Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 16. janúar 2008 31 „Þeir ætla að fara bæði þessa leið og svo verður henni líka dreift í kvikmyndahúsin,“ segir Baltasar Kormákur en kvikmyndin Mýrin er í hópi fimm kvikmynda sem verður dreift á sérstakt VOD- kerfi dreifingarfyrirtækisins IFC. Yfir þrjátíu milljónir heim- ila í Bandaríkjunum munu hafa aðgang að þessu kerfi og þegar ofan á það bætast frumsýningar í kvikmyndahúsum er ljóst að Mýrin fær mikla dreifingu í Bandaríkjunum. „Það var einmitt vegna þessa sem ég var svo ákveðinn í að fara í samstarf með þessu fyrirtæki. Þeir hafa einmitt svona úrræði. Og svo er því náttúrlega ekki að leyna að flestir Bandaríkjamenn sjá erlendar myndir eins og Mýrina á DVD eða í sjónvarpi,“ bætir Baltasar við. Um er að ræða hálfgerða kvik- myndahátíð eða svokallað Festi- val Direct og er markmiðið að koma sjálfstæðri kvikmyndagerð á framfæri. Meðal annarra mynda sem verða í boði á þessu VOD- kerfi má nefna spennumynd Ken Loach, It’s a Free World og hryll- ingsmyndina Puffball en meðal leikenda í þeirri mynd eru Don- ald Sutherland og Miranda Richardson auk Beautiful Ohio með þeim William Hurt og Ritu Wilson í aðalhlutverkum - fgg Mýrin á 30 milljónir heimila GÓÐ DREIFING Mýrin, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður í hópi fimm kvikmynda sem verða í boði á VOD-kerfi dreifingarfyrirtækisins IFC. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna verða gerðar opinberar í fyrstu viku febrúar, en verðlaunaafhendingin sjálf fer ekki fram fyrr en um miðjan mars. Þetta verður í fjórtánda skipti sem verðlaunin eru afhent en þau hafa aldrei verið svona seint á ferðinni. Ástæða þess er að samþykkt var að breyta fyrirkomulagi verðlaun- anna í fyrra á þann hátt að allt almanaksárið er nú undir, ekki bara plötur útgefnar fyrir 20. nóvember. Tilnefninga-límmiðum var þar að leiðandi ekki skellt á plötur í jólaplötuflóðinu. Tilnefninganefndir sitja nú sveittar við að hlusta á íslenska tónlist og eiga eflaust erfitt með að skera niður enda komu margar góðar plötur út í fyrra. Síðast voru verðlaunin veitt í Borgarleik- húsinu 31. janúar sl. fyrir árið 2006. Þá skiptust verðlaunin á óvenjulega marga staði, en Lay Low fékk flestar tilnefningar, fjórar talsins. Hún fór heim með þrenn verðlaun, sem besta söngkona og vinsælasti flytjandi ársins og fyrir plötu- umslag ársins. Verðlaunahátíð í mars VINSÆL SÍÐAST Lay Low fór heim með þrjár styttur. Nýir eigendur plötufyrir- tækisins EMI ætla að segja upp um tvö þúsund starfs- mönn- um, eða ríflega þriðjungi vinnu- aflsins, til að bregðast við dvínandi sölu geisladiska. Mikið hefur gengið á í herbúðum fyrirtækisins upp á síð- kastið því stór nöfn á borð við Paul McCartney og Radiohead hafa sagt skilið við það og leitað á nýjar slóðir. Á meðal þekktra flytjenda sem enn eru á mála hjá EMI eru Rolling Stones, Coldplay og Kylie Minogue. Réttarhöld yfir leikar- anum Wesley Snipes vegna meintra skattsvika hans eru hafin í Flórída. Lögfræðingar Snipes ræddu við um sjötíu möguleg vitni fyrir réttarhöldin og á meðal þeirra voru Muhammad Ali, Spike Lee, Sylvester Stall- one og Woody Harrelson. Snipes á yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Söngkonan Mary J. Blige segir ekkert hæft í þeim fregnum að hún hafi notað stera. Blige, 50 Cent, Timbaland, Wyclef Jean og leikarinn Tyler Perry hafa öll verið sökuð um steranotkun og eru mál þeirra nú til rann- sóknar. Lokamyndin um Harry Potter verður hugsanlega sýnd í tveimur hlutum á hvíta tjaldinu. Óttast er að ekki sé nóg pláss fyrir sjöundu og síðustu Potter-bókina í einni mynd og því gæti þurft að taka aðra upp. Aðdáendur bókanna hafa gagnrýnt hversu mikið vanti upp á í kvikmyndirnar um Potter og fá þeir því væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð ef lokamyndinni verður skipt í tvennt. FRÉTTIR AF FÓLKI WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 TAKMARKAÐ MAGN Samsung 40” LCD - R86 / R87 Samsung er verðlaunuð fyrir myndgæði og útlitshönnun. Tækið er fáanlegt í svörtu og hvítu. HDTV Ready / 1366x768 upplausn / stafrænn móttakari / 8.000:1 skerpa / 6 ms. svartími 99.900- 149.900-VERÐ ÁÐUR: 169.900- 249.900-VERÐ ÁÐUR: Acer TravelMate 3043 Intel Core 2 Duo 1.66Ghz, 1GB vinnsluminni, 120GB harður diskur, 12” skjár – létt og meðfærileg, aðeins 1.5 kg ALLT AÐ 80.000 KR ÓNA AFSL ÁTTUR! Acer Aspire 5720Z Intel Core 2 Duo, 2GB vinnsluminni, 80 GB harður diskur 69.900- 99.900-VERÐ ÁÐUR:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.