Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 10
10 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR Þvottavél verð frá kr.: 99.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði TILBOÐ ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Veltisagir MAKITA LF1000. Öflug og lipur veltisög. Frábært verð. Gripið til úrræða ef menn óhlýðnast Um helmingur rannsóknarlögreglumanna sem ganga bakvaktir hefur sagt sig frá þeim verði tekið upp nýtt kerfi sem kynnt hefur verið. Yfirmaður rannsóknar- deildar segir að grípa verði til úrræða óhlýðnist menn eða sinni ekki vinnuskyldu. LÖGREGLUMÁL Karlmaður var fluttur á slysadeild um hádegi á laugardag eftir slagsmál í íbúð í Hjallahverfi í Kópavogi. Var hann með skurð á enni eftir þungt höfuðhögg og meðvitundarlítill þegar lögregla kom á vettvang. Árásarmaðurinn gaf sig síðar um daginn fram við lögreglu en gengu yfirheyrslur illa vegna tungumálaerfiðleika. Þótti vitnisburður hans benda til þess að hann væri með berkla og var hann því einnig fluttur á slysa- deild til rannsókna. Kom þar í ljós að maðurinn var ekki smitaður og voru báðir mennirnir útskrifaðir á laugardagskvöldið. - ovd Tveir fluttir á slysadeild: Meðvitundarlít- ill eftir högg LEIKSKÓLAR Rúmlega 200 af um 5.700 leikskólaplássum eru ekki nýtt í Reykjavík vegna þess að fólk vantar til starfa á leikskól- ana, að sögn Ragnhildar Erlu Bjarnadóttur, sviðsstjóra leik- skólasviðs. Þetta gerir um 3,5 prósent af öllum leikskólapláss- unum í borginni. „Nýting leik- skólanna er lakari vegna þess að okkur vantar starfsmenn,“ segir hún. Borgaryfirvöld hafa vanist því að hafa hátt í fulla nýtingu á leikskólaplássunum og því er nýtingin nú óvanalega slæm. „Við erum samt með 96 prósenta nýtingu og það þykir kannski ekki slæmt en við erum bara vön að passa upp á það að öll plássin í leikskólanum séu notuð,“ segir hún. „Það er þó erfitt að hafa alla leikskólana alltaf fullnýtta. Stundum eru börnin bara til tvö og það er ekki hægt að vista í pláss frá tvö til fjögur og því reiknast það sem vannýting. 96 prósenta nýting telst ekki slök nýting en á okkar mælikvarða erum við ekki sátt.“ Foreldrar greiða um 14 pró- sent af rekstrarkostnaði leik- skólanna og borga minna þegar börnin eru send heim vegna manneklu. Ragnhildur Erla segir að því sé varla hægt að tala um tekjutap vegna þessa. Leikskól- arnir fái ákveðinn fjárhags- ramma miðað við fullnýtta og fullmannaða leikskóla. Ef ekki sé hægt að fullmanna þá og full- nýta þurfi ekki þetta fjármagn og það sé í borgarsjóði. Fjár- magnið sé síðan notað til að greiða yfirmanni auk þess sem mikil starfsmannavelta sé dýr. - ghs Leikskólapláss borgarinnar eru nánast fullnýtt: Um tvö hundruð pláss ónýtt FASTEIGNIR Heildarfasteignamat á landinu öllu samkvæmt fasteignaskrá sem gerð var um áramót var 4.065 milljarð- ar króna – fjögur þúsund sextíu og fimm milljarðar. Ári fyrr nam matið 3.431 milljarði og nemur hækkunin á einu ári 18,5 prósentum. Brunabótamat um síðustu áramót var 3.876 milljarðar. Hækkun þess á árinu var 9,5 prósent. Í frétt frá Fast- eignamati ríkisins segir að heildarfjárhæð fasteignamats hafi ekki fyrr farið yfir heildarfjárhæð brunabótamats. Fasteignamat samanstendur af húsmati og lóðarmati og vegur hið síðarnefnda tæp tuttugu prósent af heildinni. Flestar fasteignir eru í Reykjavík og er heildarfast- eignamat þeirra rúmlega 1.800 milljarðar. Í Kópavogi nemur matið 426 milljörðum. Til samanburðar nam heildarverðmæti fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands 2.158 milljörðum