Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 4
4 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR SAMKEPPNISMÁL Íslensk fyrirtæki geta í auknum mæli neitað Sam- keppniseftirlitinu um aðgang að gögnum sem merkt eru sem trún- aðarmál sjálfstætt starfandi lög- fræðinga. Þetta segir Margrét Gunnarsdóttir lögmaður um nýjan dóm Evrópudómstólsins sem féll 17. september síðastlið- inn. Samkvæmt dómnum eru það aðeins gögn milli sjálfstætt starf- andi lögmanna og skjólstæðinga sem falla undir trúnaðarsam- band. Þau gögn eru því undan- þegin rannsóknum samkeppnis- yfirvalda, en ekki gögn milli innanhússlögmanna og fyrir- tækja. Margrét býst þó við að dómnum verði áfrýjað til annars dómstigs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að fyrir tæki hafi hingað til ekki neitað eftirlitinu um gögn á þessum for- sendum. „Í íslenskum lögum eru ekki skýr ákvæði um þetta og það hefur ekki reynt á þetta í ákvörðun- um eftirlitsins hingað til,“ segir Páll Gunnar. „Það verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur hvernig þetta verður túlkað hérlendis.“ - sgj Fyrirtæki geta neitað samkeppnisyfirvöldum um aðgang að trúnaðargögnum: Geta borið fyrir sig trúnað HÚSLEIT Fyrirtæki geta borið fyrir sig trúnaðarsamband við lögfræðinga og neitað að afhenda samkeppnis- yfirvöldum gögn. EFNAHAGSMÁL „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem seðlabanka- stjórinn viðurkennir að það hafi kannski ekki allt verið rétt sem þeir hafa haldið fram,“ segir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Íslands. „Það er vonandi að hann sé eitthvað aðeins farinn að sjá það sem við höfum talað um.“ Í viðtali við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í Ríkis- útvarpinu sagði hann að eftir á að hyggja mætti segja að Seðla- bankanum hefði ekki tekist nægilega vel upp í aðgerðum sínum gegn verðbólgu á árinu. Í ljós hefði komið að hagvöxtur hefði verið mun meiri en upplýsingar voru um á þeim tíma. Þannig mætti vera vitur eftir á. „Við erum búnir að vera að benda á það í nokkurn tíma að staðan sem hefur verið síð- ustu tvö ár sé afleiðing feyki- lega mikilla framkvæmda sem ollu því að lánsfé streymdi til landsins og fór inn í hag- kerfið. Efna- hagsstjórnin hefur ekki verið merkileg; menn hafa setið með hendur í skauti og horft á fjár- magn streyma inn án þess að reyna að stjórna því.“ Guðmundur segist telja að með þessu viðtali sé Davíð í fyrsta skipti að viðurkenna það sem menn hafi verið að benda á varð- andi efnahagsstjórn landsins. Í viðtalinu sagði Davíð einnig að árið hafi verið gott fyrir Íslendinga. Atvinnuleysi hafi verið lítið, kaupmáttur fari mjög vaxandi og eignamyndun sé mikil. Þótt mismikið fari til hvers og eins hafi margt jákvætt gerst. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir erfitt að taka undir með Davíð nema einblínt sé á meðal talið. „Hvað sem eigna- myndun líður fer misskiptingin vaxandi, þar sem helmingur þjóðar innar hefur mátt þola skerðingu kaupmáttar. Staðan er þannig í dag að ungt fólk eða fólk með meðaltekjur hefur ekki ráð á því að eignast þak yfir höfuð- ið,“ segir hann. „Ef menn vilja einblína á með- altalið getur maður tekið undir með Davíð að það hafi verið mjög gott, en meðaltalið dekkar mikla misskiptingu frá því að hafa það gríðar lega gott í að hafa það skítt.“ Ekki náðist í Vilhjálm Egils- son, framkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins, við vinnslu fréttarinnar. salvar@frettabladid.is Segir Davíð loks viðurkenna slælega stjórn efnahagsmála Formaður Rafiðnaðarsambandsins segir að seðlabankastjóri hafi í viðtali viðurkennt það sem aðrir hafi lengi bent á varðandi slaka efnahagsstjórn landsins. Misskipting fer vaxandi, segir framkvæmdastjóri ASÍ. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir stöðuna í dag vera afleiðingu feykilega mikilla framkvæmda sem ollu því að lánsfé streymdi til landsins og fór inn í hagkerfið. GUÐMUNDUR GUNNARSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON SUÐURLAND Algengt er að fyrirtæki gefi starfsmönnum sínum jólagjafir en afar fátítt er að sveitarfélög gefi íbúum sínum gjafir. Hreppsnefnd Ásahrepps var hins vegar í jólaskapi og gaf eintak af nýútkominni Holtamannabók á hvert lögbýli í hreppnum. Samkvæmt Agli Sigurðssyni varaoddvita er um um það bil sextíu býli að ræða og segir hann að nú þegar hafi um tveir þriðju bókanna verið sóttir. „Þetta er heimildasöfnun og metnaður að hafa skrá yfir íbúa til framtíðar,“ segir Egill. Bókin, sem er 680 blaðsíður, er hin þriðja í bókaflokki um íbúa í Rangárvallasýslu. Er hún byggð á frumdrögum Valgeirs Sigurðs- sonar en Ragnar Böðvarsson og Þorgils Jónasson skrifuðu bókina sem gefin er út af Sveitarfélaginu Rangárþingi ytra. - ovd Íbúar fá Holtamannabók: Ásahreppur gefur jólagjöf DAVÍÐ ODDSSON BRETLAND Vísindamenn á vegum breskra yfirvalda hafa lagt til að trúðaskreytingar skuli bannaðar á barnadeildum spítala, vegna þess að trúðar skelfi börn. Rannsókn sem gerð var á 250 börnum á aldrinum fjögurra til sextán ára leiddi í ljós að öllum börnunum 250 var illa við trúðatengdar myndir í herbergj- unum. Jafnvel táningarnir sögðu trúðana „ógnvekjandi“. Að því er fram kemur í blaðinu The Daily Telegraph getur trúðafælni (e. coulro- phobia) valdið kvíðaköstum, andnauð, hjartsláttartruflunum og ógleði hjá þeim sem þjást af fælninni. - sh Trúðar skulu burt af spítölum: Trúðar hættir að vera fyndnir LÖGREGLUMÁL Grindvískum ungmennum tókst ekki að skemmta sér yfir ólöglegri jólabrennu þetta árið eins og oft undanfarin ár. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í fyrrinótt eftir að eldur var borinn að bálkesti í bænum en þegar hana bar að hafði eldurinn verið slökktur. Lögreglan hafði aukinn viðbúnað í bænum vegna reynslu undanfarinna ára, en nokkrum sinnum hefur komið til stimpinga milli lögreglu og ungmenna sem telja lögreglu og slökkvilið spilla gleði sinni og reyna að hindra slökkvistarf. - sh Lögregla bjóst við jólabrennu: Engin dólgslæti í Grindavík í ár GENGIÐ 21.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,4348 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 63,64 63,94 126,32 126,94 91,4 91,92 12,248 12,32 11,386 11,454 9,683 9,739 0,5615 0,5647 99,39 99,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.