Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 46
38 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. ævintýri 6. skammstöfun 8. fornafn 9. lærdómur 11. á fæti 12. jakki og pils 14. krapi 16. tveir eins 17. traust 18. forsögn 20. utan 21. bannhelgi. LÓÐRÉTT 1. bak 3. tveir eins 4. garðplöntu- tegund 5. hár 7. sjampó 10. mas 13. hola 15. knippi 16. kærleikur 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. sögu, 6. eh, 8. öll, 9. nám, 11. il, 12. dragt, 14. slabb, 16. áá, 17. trú, 18. spá, 20. án, 21. tabú. LÓÐRÉTT: 1. lend, 3. öö, 4. glitbrá, 5. ull, 7. hársápa, 10. mal, 13. gat, 15. búnt, 16. ást, 19. áb. „Á þessu ári var ég m.a. að vinna á NT. Gunnar Smári gerði stundum grín að mér fyrir að vera með sítt að aftan en maður bar það með miklu stolti. Ég var fjarskalega mjór á þessum árum. Ef ég sé þessa mynd stefni ég kannski að því að verða ein- hvern tímann aftur svona mjór.“ Egill Helgason, sjónvarpsmaður. Myndin er tekin árið 1985. „Ég var búinn að ákveða það fyrir löngu að taka mér spilafrí á þess- um tíma, er búinn að panta mér hótel og er kominn með miða á alla leiki íslenska liðsins,“ segir Eiríkur Hauksson, rokkgoð með meiru. Eiríkur, sem er búsettur í Noregi og hefur verið á miklu tónleika- ferðalagi að undanförnu, segir það ekki hafa komið til greina að sleppa handboltaveislunni í Þrándheimi. Fyrsti leikur Íslands á EM er á morgun. Eiríkur hefur fylgst vel með undirbúningi íslenska liðsins og sá meðal annars leik b-liðsins gegn Norðmönnum á Posten-Cup. Þótt sigur norska liðsins hefði verið nokkuð afgerandi segir Eiríkur að þulir norska ríkissjónvarpsins hafi farið lofsamlegum orðum um íslenskan handknattleik. „Þeim varð tíðrætt um hversu margir frambærilegir handknattleiks- menn kæmu frá þessari litlu þjóð.” Eurovision-farinn átti sjálfur lipra spretti í handknattleiknum með unglingaliðum Þróttar, á meira að segja eina gullmedalíu, þótt fót- boltinn hafi alltaf verið hans uppá- haldssport. Eiríkur segist þó lifa sig mikið inn í leikinn og vera einn þeirra sem bæði öskri og æpi þegar mikið liggi við. Og hann er ekki í vafa um að íslenska liðið geti vel lagt það sænska að velli á fimmtu- daginn í fyrsta leiknum. „Ef það tekst eru okkur allir vegir færir,“ segir Eiríkur. - fgg Eiki Hauks missir ekki af leik í Þrándheimi KEPPNISMAÐUR Eiríkur lætur vel í sér heyra á leikjum og hyggst leggja sitt af mörk- um á EM. „Ég get ekki sagt neinar frægðarsögur af mér sem skotveiðimanni en ég er með öll leyfi, passaði mig sérstaklega á að taka veiðikortið í ljósi umræðu sem var um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar,“ segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður og fyrrverandi ráðherra. Siv var nýverið í sjálfboðavinnu með Skotíþrótta- félagi Hafnarfjarðar en félagið er að koma sér upp stærri félagsaðstöðu. Það kostaði miklar væringar meðal skotveiðimanna þegar Siv setti sem umhverfisráðherra á rjúpnaveiðibann til þriggja ára 2002. „Ég hef áhyggjur af rjúpnastofninum. Hann gengur í sveiflum en lá þarna niðri. Því miður var bannið ekki nema til tveggja ára en arftaki minn Sigríður Anna [Þórðardóttir] aflétti banninu.“ Löng hefð er fyrir skotveiðum í fjölskyldu Sivjar og þar rjúpur á borðum á jólum. Faðir hennar gekk til rjúpna, maður hennar, sonur og bróðir skjóta. Siv leggur þó áherslu á að fjölskyldan aðhyllist gamaldags aðferðir sem ganga út á sjálfbærni og hófstillta töku þess sem landið gefur af sér. Siv segir fjölskylduna týna ber, sulta, týna sveppi og stunda útivist eins og kostur er. „Það er langt síðan ég fékk byssuleyfi en stutt síðan ég fékk veiðikortið. Og get ekki sagt af mér neinar aflasögur. Ég skrepp stundum en er miklu meira fyrr lax- og silungsveiði. Svo hef ég farið út í nýtt sport sem er sjóstangveiði og keppti á stóru móti á Siglufirði í fyrra. Stærsta sjóstangveiðimót sem haldið hefur verið og okkar sveit fékk silfur í kvennaflokki.