við lok við- skipta á föstudag. Jafnframt má nefna að samanlögð þjóðar- útgjöld voru tæplega 1.400 milljarðar árið 2006. - bþs Heildarfasteignamat á landinu hækkaði um 18,5 prósent á síðasta ári: Nemur fjögur þúsund milljörðum HEILDARFASTEIGNAMAT Stærstu sveitarfélögin Reykjavík 1.827 Kópavogur 426 Hafnarfjörður 339 Garðabær 172 Akureyri 171 Reykjanesbær 127 Mosfellsbær 111 Árborg 79 Akranes 63 Borgarbyggð 43 Tölur eru í milljörðum króna Heimild: Fasteignamat ríkisins FRÁ REYKJAVÍK Heildarfasteignamat í höfuðborginni nemur rúmum 1.800 milljörðum. VEITT Í VÖK Maður situr í hægðum sínum og bíður eftir að fiskur bíti á öngulinn í vök sem hann myndaði í Moskvuá í Rússlandi. Hitastig í Moskvu hefur farið niður í fimmtán mínusgráður á Celsíus síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP RAGNHILDUR ERLA BJARNADÓTTIR EKKI FULLNÝTT Nýtingin á leikskólapláss- unum í Reykjavík er rúmlega 96 prósent og plássin því ekki fullnýtt. MYNDIN ER ÚR SAFNI LÖGREGLUMÁL Embætti lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu bíður nú svars frá starfsmanna- skrifstofu fjármálaráðuneytis um hvort bakvaktir séu hluti af vinnu- skyldu rannsóknarlögreglumanna, og ef svo reynist, hvort sérstakt samkomulag þurfi um fyrirkomu- lag bakvakta ef þær eru að öðru leyti skipulagðar innan ramma kjarasamnings. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er megn óánægja meðal rannsóknarlögreglumanna á höfuð borgarsvæðinu með drög að nýju bakvaktafyrirkomulagi sem þeim hafa verið kynnt. Að sögn Friðriks Smára Björgvins- sonar, yfirlögregluþjóns rann- sóknardeildar, sem hefur umsjón með framkvæmd hins nýja kerf- is, hefur um helmingur þeirra, eða á þriðja tug manna, sem tekið hafa slíkar vaktir sagt sig frá þeim ef af þeim breytingum verð- ur sem kynntar hafa verið. „Það er ágætt að fá skorið úr grundvallaratriðum eins og hvort þetta er samningsatriði eða hvort þetta er hluti af vinnuskyldu,“ útskýrir Friðrik Smári. Spurður um framkvæmdina ef niðurstaðan verður sú að bakvaktir séu hluti af vinnuskyldu, en rann- sóknarlögreglumenn hafni því að vinna eftir nýju kerfi, segir Frið- rik Smári að þá geti menn ekki neitað. „Þá verður að grípa til ein- hverra úrræða ef menn óhlýðnast fyrirmælum eða sinna ekki vinnu- skyldu,“ bætir hann við. „Kjarasamningur gerir ráð fyrir því, varðandi vinnutilhögun hjá vaktavinnufólki, að það þurfi sam- þykki meirihluta þeirra starfs- manna sem eiga að vinna sam- kvæmt því fyrirkomulagi,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglu- manna. „Það á því ekki að vera hægt að breyta vaktafyrirkomulagi án samþykkis meirihluta viðkomandi starfsmanna samkvæmt þeim leik- reglum. Hins vegar búa lögreglu- menn við það vinnuumhverfi varð- andi yfirvinnu að ekki er þak á henni, eins og hjá öðrum opinber- um starfsmönnum, miðað við ákveðnar aðstæður. Að mínu mati þarf samráð að vera til staðar og samskiptin opin og hreinskilin milli manna.“ Steinar segir ástæður breyting- anna þær að lögreglustjóraemb- ættið á höfuðborgarsvæðinu þurfi að draga saman seglin vegna skorts á fjármunum. Þá séu menn nauðbeygðir til þess að fara í ein- hverjar aðgerðir, sem bitni á starfsmönnum. jss@frettabladid.is Lögreglumenn búa við það vinnuumhverfi varð- andi yfirvinnu að ekki er þak á henni miðað við ákveðnar aðstæður. STEINAR ADOLFSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMBANDS LÖGREGLUMANNA LÖGREGLUSTÖÐ Ekki eru takmarkanir á yfirvinnu lögreglumanna við ákveðnar aðstæður, segir framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.