Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 4
4 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR
ERLENT
NOREGUR, AP Norska lögreglan
komst að því að þrettán ára
drengur, Adam að nafni, væri í
raun 33 ára gömul tékknesk
kona, sem heitir Barbora
Skrlova.
„Drengurinn“ hafði gengið í
norskan skóla nálægt Ósló frá
því í september þangað til jólafrí
hófust, en þá hvarf hann og var
gerð leit um allt land. Leitin
barst norður til Tromsø þar sem
sannleikurinn kom í ljós.
Skrlova var send aftur til
Tékklands á miðvikudaginn. Þar
hafði hennar verið leitað sem
lykilvitnis í barnaníðingsmáli.
Sakborningur í því máli er kona,
sem grunuð er um að hafa
misnotað tvo unga syni sína.
Skrlova tengist þessu máli vegna
þess að hún hafði þóst vera
þrettán ára dóttir konunnar. - gb
Tékknesk kona í Noregi:
Dulbjó sig sem
unglingspilt
Noregur:
Dýrt spaug á flugvelli
„Ég er með sprengju í töskunni,“
sagði norska kennslukonan Marit
Brubæk í gríni í biðröð á Garde-
moen-flug-
velli við
Ósló. Henni
og vinkonum
hennar var
meinað að
halda áfram ferð
sinni til Eistlands og Brubæk sekt-
uð um 15 þúsund norskar krónur.
Einnig þurfti hún að borga 40
þúsund krónur fyrir nýja flugmiða
fyrir allan hópinn. Aftenposten
greindi frá.
Argentína:
Réðust á flugvallarstarfs-
fólk
Ævareiðir flugfarþegar réðust á
starfsfólk á flugvelli í Búenos Aíres
í Argentínu á laugardag þegar
þeim var tilkynnt annan daginn í
röð að seinkun yrði á flugi þeirra.
Lögregla var kvödd á staðinn til að
halda uppi friði og í gær var flug
samkvæmt áætlun. Flug félagið
Aeorlineas Argentinas sagði
kjaradeilur ástæðu seinkananna
en verkalýðsfélög sögðu ástæðuna
vera yfirbókanir í flug.
Írak:
Baath-liðar inn úr kuldan-
um
Íraska þingið hefur samþykkt
að leyfa þúsundum fyrrverandi
meðlima Baath-flokks Saddams
Hussein að starfa fyrir ríkið á nýjan
leik. Bandaríkjamenn óskuðu eftir
þessu til að draga úr deilum á
milli trúarhópa í landinu. Meðlimir
Baath-flokksins höfðu
innt af hendi mörg
af helstu störfum
íraska ríkisins í
35 ár þar til þeir
misstu atvinnu sína
er Bandaríkjamenn
réðust inn í landið
2003.
BARBORA SKRLOVA Í fylgd lögreglu-
manna í Tékklandi. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Rólegt var hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu aðfaranótt sunnudags. Einn
maður var handtekinn í miðbæ
Reykjavíkur fyrir að kasta af sér
vatni á almannafæri og tveir
bílstjórar voru handteknir vegna
ölvunaraksturs. Undir morgun
dró þó til tíðinda þegar maður
gekk berserksgang á Vesturgötu
og olli þar skemmdum á bifreið.
Hélt maðurinn vestur eftir og inn
á Framnesveg og leikur grunur á
að hann hafi náð að skemma átta
bifreiðar áður en lögreglan hafði
hendur í hári hans. Að sögn
lögreglu var maðurinn í annar-
legu ástandi við handtöku. - vþ
Berserkur í Vesturbæ:
Skemmdi bíla í
skjóli nætur
GEORGÍA, AP Tugþúsundir stuðn-
ingsmanna stjórnarandstöðunnar í
Georgíu mótmæltu úrslitum nýlið-
inna forsetakosninga í Tíblisi,
höfuð borg landsins, í gær. Mikhail
Saakashvili, forseti Georgíu, vann
kosningarnar, sem stjórnarand-
staðan segir hafa verið markaðar
kosningasvindli og krefst end-
urtalningar atkvæða. Saakashvili
hlaut 53,47 prósent atkvæða og
helsti stjórnarandstöðuleiðtoginn,
Levan Gachechiladze 25,67 pró-
sent samkvæmt lokaúrslitum sem
kynnt voru í gær.
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu (ÖSE) kallaði kosningarn-
ar „sigursælt skref“ fyrir lýðræði
í Georgíu en staðfesti þó einnig að
dæmi hefðu verið um brot á kosn-
ingareglum.
Árið 2003 urðu fjöldamótmæli
meðal almennings í Georgíu, Rósa-
byltingin svokallaða, til þess að
þáverandi leiðtoga, Eduard She-
vardnadze, var komið frá völdum
og byltingarleiðtoginn Saakashvili
tók við. Vinsældir Saakashvilis
hafa hins vegar hrapað síðan vegna
ásakana um einræðistilburði. Har-
kalegar aðgerðir lögreglu til að
brjóta á bak mótmæli stjórnarand-
stöðunnar 7. nóvember síðastlið-
inn í Tíblisi vöktu mikla reiði
meðal almennings og gagnrýndu
mörg vestræn ríki aðfarirnar. - sdg
Stjórnarandstaðan segir forsetakosningarnar markaðar kosningasvindli:
Mótmæla úrslitum í Georgíu
MANNHAF Skipuleggjendur sögðu um
hundrað þúsund manns hafa mætt til
að mótmæla í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Landbrot verði stöðvað
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks
hafa lagt til að fundnar verði leiðir til
að stöðva landbrot sem þeir segja að
hafi verið mikið síðasta áratuginnn á
strandlengjunni á Kjalarnesi, allt frá
Móum að Norðurkoti. Borgarráð sam-
þykkti að vísa málinu til umsagnar
umhverfissviðs.
