Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 4
4 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+, -+, .+, *+, *+, /+, 01+,  23 /+, -+, -+, .+, *+, 0*+, 0.+,  23 41+,  23                 !  " #$  $"%  % ## !  % &'(" )  *+% "  " ,& -. /% ,% $!  %% 0 #(  1(  "%     %   $! % $!  $&  2 /% 0 #(  1  $!  %       *+% "  " ,& - /% 0 #(  3"    % '4#$   %  %0" !% " 0 #(  5678 7 9 :;!" 0 &,% %"% 2 /% 0 #(  1 '4#$  " % , : " + " &  5"! 6 "  017089      :  5" 1!" 3 ! %%$ <  "&;" !       = > ? -      = 2 > >          STJÓRNMÁL „Almennt er ég fylgjandi því að fyrirtækin geti gert upp í erlentum myntum ef þau uppfylla skilyrði í lögum,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hefur Kaupþing sent neikvæða umsögn Seðlabanka Íslands, vegna beiðni bankans um að fá að gera upp í evru frekar en krónu, til Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra sem úrskurðar í málinu. Forsvarsmenn Kaupþings ætla sér ekki að tjá sig um málið fyrr en úrskurður fjármálaráðherra liggur fyrir. „Fjármálaráðherra hefur nú þetta mál til umfjöllunar og verður að fá svigrúm til þess að fara yfir þessi mál,“ sagði Björgvin. Árni kvað ekkert hafa um málið að segja að svo stöddu, þegar hann kom út af ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Björgvin segist vera ósammála umsögn Seðlabanka Íslands en í henni kemur fram að það geti skað- að íslenskt efnahagslíf ef Kaup- þing gerir upp í evru. „Ég tek ekki undir öll þau rök sem koma fram í umsögn Seðla- banka Íslands. Ég held að það geti styrkt stöðu fjármálalífsins að heimila fjármálafyrirtækjum að gera upp í evrum, ekki síst vegna þess að félögin yrðu að álitlegri fjárfestingakostum og ættu auð- veldara með að aðlagast síbreyti- legum aðstæðum í alþjóðlegu við- skiptaumhverfi.“ - mh Björgvin G. Sigurðsson ósammála umsögn Seðlabanka Íslands um evru: Efnahagslíf styrkist með evru BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Segir evruna geta styrkt efnahagslífið frekar en veikt það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Ekki er útlit fyrir að fjármálaráðherra taki á næstu dögum ákvörðun um hvort Kaupþing fái að færa bókhald sitt í evrum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupþing býst við svari í þessum mánuði. Ársreikningaskrá heimilaði að bankinn fengi að gera upp í evrum, en með því skilyrði að yfirtökunni á hollenska bankanum NIBC yrði lokið. Seðlabankinn lagðist gegn þessu í umsögn sinni. Fasteignafélaginu Landic property hefur einnig verið hafnað að gera upp í evrum. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic, segir óvíst hvað félagið taki til bragðs. Þó hafi ekki verið íhugað að fara með reksturinn úr landi. - ikh Evrubókhald fyrirtækja í bið: Ákvörðunar ráðherra beðið ÁRNI MATHIESEN Synjaði Landic Property um að færa bókhald í evrum. VIÐSKIPTI Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, velti því fyrir sér á Alþingi í gær hvort Davíð Oddsson seðlabankastjóri gæti gefið hlutlæga umsögn um fyrirtækin Landic Property og Kaupþing. Fyrirtækjunum hefur báðum verið synjað um að gefa upp í evrum. Í samtali við Fréttablaðið segist Valgerður hafa verið að vísa til meints ósættis Davíðs og Baugsmanna, en ráðandi eigendur Landic Property tengjast Baugi. Menn muni einnig þegar Davíð gekk inn í útibú Kaupþings- Búnaðarbanka árið 2003 og tók út alla peningana sína. - sþs Valgerður Sverrisdóttir: Veltir fyrir sér hæfi Davíðs EFNAHAGSMÁL Hægagangur í hag- kerfinu á heimsvísu gæti valdið því að íslenska krónan félli. Þetta segir Emma Lawson, sérfræðing- ur bandaríska fjármála- fyrirtækisins Merrill Lynch & Co. „Ég myndi fara afar varlega í að halda í íslenskar krónur,“ segir Lawson í viðtali við fréttastofuna Bloomberg sem hefur eftir Law- son að íslenskt efnahagslíf eigi í grundvallarvanda. Í núverandi umhverfi á alþjóðalega vísu, þar sem menn forðist áhættu, geti menn tekið skyndilega upp á því að losa sig við íslensku krónuna. Lawson bendir á að jafnvel Seðlabanki Íslands geri ráð fyrir lækkandi gengi krónunnar. Þótt viðskiptahallinn hafi dregist saman sé hann svo mikill að krónan sé enn of hátt