Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 48
24 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Icelandair er
samstarfsaðili
West Ham og
býður ferðir á
alla heimaleiki
liðsins í vetur.
Fjölmargir
leikir framundan,
s.s. á móti
Chelsea,
Blackburn og
Portsmouth.
8.–10.
FEBRÚAR
2008
W W W. I C E L A N DA I R . I S
49.300 KR.
Verð á mann
í tvíbýli frá
+ Nánari upplýsingar:
www.icelandair.is/ithrottaferdir
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
06
17
1/
08
3
DAGAR
Í EM
Í HANDBOLTA
Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson er óðum að kom-
ast í sitt gamla form eftir að hafa jafnað sig á lærmeiðsl-
um sem hann lenti í fyrr í vetur og hefur verið sjóðandi
heitur á Posten-Cup með B-landsliði Íslands. Einar byrjaði
mótið með því að skora sjö mörk í naumu tapi gegn Ung-
verjalandi á föstudag og skoraði svo sex mörk í sigri gegn
Portúgal á laugardag.
„Ég er mjög sáttur með þátttöku mína í
mótinu og það er mjög mikilvægt fyrir mig að
fá að spila heila leiki bæði vörn og sókn.
Það er mjög gaman að spila með þessum
strákum og þarna eru margir leikmenn
sem eiga eftir að spila með A-landsliðinu í
framtíðinni, það er engin spurning. Það mættu
bara vera fleiri verkefni fyrir þessa ungu og efnilegu
leikmenn til þess að þeir öðlist mikilvæga reynslu
gegn öflugum andstæðingum,“ sagði Einar, sem
varð fyrir örlitlu hnjaski í fyrsta leik mótsins sem
ágerðist svo í öðrum leiknum og því tók hann ekki
þátt í leiknum gegn Noregi í gærkvöldi.
„Ég fékk smá högg á lærið í leiknum gegn Ungverjalandi og
stífnaði svo aðeins upp á móti Portúgal, einmitt á því svæði
sem ég meiddist í fyrr í vetur, þannig að við ákváðum að best
væri að taka enga áhættu með þetta gegn Noregi. Ég hefði
örugglega getað spilað en eins og ég segi þá var betra að hvíla
upp á framhaldið,“ sagði Einar, sem vonar að landsliðið verði
ekki fyrir neinum afföllum í lokaundirbúningi sínum fyrir
alvöruna í Noregi.
„Það er náttúrlega mjög mikilvægt að við komumst
í gegnum þessa síðustu æfingaleiki án þess að verða
fyrir frekari meiðslum og það er vonandi að Sverre
og Alexander nái sér á strik og verði leikhæfir á Evr-
ópumótinu. Þetta leit á tímabili mjög vel út hvað
varðar leikform manna, en kannski fögnuðum við
því of snemma,“ sagði Einar, sem er þó bjartsýnn
fyrir mótið.
„Ég er viss um að þetta verður flott mót hjá
liðinu,“ sagði Einar bjartsýnn.
EINAR HÓLMGEIRSSON: ÁNÆGÐUR MEÐ ÞÁTTTÖKU SÍNA Í POSTEN-CUP ÞRÁTT FYRIR ÖRLÍTIÐ BAKSLAG MEÐ MEIÐSLI
Tókum ekki áhættuna á því að ég spilaði meira
> Allir í Höllina
Síðasti landsleikur íslenska handboltalandsliðsins fyrir EM
í Noregi fer fram í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 19.30
þegar Ísland og Tékkland mætast öðru sinni.
Fólk er hvatt til þess að fjölmenna í Höllina
og senda strákana til Noregs með mikinn
stuðning á bakinu. Stemningin í Höllinni
í gær var fín en það er alltaf hægt að
gera betur. Fyrsti leikur Íslands á EM er á
fimmtudag gegn Svíum.
HANDBOLTI „Ég var ótrúlega
óánægður með fyrri hálfleikinn
því við gerðum ekkert af því sem
talað var um að gera. Hálfleikur-
inn minnti hreinlega á Úkraínu-
leikinn á HM.
Ég held að menn hafi verið
yfirspenntir og þetta var mjög
klaufalegt allt saman. Ég hrósa
þó markvörðunum fyrir þeirra
hlut í fyrri hálfleik,“ sagði Alfreð
Gíslason landsliðsþjálfari sem
var ekki mjög kátur.
„Síðari hálfleikur var mun
betri fyrir utan markvörsluna
sem datt alveg niður. Tuttugu
mínútur af hálfleiknum voru
mjög góðar en við hleypum Tékk-
um inn eins og við gerum svo oft.
Það var talsvert agaleysi í leikn-
um á kafla en margt jákvætt líka.
Ég var mjög ánægður með Vigni,
sem ég hafði gagnrýnt mikið
fyrir afspyrnuslakan varnarleik í
Danmörku.
Hann var mikið mun betri núna
á öllum sviðum. Ásgeir stóð sig
líka vel og Bjarni átti frábæra
innkomu. Logi var sterkur og
kraftmikill.
Við verðum samt að læra fljótt
af þessum leik því ef við leikum
hálfleik í Noregi eins og fyrri
hálfleik hér þá verður okkur
pakkað saman,“ sagði Alfreð
Gíslason landsliðsþjálfari, sem
ætlar að spila talsvert annan
varnarleik í kvöld. - hbg
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari var ekki par sáttur við leik sinna manna í gær:
Verðum að læra af þessum leik
ALFREÐ GÍSLASON Sagði fyrri hálf-
leik í gær minna á Úkraínuleikinn á
HM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Ísland vann Tékkland
með tveggja marka mun, 32-30, í
næstsíðasta leik liðsins fyrir EM.