UMHVERFISMÁL
SJÁVARÚTVEGUR „Forsendur meiri-
hlutans eru að mínu mati veikar
þar eð þær byggjast, að því er virð-
ist, á röngum upplýsingum um
úthlutun takmarkaðs heildarafla
við upphaf kvótakerfisins,“ segir
Helgi Áss Grétarsson, sérfræðing-
ur við lagadeild Háskóla Íslands.
Mjög skiptar skoðanir voru meðal
þeirra átján fulltrúa sem skipa
Mannréttindanefnd SÞ í áliti um
íslenska fiskveiðistjórnunarkerf-
ið. Mannréttindanefndin er
umdeild og mörg ríki hafa látið
undir höfuð leggjast að fara eftir
niðurstöðum hennar.
Tólf af átján nefndarmönnum
stóðu að áliti nefndarinnar, sem
segir að íslenskum stjórnvöldum
beri að greiða tveimur sjómönnum
bætur og gera gagngerar breyt-
ingar á fiskveiðistjórnunarkerf-
inu. Sex nefndarmenn skiluðu sér-
áliti þar sem niðurstaða
meirihlutans er gagnrýnd.
Helgi Áss segir það umhugsunar-
vert að mannréttindanefndin full-
yrði að fiskimiðin, eða hafsvæðið
umhverfis Ísland, séu sameign
íslensku þjóðarinnar. „Í laga-
ákvæðinu segir að nytjastofnar á
Íslandsmiðum séu sameign
íslensku þjóðarinnar. Nytjastofnar
eru ekki undirorpnir eignarrétti á
meðan þeir eru frjálsir og vörslu-
lausir í hafinu. Á hinn bóginn er
lögfræðilega mögulegt að segja að
tiltekið hafsvæði, þar sem fiskur
finnst, sé eign nánar skilgreinds
aðila. Þessi ónákvæmni er til þess
fallin að veikja forsendur nefndar-
innar fyrir niður stöðu sinni.“
Björg Thorarensen, prófessor
við lagadeild Háskóla Íslands,
telur nefndina hafa haft allar nauð-
synlegar upplýsingar í höndunum.
„Þeir fengu þýdda texta um lög-
gjöf, aðdragandann að þessu kerfi
og hvernig stofnað var til þess.
Eins þá dóma sem hafa gengið.“
Þegar skipting nefndarmanna í
álitinu er skoðuð á milli þjóðlanda
vaknar sú spurning hvort það hafi
þýðingu að níu af tólf dómurum
meirihlutans eru frá Asíu, Suður-
Ameríku og Afríku. Björg segir að
allir nefndarmenn séu sérfræðing-
ar og ekki ástæða til að leggja út
frá þjóðerni nefndarmanna sem
standa að meirihlutaálitinu.
Aðspurð um hvort þjóðríki fari
alltaf eftir áliti nefndarinnar segir
Björg að svo sé ekki. „Það segir í
nýlegri ársskýrslu nefndarinnar
að það sé almennt ófullnægjandi
hvað ríki hafa gert til að fara eftir
niðurstöðum hennar.“
svavar@frettabladid.is
Álit mannréttinda-
nefndar oft hundsuð
Mannréttindanefnd SÞ er umdeild og margar þjóðir hafa sniðgengið niðurstöður
hennar. Sérfræðingur í lagadeild Háskóla Íslands telur forsendur nefndarinnar
um íslenska kvótakerfið veikar og virðast byggðar á röngum upplýsingum.
MEIRIHLUTAÁLIT TÓLF ÞJÓÐA:
■ Kolumbía - Rafael Posada
■ Egyptaland - Ahmed Tawfik Khalil
■ Túnis - Abdelfattah Amor
■ Frakkland - Christine Chanet
■ Indland - Prafullachandra Nat
warlai Bhagwati
■ Benín - Maurice Blélé-Ahanhanzo
■ Ekvador - Edwin Johnson Lopez
■ Sviss - Walter Kalin
■ Máritíus - Rajsoomer Lallah
■ Írland - Michael O‘Flaherty
■ Suður-Afríka - Zonke Zanele
Majodina
■ Perú - José Luis Sanchez-Cerro
SÉRÁLIT SEX ÞJÓÐA
■ Svíþjóð - Elisabeth Palm
■ Ástralía - Ivan Shearer
■ England - Sir Nigel Rodley
■ Bandaríkin - Ruth Wedgwood
■ Japan - Yuji Iwasawa
■ Rúmenía - Iulia Antoanessa
Motoc
ÁLIT MANNRÉTTINDANEFNDAR SÞ
Í HAFNARFJARÐARHÖFN Álit mannréttindanefndar SÞ hefur vakið upp umræðu
um kvótakerfið, sanngirni þess og mögulegar leiðir til breytinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GENGIÐ 11.01.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
121,933
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
62,73 63,03
122,69 123,29
92,65 93,17
12,441 12,513
11,85 11,92
9,861 9,919
0,5755 0,5789
99,26 99,86
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Pósthúsið - S: 585 8300 - www.posthusid.is
Nú þegar farið er að myrkva úti viljum við vinsamlega minna
íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín til að
auðvelda blaðberum Fréttablaðsins aðgengi að lúgu.
Munum eftir útiljósunum !
Fyrirfram þakkir, dreifing Fréttablaðsins