Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 43
FIMMTUDAGUR 27. desember 2007 35
SAFN Samtímalistasafnið lokar dyrum
sínum um óákveðinn tíma nú á sunnu-
dag.
Það verður sannarlega sjónar-
sviptir að samtímalistasafninu
Safni sem verður lokað nú um
áramótin. Safn verður opið í dag
og á morgun frá kl. 14-18 og um
helgina frá kl. 14-17. Sunnudagur
verður reyndar sá síðasti áður en
Safn lokar dyrum sínum um
óákveðinn tíma.
Tregi fyllir hjörtu listáhuga-
fólks á tímamótum sem þessum,
en þó má ávallt horfa til fram-
tíðar með nokkurri bjartsýni og
vona að íslensk samtímamyndlist
haldi áfram að vaxa og dafna á
komandi ári landi og þjóð til sóma
og ómældrar ánægju. - vþ
Síðustu opn-
unartímar
Safns
TORFBÆR Helstu híbýli Íslendinga árum
saman.
Í ritröðinni Skýrslur Þjóðminja-
safns Íslands er komin út
skýrslan Á tímum torfbæja –
Híbýlahættir og efnismenning í
íslenska torfbænum frá 1850.
Skýrslan er eftir dr. Önnu Lísu
Rúnarsdóttur. Í skýrslunni kynnir
Anna Lísa niðurstöður verkefnis
sem hún vann í rannsóknarstöðu
dr. Kristjáns Eldjárns.
Á tímum torfbæja fjallar um
búsetulok í torfbænum og þá
þróun sem varð á tímabilinu frá
því um 1850 til miðrar tuttugustu
aldar, þegar búsetu var að mestu
hætt í þessari tegund húsa.
Sérstaklega er fjallað um fimm
torfbæi sem eru í húsasafni
Þjóðminjasafnsins: Burstafell,
Galtastaði fram, Selið í Skafta-
felli, Núpsstað og Keldur. Tekið
er á viðfangsefninu út frá
sjónarhóli íbúanna og meðal
annars byggt á viðtölum við fólk
sem bjó á þessum bæjum. Þróun
torfbæjanna er sett í samhengi
við ýmsa samfélagslega þætti,
svo sem gestagang, og einnig við
þróun efnismenningar á þessum
tíma, en segja má að um nokkurs
konar iðnbyltingu heimilanna hafi
verið að ræða. - vþ
Menning
torfbæjanna
Hin geysivinsæla sýning á Óvitum
mun víkja af sviði Leikfélags
Akureyrar á morgun til að rýma
fyrir Fló á skinni. Uppselt hefur
verið á allar sýningar til þessa en
síðasta sýning í bili verður annað
kvöld, 28. desember. Þá er
aðsóknar met hjá LA fallið en nú
hafa fleiri séð Óvita á Akureyri en
Fullkomið brúðkaup, sem var vin-
sælasta sýning LA frá upphafi.
Áhorfendur verða þá orðnir rúm-
lega 12.000. Reyndar verður Full-
komið brúðkaup áfram aðsóknar-
mesta sýning LA í heild sinni, því
auk tæplega 12.000 gesta á Akur-
eyri sáu um 14.000 gestir sýning-
una í Reykjavík. Óvitar víkja nú
en stefnt er að útgáfu sýningar-
innar á DVD fyrir páskana og sýn-
ingin snýr aftur á svið Samkomu-
hússins í september 2008. Leikritið
Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur
var frumsýnt hjá LA 15. septem-
ber sl. í leikstjórn Sigurðar Sigur-
jónssonar. Jón Ólafsson samdi
nýja tónlist við verkið við texta
Davíðs Þórs Jónssonar. 18 börn
taka þátt í sýningunni og leika við
hlið fullorðinna leikara.
Stefna LA er að sýna hvert verk
þétt í stuttan tíma og tryggja
þannig að staðið sé við sýninga-
áætlun hvers leikárs. Þess vegna
var ákveðið að taka Óvita af fjöl-
unum nú þótt enn sé glimrandi
aðsókn. Því verður gamanleikur-
inn Fló á skinni frumsýndur 8.
febrúar og sýndur fram á vor eins
og að var stefnt. LA státar af stór-
um hópi kortagesta sem þegar
hafa keypt miða á sýningar á Fló
á skinni og því þótti ekki boðlegt
að fresta gamanleiknum langt
fram á vor eða jafnvel til næsta
hausts. - pbb
Framhaldslíf Óvita
LEIKLIST Enn vex vegur Óvita og spurning hvenær þeir koma á svið í Reykjavík, en á
Akureyri verða þeir aftur næsta haust.
Mikilvægasta
máltíð
dagsins
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
A
T
4
04
70
1
2/
07