Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.01.2008, Blaðsíða 16
16 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is EMILY WATSON KVIKMYNDALEIK- KONA ER 41 ÁRS. „Það er algjör upphefð fyrir leikara að horfa beint inn í myndavélina. Það er eins og að horfa inn í hjarta mynd- ar innar og því ber ekki að taka af neinni léttúð.“ Watson er meðal annars þekkt fyrir hlutverk sín í Break- ing the Waves og The Boxer. Það gustaði hressilega um Bill Clinton Bandaríkjaforseta í byrjun árs 1999 er rann- sókn á kvennamálum hans stóð sem hæst. Hinn 14. jan- úar tók öldungadeild Banda- ríkjaþings fyrir kröfu saksókn- ara um að hann yrði sviptur embætti. Hann var sakaður um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar og ljúga sig út úr ásökunum um fram- hjáhald með Monicu Lewin- sky og kynferðislega áreitni gegn Paulu Jones. Talsmaður Clintons sagði á sínum tíma að málatilbún- aðurinn gegn forsetanum minnti helst á ómerkilegan reyfara þar sem sakargiftirnar tækju stöðugum breytingum frá degi til dags. Fimmtán dögum eftir að öld- ungadeildin tók málið til um- ræðu hafnaði hún tillögu um að ákærum á hendur Clinton forseta yrði vísað frá og sam- þykkti að stefna þremur vitn- um til að bera vitni fyrir lukt- um dyrum. Þeirra á meðal var Monica Lewinsky. Þetta var ekki drauma niðurstaða Clin- tons en atkvæði féllu eftir flokkslínum og því þótti ljóst að aldrei myndu nást nógu mörg atkvæði til að fella forsetann. Hann slapp því með skrekkinn og hélt embætti sínu. ÞETTA GERÐIST: 14. JANÚAR 1999 Krafan um að reka Clinton rædd MERKISATBURÐIR 1784 Frelsisstríði Bandaríkjanna lýkur formlega með friðar- sáttmála við Breta. 1814 Danmörk lætur Noreg af hendi til Svíþjóðar með Kílarfriðargerðinni. 1923 Ellefu manns farast og mikið tjón verður á hafnar- mannvirkjum víða um land í óviðri. 1960 Elvis Presley verður lið- þjálfi í hernum og er þar með hækkaður í tign. 1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Íslendinga. 1984 Páfi staðfestir helgi Þorláks biskups Þór- hallssonar, verndardýrl- ings Íslendinga. Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnar- firði varð 40 ára í gær en félagið var stofnað 13. janúar 1968 með það að markmiði að standa vörð um þá lög- gildingu sem meistaraprófið felur í sér. Að sögn Björns Bjarnasonar, for- manns félagsins, og Friðriks Ágústs Ólafssonar framkvæmdastjóra er þetta þéttur félagsskapur iðnmeistara sem heldur vel saman. „Þetta eru 165 félagsmenn og við teljum það styrk þessa félags að hér eru allar byggingagreinarnar með.“ útskýrir Friðrik og heldur áfram: „Nýliðar sjá þarna tækifæri til að mynda tengsl við þessa gömlu refi, koma saman, kynnast og ræða málin. Félagið stendur fyrir fræðsluerind- um og uppákomum og upp á síðkastið höfum við haft súpufundi í hádeginu sem eru vel sóttir,“ útskýrir hann og Björn bætir við að það sé engin logn- molla í kringum félagið. „Félagið hefur aldrei verið fjöl- mennara en núna og atvinnu ástandið líka aldrei betra. Það hefur verið góð nýliðun svo þetta er ekki nein elli- mannadeild,“ segir Björn, en félagið leggur metnað í að kynna starfsemi sína fyrir unga fólkinu og aðstoðar til dæmis iðnnema við að komast á samn- ing hjá meistara. „Oft á tíðum reynist erfitt að koma iðnnemum á verksamning og þá hef ég reynt að aðstoða og komið því áleiðis innan félagsins að nema, til dæmis í húsasmíði, vanti meistara,“ útskýrir Friðrik og segir það mikilvægt að fá endurnýjun í iðnstéttina því eins og allir viti vanti iðnaðarmenn hér á landi. „Það er samkeppni um unga fólkið,“ segir Björn og heldur áfram: „Það er svo margt í boði og okkur finnst það auðvitað bagalegt þegar ungu fólki er beint inn á framhaldsnám í viðskipta- fræði eða öðru, en það hafa alltaf verið ágætis laun í því að vera iðnaðar maður og alltaf nóg að gera,“ bætir hann við. Hjá félaginu er ýmislegt á döfinni í tengslum við afmælið þó engin terta hafi verið bökuð enn. „Við verðum með afmælisárs hátíð,“ útskýrir Friðrik. „Það var tekin sú ákvörðun að halda ekki beinlínis af- mælisboð þar sem fólk kæmi með gjafir heldur vildum við frekar