Það var enginn glæsibragur á leik
íslenska liðsins, sem var í bullandi
vandræðum með frekar slaka
Tékka.
Það verður að segjast eins og er
að fyrri hálfleikur var átakanlega
lélegur hjá íslenska liðinu og ef
ekki hefði verið fyrir fína mark-
vörslu þeirra Eradze og Hreiðars
hefðu Tékkar líklega leitt með
mörgum mörkum í hléinu.
Sóknarleikurinn var kraftlaus,
tilviljanakenndur og hægur. Leik-
menn skutu mjög illa og til marks
um það fór aðeins eitt af fyrstu
tíu skotum íslenska liðsins í
markið. Tékkarnir voru ekki
mikið betri og handboltinn sem
boðið var upp á var einfaldlega
hund lélegur. Hálfleikstölur 10-11
fyrir Tékka.
Síðari hálfleikur var talsvert
betri á flestum sviðum. Ísland fór
loks að ná hraðaupphlaupum og
sóknarleikurinn var mun mark-
vissari. Varnarleikurinn var mjög
kaflaskiptur og leikmenn voru oft
á tíðum mjög lengi til baka. Svo
munaði mikið um að markvarslan
var nákvæmlega engin í síðari
hálfleik og enn einu sinni gengur
íslensku markvörðunum illa að
verja í síðari hálfleik. Ef það hefði
verið einhver markvarsla í síðari
hálfleik hefði Ísland rúllað þess-
um leik upp.
Ísland náði mest fjögurra marka
forskoti í síðari hálfleik en líkt og
venjulega hleyptu þeir andstæð-
ingnum inn í leikinn á ný. Það var
þó jákvætt að liðið skyldi klára
dæmið og vinna leikinn.
Jaliesky Garcia Padron náði sér
engan veginn á strik og sömu sögu
má segja um Alexander sem vant-
ar tilfinnanlega leikæfingu. Það
var aftur á móti mjög gaman að
fylgjast með þeim Vigni Svavars-
syni, Bjarna Fritzsyni og Ásgeiri
Erni sem komu allir mjög vel út úr
leiknum. Logi Geirsson hélt líka
áfram að sýna að hann er svo sann-
arlega á réttu róli. Strákarnir gera
vonandi betur á morgun enda býr
mun meira í liðinu en það sýndi í
gær. henry@frettabladid.is
Sigur á slökum Tékkum
Íslenska landsliðið var ekki sannfærandi er það mætti slökum Tékkum í Höll-
inni í gær. Þó að svo tveggja marka sigur hafi unnist, 32-30, er enn margt sem
þarf að laga. Nokkrir ljósir punktar voru samt hjá íslenska liðinu.
LOGI HEITUR Logi Geirsson hefur spilað mjög vel fyrir íslenska liðið í síðustu leikjum.
Hann hélt uppteknum hætti í gær og skoraði til að mynda markið sem tryggði
Íslandi sigur að lokum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÍSLAND-TÉKKLAND 32-30
Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefáns-
son 6/2 (12/2), Logi Geirsson 5 (9),
Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (8/2),
Vignir Svavarsson 4 (5), Bjarni Fritz-
son 4 (4), Snorri Steinn Guðjónsson
3 (6/1), Róbert Gunnarsson 2 (4),
Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (3), Alex-
ander Petersson 1 (5).
Varin skot: Roland Eradze 10 (18/1)
55%, Hreiðar Guðmu. 5 (27/2) 18%.
Hraðaupphlaup: 10 (Vignir 4, Guð-
jón 2, Róbert 2, Bjarni, Ólafur).
Fiskuð víti: 5 (Róbert 3, Alexander,
Bjarni).
Utan vallar: 4 mínútur.
HANDBOLTI Þeir Alexander
Petersson og Sverre Jakobsson
spiluðu báðir með liðinu í gær en
þeir hafa nánast ekkert æft alla
vikuna.
Sverre spilaði 18 mínútur og
sagðist líða vel eftir leikinn. Hann
væri allur að koma til og því
bjartsýnn á framhaldið.
Alexander sagði að ökklinn
væri mun betri þó svo að hann
fyndi fyrir meiðslunum eftir
leikinn. Hann sagði þó hvíldina
hafa gert sér gott og óttaðist ekki
að meiðslin myndu plaga hann of
mikið á EM þó svo hann taldi sig
vanta meiri leikæfingu. - hbg
Alexander og Sverre:
Á góðum
batavegi
HANDBOLTI Það voru mörg slæm
tíðindi af íslenska landsliðshópn-
um í gær. Arnór Atlason lék ekki
með gegn Tékkum en í ljós hefur
komið að hann er meiddur á
liðþófa og með trosnuð liðbönd.
Hann þarf því líklega að fara í
aðgerð sem fyrst og Alfreð
Gíslason landsliðsþjálfari sagði
að líklegast yrði hann ekki með á
EM.
Ólafur Stefánsson og Roland
Valur Eradze meiddust svo báðir í
leiknum í gær. Ólafur meiddist á
fingri en Roland tognaði líklega
illa á hálsi og sagði Alfreð að
útlitið með hann væri ekki gott.
Fari svo að hann komist ekki með
á EM ætlar Alfreð að ákveða í
kvöld hvort hann taki tvo
markverði með til Noregs eða
bæti Björgvini Gústavssyni við
hópinn.
Einar Hólmgeirsson meiddist
svo á læri gegn Ungverjum og
varð fyrir vikið að hvíla með B-
liðinu í gær en hann ætti að jafna
sig fljótt. - hbg
Meiðsli í landsliðinu:
Vandræðin
hrannast upp
MEIDDUR Ólafur Stefánsson meiddist á
fingri í gær en nær sér vonandi fljótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI