Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Unglingsárin eru gjarnan blómaskeið róttækni (þó að margir táningar séu jafnframt heimsmeistarar í spéhræðslu, einkum varðandi allt sem viðkem- ur foreldrum þeirra) en með stöku undantekningum tölta flestir þaðan í frá veginn breiða í átt til íhaldssama landsins. Þeim sem áður kunnu best að meta ævin- týraferðir með bakpoka á óþekktan áfangastað finnst nú notalegast að heimsækja Kanarí eins og í fyrra þar sem stutt er á Klörubar og svona. Þróun frá ævintýra- mennsku að öryggisþörf er vita- skuld persónubundin en ég hef lúmskan grun um að vanafestan drepi árlega fullt af fólki úr leið- indum. Ofdekur á hefðum og rútínu hefur tilhneigingu til að bólgna út og stökkbreytast í skort á nýjungagirni sem getur í engu reikningsdæmi skapað gjöfula og innihaldsríka tilveru. UNDURSAMLEGT trix til að brýna heilastarfsemina og hrista upp í lífinu er að gera reglulega eitthvað nýtt og óþægilegt í þeim tilgangi einum að gera eitthvað nýtt og óþægilegt. Sumum gæti fundist fullkominn óþarfi að bæta óþægindum við tilveruna, sem hefur sterka tilhneigingu til að færa okkur allskyns vesen hjálpar- laust. Meðvituð útfærsla á lífs- reynslu getur hins vegar opnað nýjan útsýnisglugga á lífið og þarf hvorki að kosta fjármuni eða vand- ræði fyrir aðra. Við getum sem sagt valið okkur óþægindi innan þægilegra marka. FYRIR einhverja væri til dæmis óþægilegt skref að borða kvöld- verð á fínum veitingastað ein- göngu í eigin félagsskap. Eða brydda upp á samræðum við ókunnugt fólk, skilja símann eftir heima eða biðja um aðstoð. Fara í strætó, gera kínverskar teygju- æfingar á almannafæri, lesa bók eftir Barböru Cartland og viður- kenna mistök. Fara á samkomu í Krossinum eða með næstu rútu þangað sem hún er að fara. Taka á sig annars sök eða hætta að kenna sjálfum sér um allt og ekkert. Henda draslinu úr geymslunni og fyrirgefa gamlar misgjörðir. SEM boðberi ferðalaga út úr þægindahringnum ætti ég í kvöld að taka nokkra hressa slagara á gítarinn fyrir vegfarendur í Austurstrætinu. Hins vegar er líka mikilvægt að taka tillit til táningsstúlkunnar á heimilinu áður en ég svipti móður hennar ærunni. Best að hugsa aðeins málið yfir Grey‘s Anatomy, ha? Hollt og vont Í dag er miðvikudagurinn 16. janúar, 16. dagur ársins. HUGSAÐU HRATT Hlaupárið byrjar á spennandi sértilboðum www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 04 97 0 1/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Toyota - bestu bílakaupin strax Hlaupárið hjá Toyota byrjar á spennandi sértilboðum í takmarkaðan tíma. Langar þig í nýjan Yaris, Auris, Corolla, Avensis eða RAV4? Hugsaðu hratt, komdu til næsta söluaðila Toyota núna og láttu sölumenn okkar gera þér tilboð sem þú getur ekki hafnað. Fyrstir koma, fyrstir fara - á nýrri Toyota RAV4 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR 10.54 13.37 16.21 10.59 13.22 15.45

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.