Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 12
12 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR 2.140 2002 2003 2004 2005 2006 Svona erum við fréttir og fróðleikur FRÉTTASKÝRING GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is 2.311 2.355 3.106 3.294 RV U N IQ U E 01 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Katrín Edda Svansdóttir, sölumaður í þjónustuveri RV Skrifstofuvörur - á janúartilboði Á tilboðií janúar 2008 Bréfabindi, ljósritunarpappír, töflutússar og skurðarhnífur 1.398 kr. ks. 5 x 500 blöð í ks. Tengslahópur nýrna- sjúkra og aðstand- enda þeirra var nýlega stofnaður. Jórunn Sörensen er einn aðstandenda hópsins. Hefur verið mikil þörf fyrir tengsla- hóp sem þennan? Já, það er mikil þörf og við fundum það á eigin skinni því þeir sem stofnuðu hópinn höfðu allir gengið í gegnum þetta, annað hvort að veikjast af alvarlegri nýrnabilun eða vera aðstandandi sjúklings. Hvað gerir hópurinn? Hann styður þá sem til hans leita og þurfa á stuðningi að halda. Að veikjast af alvarlegum, langtíma- og ólæknandi sjúkdómi eins og nýrna- bilun er veldur áfalli. Það er mjög mikill missir að missa heilsuna. Þegar fólk verður fyrir áfalli hefur það gífurleg áhrif á manneskjuna, lífið breytist og ekkert verður eins og áður var. Sjúkdómurinn tekur sitt pláss í lífi fólksins en hann má ekki stjórna öllu svo fólk þarf að finna sér nýjan farveg þegar það er orðið svona veikt. Þetta gildir auðvitað um alla langvinna sjúkdóma. Fólk þarf að læra að lifa upp á nýtt. SPURT & SVARAÐ TENGSLAHÓPUR NÝRNASJÚKRA Læra að lifa upp á nýtt JÓRUNN SÖRENSEN Aðstandandi tengslahóps nýrnasjúkra. Óvissa ríkir um stöðuna í kjara- viðræðum á almennum vinnu- markaði. Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, segir að landssamböndin hafi lent á byrj- unarreit um miðja síðustu viku þegar í ljós kom að ríkisstjórnin hafnaði kröfu verkalýðshreyf- ingarinnar um sérstakan per- sónuafslátt fyrir þá lægst laun- uðu. Forystumenn flokkanna reyni nú að meta stöðuna. Þessi vika fari í fundi með baklandinu í hverju landssambandi auk samn- ingafunda með Samtökum atvinnulífsins. Meta stöðuna að nýju „Eftir það sem gerðist um miðja síðustu viku lentu menn einfald- lega á byrjunarreit og það er allt- af mjög erfitt þegar menn hafa unnið ákveðna hugmyndafræði yfir ákveðinn tíma þar sem menn hafa mátað sig í stærðir. Þegar það hrekkur út af borðinu þá ein- faldlega þurfum við að meta stærðir og stöðu að nýju og þá er allt undir í málinu,“ segir Sigurður. Sú vinna sem hefur verið unnin með Samtökum atvinnulífsins mun nýtast, til dæmis í þeim sér- málum sem ýmist eru þegar afgreidd eða í vinnslu. „Þannig að það er ekki allt ónýtt en núna í framhaldinu þurfum við að end- urskoða stærsta þáttinn, launa- þáttinn og lengd kjarasamning- anna,“ segir hann. Ljóst er að margir innan verka- lýðshreyfingarinnar vilja styttri kjarasamninga en áður var talað um. Þannig hafa forsvarsmenn innan Starfsgreinasambandsins talað um samninga til eins árs og rafiðnaðarmenn hafa viðrað samning til 1. nóvember þegar samningur tvö þúsund rafiðnað- armanna rennur út. „Menn semja örugglega til skamms tíma því að hér ríkir lík- lega erfitt efnahags- og atvinnu - ástand næsta vetur,“ hefur Guð- mundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, sagt. „Fljótlega fara í gang viðræður við opinberu félögin. Stjórnmála- menn hafa vakið upp væntingar hjá þeim. Við viljum semja strax og gefa þeim eftir leiksviðið.“ Verslunarmenn hafa hins vegar velt fyrir sér möguleikanum á að era lengri samning, til kannski þriggja eða fjögurra ára. Hæðst að launamönnum? Deilt var um tillögur verkalýðs- hreyfingarinnar í skattamálum í fjölmiðlum fyrir helgina. Tals- menn ríkisstjórnarinnar létu í ljós þá skoðun að skattatillögurn- ar hefðu slæm áhrif á jaðar- skatta. Á sömu lund hafa for- svarsmenn atvinnulífsins talað. Þeir segja tekjutengdan persónu- afslátt hafa tvo alvarlega ókosti, mikla hækkun jaðarskatta auk þess sem með upptöku tekju- tengds persónuafsláttar verði staðgreiðslukerfið eftiráuppgjör skattgreiðslna í stað þess að vera fullnaðaruppgjör vegna sam- tímatekna. