances“, eða í öfgakenndum kringumstæðum. En eins og margir vita breyttist margt eftir 11. september. Í dag þarf aðeins minnsta grun um tengsl við hryðjuverkasamtök til að viðkomandi sé tekinn á höndum og fótum og læstur inni í dýflissu. Bara það að vera skyldur einhverjum sem þekkir einhvern sem er bróðir manns í hryðju- verkasamtökum getur þýtt að viðkomandi hverfi. Allt í einu getur þú verið kominn með poka yfir höfuðið, í flugvél sem guð má vita hvert er á leiðinni. Skyndilega ertu kominn í eitthvert leynilegt fangelsi langt fyrir utan Bandaríkin og enginn veit af. Það verra er að þetta er enginn tilbúningur, þetta er raunveru- leikinn. Er þetta virkilega réttlætanlegt? Er þetta besta leiðin til að vernda almúgann? Ríkisstjórn- in reynir að réttlæta gjörðir sínar með því að segja að með þessum yfirheyrslum geti hún betur upprætt hryðjuverkahópa. Fyrir hvern saklausan einstakling sem þeir setja í fangelsi, grunaðan um tengsl við hryðjuverk, þá ala þeir hatur í 10.000 mönnum. Það skrítna er samt að þeir þykjast ekkert kannast við það. Þeir neita algerlega að það gæti verið þeim að kenna. Ríkisstjórnir heimsins eru eins og hestar með blöðkur, sjá ekkert nema beint áfram. „Ég hef alltaf rétt fyrir mér. Þetta er það sem ég sé og því getur ekkert annað staðist.“ Ætli þessir menn séu með það skrifað bakvið eyrað eins og Mókollur? Þessir menn sem bandaríska ríkis- stjórnin elur svo hatur í eru þeir menn sem eru ginnkeyptir fyrir hatursfullum hefndaraðgerð- um og er því auðvelt fyrir hryðjuverkahópa að heilaþvo þá til að ganga í lið með sér. Ég velti stundum fyrir mér hversu langt þetta geti gengið. Get ég átti von á því að eftir 30 ár muni lögreglan koma í hús mitt og taka fjögurra ára gamalt barnabarn mitt, fyrir það eitt að hafa talað við arabískan mann? „Frú, hann talaði við mann sem er talinn vera frændi manns, sem kannast við annan mann, sem er mágur manns, sem heilsaði manni, sem á frænda sem afgreiddi mann í hryðjuverkjahópi.“ Ef þið segið að það sé ólíklegt þá segi ég á móti. Aldrei segja aldrei. Raunin er sú að 11. september breytti öllu. Allt er leyfilegt í nafni réttlætis. Ríkisstjórnin hrópar „þjóðaröryggi“ svo að enginn geti mótmælt þeim. Þeir fela sig á bak við hugtakið, eins og bleyður. Hvað ætli það séu margir sem eru í Guantanamo og öðrum fangelsum á snæri Bandaríkjastjórnar sem raunverulega eru tengdir hryðjuverkjahópum? Tíu þúsund, eitt þúsund, hundrað eða bara tíu? Við höfum ekki hugmynd því að þeir eru kannski með hundruð þúsunda eða jafnvel milljón manns fangaða og kannski 138 sem eru á sannanlegan hátt tengdir alvarlegum hryðjuverkjahópum. Ég bið ykkur, góða Íslendinga, á þessari árstíð friðar og kærleiks að minnast allra þeirra fjölskyldna sem vita ekki hvenær faðir þeirra, eiginmaður, sonur, bróðir, frændi eða mágur kemur aftur heim. Hugsum til þess hvað við erum heppin að þurfa ekki að búa í þeirri óvissu að geta allt í einu verið tekin fyrir það eitt hvernig við lítum út. Hver veit? Kannski næst þegar ég fer til útlanda verð ég tekin fyrir það eitt að vera dökk á hörund, með dökkt hár, dökkbrún augu og þekkja Palestínubúa. Þið vitið allavega hvar ég er ef ég hverf. Höfundur er áhugakona um stjórnmál og alþjóðamál. Í nafni þjóðaröryggis AÐALHEIÐUR DÖGG ÁRMANN Það er einstakt á Íslandi að björgunarfólk er sjálfboðaliðar sem reiðir sig einkum á þrennt; velvilja vinnuveitenda sinna, skilning fjölskyldunnar og þjóð- ina sem bakhjarl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.