“ - jgb Siv veiðir fugl en einkum fisk ALHLIÐA VEIÐIMAÐUR Siv með gullfallega bleikju sem hún veiddi í Héðinsfirði í fyrrasumar. Um fátt er meira rætt á netinu nú en frétt Vísis af Porsche-bifreiðinni 911 GT3RS sem metin er á 25 millj- ónir og gereyðilagðist þegar hún fór út af Grindavíkurvegi um helgina. Telja netverjar almennt að ökumaðurinn sé piltur en samkvæmt bifreiðaskráningu er umráðamaður bílsins fæddur árið 1971, heitir Auðunn Svafar Guð- mundsson, for- stjóri í Garðabæ, en sambýliskona hans er Katrín Brynja Her- mannsdóttir þula á Ríkis- sjónvarpinu. Eigendur eru hins vegar skráðir SP fjármögnun og samkvæmt upplýsingum þaðan er gert ráð fyrir því að bílarnir séu í kaskó-tryggingu. Yfirmaður rann- sóknardeildar bílslysa í Njarðvík er Jóhannes Jensson sem segir að rannsókn á óhappinu standi enn yfir. Karl Örvarsson sló rækilega í gegn í jólaspjallþætti Loga Bergmanns á Stöð 2. Þar flutti hann ásamt vinum jólalagið Jólastund. En söngvarinn Karl féll gersamlega í skuggann af eftirhermunni Karli sem apaði að loknum flutningi lagsins eftir Agli Ólafssyni, Birni Jörundi, Kára Stefánssyni og kaffivél. Karl er nánast hættur að fá hringingar þar sem óskað er krafta hans sem söngvara en nokkuð er um að hann sé pantaður sem eftirherma. Þannig skemmti Karl á nýársfagnaði hjá Gísla Marteini Baldurssyni sem þótti óhætt að bjóða upp á skemmtiatriði þar sem hermt er eftir heimilistækjum. Engar líkur á að það stuði nokkurn mann. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Þetta er fimmtíu ára gamalt hús á góðum stað og með mikla sögu,“ segir Sigurjón Sighvatsson athafnamaður. Stjórn Faxaflóa- hafna ákvað í gær á fundi sínum að ganga að tilboði fasteignafélags Sigurjóns, Heimiliskaupa ehf., um kaup á Grandagarði 14. Alls bárust 16 tilboð í húsið, sem alla jafna kallast Slysavarna- félagshúsið, en tilboð Sigurjóns upp á 215 milljónir var hæsta boð. Sigurjón sagðist í samtali við Fréttablaðið fyrst og fremst ætla að gera húseignina upp. Heimiliskaup ehf. gerðu á sínum tíma einnig tilboð í Lauga- veg 4-6 sem hefur verið töluvert í umræðunni að undanförnu. „En þá var ekki jafn almenn samstaða meðal húsafriðunarsinna um að þær húseignir væru þess virði að bjarga,“ segir Sigurjón. Umsvif Sigurjóns hér á landi hafa aukist með ári hverju að undanförnu en hann á meðal ann- ars meirihlutaeign í 66°N en úti- vistarfatnaður fyrirtækisins hefur notið mikilla vinsælda meðal stórstjarnanna í Holly- wood. Einnig á og rekur Sigurjón menningarsetrið að Eiðum fyrir austan þar sem eiginkona hans, Sigríður Jóna Þórisdóttir, hefur ráðið ríkjum. Auk þess hefur kvikmyndaframleiðandinn verið að feta sig áfram á fasteigna- markaðnum í Danmörku en Heimiliskaup ehf. keyptu danska fasteignafélagið VG Investment fyrir tveimur árum. Sigurjón á auk þess stóran hlut í danska dreifingarfyrirtækinu Scanbox. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur stjórnar Faxaflóahafna, segir verðið sem fengist hafi fyrir lóð- ina ásættanlegt og erfitt hafi verið að ganga framhjá tilboði Sigurjóns. Hann segir jafnframt að stjórninni hafi litist vel á áætl- anirnar sem Sigurjón hafi um húsið. „Og ég er þess fullviss að Sigurjón framfylgir þeim,“ segir Björn Ingi. Hann telur jafnframt að miðað við þær áætlanir sem Reykjavíkurborg hafi um Örfirisey sé ljóst að Sigurjón hafi fest kaup á góðri eign. „Staðsetn- ingin er náttúrlega stórkostleg,“ segir Björn Ingi. freyrgigja@frettabladid.is SIGURJÓN SIGHVATSSON: KAUPIR SLYSAVARNAFÉLAGSHÚSIÐ Á GRANDA Kaupir hálfrar aldar gamalt hús á 215 milljónir króna GLÆSILEGUR STAÐUR Staðsetning Grandagarðs 14 er góð en Sigurjón Sighvatsson keypti lóðina á 215 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN UMSVIFAMIKILL Sigurjón Sighvatsson hyggst gera húseignina á Grandagarði 14 upp. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Færeyingar 2 Egill Örn Egilsson 3 Illugi Gunnarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.