halda veglegri árshátíð fyrir okkar félags- menn. Svo ætlum við að gefa út af- mælisblað í tengslum við Bygginga- daga,“ segir hann en Bygginga dagar eru eitt af því sem meistarafélagið stendur fyrir til að kynna starfsemi félagsmanna og verða þeir haldnir nú í þriðja sinn í haust, 10. og 11. október. Í Byggingadögunum taka einnig þátt bankar, tryggingafélög, fasteigna- salar og fleiri og er undirbúnings- vinna þegar hafin hjá félaginu. „Við höfum staðið að Byggingadögum í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Hafnarfjarðar kaupstað og þar geta okkar félagsmenn kynnt sína fram- leiðslu sem er þá framleiðsla á íbúð- um, iðnaðarhúsnæði eða hlutafram- leiðslu. Hafnarfjarðarbær er þá að kynna lóðaframboð og þjónustu,“ útskýrir Friðrik og Björn bætir því við að Hafnarfjörður hafi þanist út á undan- förnum árum og félagið sé að fylgja þeirri stækkun eftir með slíkri kynn- ingu. Eins hefur Iðnskólinn í Hafnar- firði verið með kynningu á skólan- um á Byggingadögum, sem er liður í þeirri stefnu félagsins að kynna iðngreinarnar fyrir unga fólkinu. „Við höfum verið að benda á það að iðnaðarmaður er ekki endilega þessi skítugi vélsmiðjumaður því þetta hefur breyst svo mikið,“ segir Frið- rik og bætir við: „Blikksmiðir í dag þurfa til dæmis mikla menntun til að vinna á alls konar stýritækjum og auk þess öðlast menn strax starfsréttindi að námi loknu sem ég hef oft bent á að sé góður kostur,“ útskýrir Friðrik og Björn bætir því við að lokum að dreifa þurfi ungu fólki í nám. „Á Íslandi geta ekki allir verið við- skiptafræðingar eða lögfræðingar því við komum til með að búa áfram á þessu landi og þurfum alltaf þak yfir höfuðið.“ heida@frettabladid.is MEISTARAFÉLAG IÐNAÐARMANNA Í HAFNARFIRÐI: FAGNAR 40 ÁRA AFMÆLI Gamlir refir og nýliðar sækja saman súpufundi í hádeginu VAXANDI FÉLAGSSKAPUR Björn Bjarnason, formaður félagsins, og Friðrik Ágúst Ólafsson framkvæmdastjóri ætla fagna tímamótunum með margvíslegum hætti á nýja árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hilmar Steinólfsson, vöruflutningabílstjóri frá Siglufirði, sem lést á Droplaugarstöðum 7. janúar verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13.00. Hulda Steinsdóttir Sigurður Gunnar Hilmarsson Jónína Gunnarsdóttir Elinborg Hilmarsdóttir Magnús Pétursson S. Jóna Hilmarsdóttir Iðunn Ása Hilmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Yfir 300 þúsund krónur söfnuðust til hjálpar fötluð- um í Afríku með sölu mál- verka eftir myndlistarmenn í Reykjanesbæ. Listamennirnir efndu til listaverkasölu í Kaffitári á aðventunni og afhentu ný- verið IceAid-samtökunum afraksturinn. AceAid eru ís- lensk þróunar- og mannúð- arsamtök sem Glúmur Bald- vinsson er í forsvari fyrir og tók hann sjálfur við fjár- framlaginu. Hann kvaðst stoltur og þakklátur og lof- aði að leggja gjafaféð í góð verk í Tansaníu þar sem samtökin eru með margvís- leg þróunarverkefni. Meðal annars eru þau í samstarfi við Icexpress um að útvega þeim gervifætur sem þess þurfa með. Söfnuðu fé með sölu listaverka FRÁ AFHENDINGU Erla Lúðvíksdóttir í Kaffitári, Glúmur Baldvinsson í AceAid og myndlistarmennirnir Steinunn Björk Sigurðardóttir og Hjördís Árnadóttir sem höfðu forgöngu um söfnunina. MYND/VÍKURFRÉTTIR Þórey I. Guðmunds- dóttir hefur verið ráðin framkvæmda stjóri Fjár- mála- og rekstrarsviðs Reykjanes bæjar. Þá hefur Guðlaugur H. Sigur jónsson verið ráð- inn framkvæmdastjóri Um- hverfis- og skipulagssviðs. Þórey hefur meðal ann- ars starfað hjá Umhverfis- stofnun og Hollustuvernd og sem framkvæmdastjóri LÍN. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt. Guðlaugur hefur starfað hjá Þróunarfélagi Keflavíkur- flugvallar og var þar áður hjá Verkfræðistofu Suðurnesja en hann er byggingafræð- ingur að mennt. Guðlaugur er vel hnútum kunnugur á þessu sviði en hann hefur til margra ára unnið í tengslum við verklegar framkvæmdir hjá Reykjanesbæ. Nýtt fólk hjá Reykjanesbæ AFMÆLI JÓN REYKDAL LISTMÁLARI ER SEXTÍU OG ÞRIGGJA ÁRA Í DAG. JAKOB ÞÓR EINARSSON LEIKARI ER FIMMTÍU OG EINS ÁRS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.