Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 45

Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 45
FIMMTUDAGUR 27. desember 2007 37 Breski tónlistarmaðurinn Tim Ten Yen hélt tónleika á skemmti- staðnum Organ á dögunum. Hann þykir heldur óvenjulegur enda kom hann einungis fram með hljómborð og reykvél meðferðis. Tim vakti sérstaka lukku á tón- leikunum þegar hann skildi hljómborðið sitt eftir á „sjálf- spilun“, steig fram á dansgólfið og sýndi skemmtilega takta. Hljómsveitirnar Hellvar og Sexy Jazz sáu um upphitun á tónleik- unum og stóðu þær einnig vel fyrir sínu. Dansinn dunaði hjá Tim á Organ TIM TEN YEN Breski tónlistarmaðurinn sat einn við hljómborðið og söng öll sín bestu lög. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR DANSINN DUNAR Tim Ten Yen vakti mikla lukku þegar hann tók dansspor fyrir áhorfendur. VINKONUR Þær Inga, Sveinborg og Elsa kíktu á tónleikana og skemmtu sér vel. SAMAN Á ORGAN Saxófónleikarinn Ragnar og Kolfinna létu sig ekki vanta á tónleikana. Bee Movie TM & © 2007 DreamWorks Animation L.L.C. All Rights Reserved BEEMOVIE.COM LUK KULEIKUR BY RS OG HONEY NUT CHEERIOS Milljón ástæður til að taka þátt! Vinningur að verðmæti 300.000,- Ferðavinningur fyrir tvo 50.000 króna ferðaávísun Gjafakörfur frá Nathan & Olsen Árskort í bíó Miðar í bíó DVD myndir VINNINGAR Í LUKKULEIKNUM Nældu þér í Honey Nut Cheerios í næstu búð og taktu þátt í léttum leik. Fjöldi glæsilegra vinninga! Heildarverðmæti vinninga er 1 milljón króna! Barþjónn á Ritz-hótelinu, þar sem Dodi og Díana prinsessa snæddu áður en þau létu lífið í árekstri í París, segir að bílstjóri þeirra, Henri Paul, hafi verið fullur þegar hann settist undir stýri. Hann bætti því hins vegar við að þjónustufólkinu hefði verið skip- að að segja að Paul hefði ein- göngu drukkið appelsínusafa „til að verja konungsfjöl- skyld- una“. Því hefur lengi verið haldið fram að Paul hafi verið vel við skál þegar hann keyrði Diönu og Dodi en það hefur aldrei fengist staðfest. Bar- þjónninn Alain Willaumez er hins vegar viss í sinni sök og segir Paul hafa verið glaseygan og reikulan í spori. Bílstjórinn var fullur UNDIR STJÓRN ÖLVAÐS MANNS Díana og Dodi settust upp í bíl hjá ölvuð- um manni. Yfirstjórn Vatíkansins í Róm er ákaflega glöð þessa dagana. Ekki þó af því að jólin eru komin heldur vegna þess að aðsóknin á ævintýra- myndina The Golden Compass hefur verið langt undir væntingum á heimsvísu. Í leiðara dagblaðsins l‘Osservatore Romano sem Vatík- anið gefur út stendur að þetta séu gleðileg tíðindi. The Golden Compass verður tekin til sýningar hér á Íslandi annan í jólum en hún skartar þeim Daniel Craig og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á bók Philips Pullman, einhvers þekktasta guðleysingja Bretlands, og hefur ekki þótt mæta þeim kröfum sem til hennar voru gerðar. Og þótt framleiðendur og leik- stjóri myndarinnar hafi í lengstu lög reynt að sneiða framhjá guð- leysinu óttuðust æðstu menn í kaþ- ólsku kirkjunni að The Golden Compass myndi vekja áhuga barna á bókum Pullmans. „Og bækurnar eru gerilsneyddar allri von,“ stend- ur í leiðara dagblaðsins. Kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum hvatti fylgismenn sína til að sniðganga myndina og aðrar kirkjur þar tóku í sama streng. Kaþólikkar kætast Í ÓNÁÐ Nýjasta kvikmynd Nicole Kid- man er ekkert sérstaklega vel séð hjá kaþólsku kirkjunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.