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, telur forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa lagst í undir- róður gegn tillögum launamanna og gengur jafnvel svo langt að segja Vilhjálm Egilsson, fram- kvæmdastjóra SA, „hæðast að launamönnum“ þegar hann talar um að öllum sé í hag að kjara- samningar varði leiðina að lægri verðbólgu og að launakostnaðar- hækkunum sé forgangsraðað til þeirra sem lægstu launin hafa eða þeirra sem ekki hafa notið launaskriðs. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, hefur hins vegar bent á að ríkisstjórninni hafi verið gerð grein fyrir þess- um áhrifum strax í upphafi. Verkalýðshreyfingin hafi metið þetta sem besta kostinn í stöð- unni og lagt til hliðarráðstafanir til að draga úr jaðaráhrifum, til dæmis með því að lækka tekju- tengingu barnabóta og setja þak á jaðar áhrifin. Ströng vika er framundan sem væntanlega fer í stíf fundahöld innan landssambandanna og með Samtökum atvinnulífsins til að reyna að finna framhald á samn- ingaviðræðunum. Samtök atvinnulífsins eiga fundi með samningamönnum starfsgreina- sambandsins og Flóabandalags- ins hjá ríkissáttasemjara í dag og svo munu viðræður að sjálfsögðu eiga sér stað við hin landssam- böndin. Samningar aftur á byrjunarreit > Fjöldi byggðra íbúða sem lokið var við á hverju ári. Breska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að styðja smíði nýrra kjarnorku- vera í landinu. Rökin eru þau að kjarnorka sé umhverfisvæn orkulind sem gagnist vel í bar- áttunni gegn loftslagsbreyting- um af völdum gróðurhúsaáhrifa. Hvernig virkar kjarnorka? Sú orka sem losnar úr læðingi þegar kjarni atóms klofnar er kölluð kjarn- orka. Flest frumefni eru nægilega stöðug til þess að atómkjarnar þeirra klofni ekki, en þegar nifteind er skotið í atómkjarna samsætunnar úran-235 eru töluverðar líkur á að kjarninn klofni í tvo helminga og myndi mikla orku í leiðinni, í formi hita. Við réttar kringumstæður fer keðjuverkun af stað þar sem nifteindir úr einni kjarnaklofnun valda því að aðrir kjarnar klofna, og svo koll af kolli. Nauðsynlegt er að hafa hemil á keðjuverkuninni svo of mikil orka losni ekki á of stuttum tíma, en þannig virkar kjarnorkusprengja. Hvernig virkar kjarnorkuver? Kjarnorkuver virkar í megin- atriðum á sama hátt og orkuver sem nota jarðefnaeldsneyti — vatn er hitað þannig að gufa stígur upp og knýr rafal sem myndar rafmagn. Munurinn er sá að í kjarnorkuveri er jarðefnaeldsneyti ekki brennt til að hita vatnið heldur er notuð til þess kjarnorka. Úranið sjálft er í formi stanga sem settar eru inn í kjarnaofn, þar sem atómkjarnar þess klofna og mynda orku til að hita vatnið. Hverjar eru hætturnar? Úran er mjög geislavirkt efni, og því þarf að fara geysilega varlega við meðferð á því. Úranið sem fellur til við notkun í kjarn- orkuverum kallast geislavirkur úrgangur, og eyðist ekki nema á mörg þúsund árum. Möguleiki á kjarnorkuslysi er einnig töluverð hætta, en frægasta dæmið um það er Tsjernóbyl-slysið árið 1986. Þá sprakk kjarnaofn í kjarnorkuveri þannig að geislavirkar agnir dreifðust um stórt svæði og þúsundir dóu. Síðar kom í ljós að margar reglur höfðu verið þverbrotnar við byggingu kjarnorkuversins, og starfsmenn illa þjálfaðir. Í ljósi stóraukins eftirlits og mikilla tækni- framfara eru litlar sem engar líkur á því að annað eins slys geti orðið í dag. FBL-GREINING: KJARNORKA OG KJARNORKUVER Öflugur en vandmeðfarinn orkugjafi HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Erfiðar kjaraviðræður eru framundan eftir að upp úr slitnaði í samfloti landssambandanna innan ASÍ í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins eftir að ríkisstjórnin hafnaði sérstökum persónuafslætti fyrir þá lægst launuðu. Samninganefndirnar eru nú aftur á byrjunarreit og þurfa að meta stöðuna að nýju. Þar skiptir mestu launaþátturinn og lengd kjarasamninga. STRAX GERT GREIN FYRIR ÁHRIFUM Forystumenn verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda eru á byrjunarreit eftir að endanlega kom í ljós um miðja síðustu viku að ríkisstjórnin hafnaði skattatillögum verkalýðs- hreyfingarinnar. Gylfi Arn- björnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varafor- seti ASÍ, sjást hér á fundi í húsnæði ríkissáttasemj- ara. Gylfi hefur bent á að ríkisstjórninni hafi strax í upphafi verið gerð grein fyrir áhrifum skattatil- lagna á jaðarskatta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.