skrifuð. „Ef áhættusækni minnkar verður krónan einn þeirra gjald- miðla sem fyrst verða seldir. Það er sannarlega hætta á harðri lend- ingu,“ segir Lawson við Bloomberg. Ólafur Ísleifs- son, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir í raun ekkert nýtt í máli Law- sons. Þeir sem fylgist með þró- uninni virðist á einu máli um við- skiptahallinn muni haldi áfram að dragast saman eftir að miklu fram- kvæmdaskeiði ljúki. „Það er ljóst að almenningur mun mjög kippa að sér höndum í neyslu og fjárfestingum eftir svipt- ingar á fjármálamörkuðum á undangengnum vikum og mánuðum,“ segir Ólafur. Geir Haarde forsætisráðherra segir að komin sé fram ný þjóð- hagsspá sem segi til um ástandið eins og það horfi við færustu sér- fræðingum fjármálaráðuneytisins. „Útlitið er ekkert slæmt. En ástandið á hlutabréfamörkuðum er ekki jákvætt. Það má rekja einna helst til þróunar á alþjóðamörkuð- um,“ segir forsætisráðherra sem kveður viðskiptahallann að líkind- um lækka mjög hratt á næstunni og að hagvöxtur verði um 1,4 pró- sent á árinu. Ekki sé gert ráð fyrir því að forsendur fjárlaganna muni breytast að neinu marki. „En það verður að hafa það huga að það er erfitt að meta ástandið á mörkuðum eins og mál standa nú þar sem þróun á mörkuðum er óvissuforsendum háð,“ segir Geir Haarde. gar@frettabladid.is/ magnush@frettabladid.is Spáir krónunni falli Ráðgjafi fjármálafyrirtækisins Merrill Lynch & Co. segir íslenskt efnahagslíf glíma við grundvallarvandamál og varar fjárfesta við krónunni. Forsætisráð- herra og lektor við Háskólann í Reykjavík segja viðskiptahallann á undanhaldi. ÓLAFUR ÍSLEIFSSON SEÐLABANKI ÍSLANDS Emma Lawson hjá bandaríska fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & co. segist mundu fara varlega í að halda í íslenskar krónur. SJÁVARÚTVEGUR Samherji hyggst hætta rækjuvinnslu á Akureyri. Rúmlega tuttugu manns verður sagt upp hjá fyrirtækinu í kjölfarið. Fundað var með starfsmönnum í gær og þeim tilkynnt ákvörðun fyrirtækisins. Í tilkynningu um lokunina á heimasíðu fyrirtækisins segir að rekstur rækjuverksmiðja hafi verið mjög erfiður undanfarin ár og því komi þessi ákvörðun fáum á óvart sem fylgst hafi með fréttum af þeim vettvangi. Sárt sé að grípa til lokunar en aðrir kostir hafi ekki verið í stöðunni, er haft eftir Gesti Geirssyni, framkvæmdastjóra landvinnslu Samherja hf. - sþs Tuttugu sagt upp á Akureyri: Rækjuvinnslu Samherja lokað LÖGREGLUMÁL Um þrjátíu árekstrar urðu í umferðinni í gær, en snjókoma og hálka var víða um land. Tvennt slasaðist í tveimur árekstranna, hvorugt alvarlega. Ófrísk kona var flutt á slysa- deild um klukkan tvö í gær eftir árekstur á Selásbraut, en hún slapp með lítilvæg meiðsli. Karlmaður fór einnig á slysadeild með eymsli í hálsi eftir aftan- ákeyrslu í Árbæ í gærmorgun, en hann var ekki alvarlega slasaður. Alls urðu um þrjátíu árekstrar á höfuðborgarsvæðinu í gær og þrír á Akureyri. - sþs Ólétt kona flutt á slysadeild: Þrjátíu árekstrar í snjó og hálku Skiptum lokið á Fróða Gjaldþrotaskiptum á Tímaritaútgáf- unni Fróða ehf. lauk milli jóla og nýárs með því að 146 milljónir króna fengust greiddar upp í almennar kröfur sem alls námu 315 milljónum. Forgangskröfur upp á 6 milljónir króna voru greiddar að fullu. FJÖLMIÐLAR GENGIÐ 15.1.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 124,6095 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 63,86 64,16 125,39 125,99 94,8 95,34 12,732 12,806 12,093 12,165 10,099 10,159 0,5934 0,5968 101,43 102,03 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í frétt sem birtist síðastliðinn laugar- dag sagði að svarthol hefði fundist í þriggja og hálfs milljarðs kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hið rétta er að svartholið er í þriggja og hálfs millj- arðs ljósára fjarlægð frá jörðu. LEIÐRÉTTING Ríkið selur stóðhestastöð Þessa dagana auglýsa Ríkiskaup til sölu stóðhestastöð og sæðistökuhús í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra. Með fylgja 87 hektarar lands. Áskilið er að kaupandinn reisi griphelda girðingu. SUÐURLAND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.