Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 22
[ ]Skófla getur komið sér vel á langferðalögum að vetrarlagi ef bíllinn festist í snjó. Því er ekki vitlaust að vera með eina slíka í skottinu. Þegar fjölskyldan stækkar og börn bætast í hópinn er oft þörf á að fá sér stærri bíl. Ýmsir valkostir eru fyrir hendi en hér gefur að líta nokkra bíla sem uppfylla kröfur um öryggi og þæg- indi. hrefna@frettabladid.is Flottir fjölskyldubílar Ford Focus Collection hefur hlotið fjölda verð- launa og er vel búinn. Hann hefur hlotið hæstu einkunn í Euro NCap árekstrarprófinu enda er hann með stöðugleika- stýrikerfi með spólvörn, fjórum öryggispúðum ásamt öryggisgardínum í hliðum til varnar fólki bæði í fram- og aftursætum. Í bílnum er mikið af þæg- indabúnaði eins og upphitanleg framsæti og framrúða, hálkuviðvör- un, hæðarstillir og fleira. Bíllinn er rúmgóður og farangursrýmið er með því mesta sem gerist í þessum flokki. Bíllinn er sparneytinn og fáanlegur bæði í með bensín- og dísilvél. Brimborg býður nú Ford Focus Collection á sértilboði út janúar en því er lýst nánar á www.ford.is. Skoda Octavia Scout er rúmgóður fjölskyldubíll með meiri veghæð en bílar í sama stærðar- flokki og með öfluga 140 hestafla dísilvél. Bíllinn byggir á grunni Skoda Octavia sem hlotið hefur ýmis verðlaun og selst vel. Hann fæst hjá Heklu hf. MM Outlander 4x4 hefur sportlega aksturseiginleika og er kjörinn fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Hann fæst í bæði fimm og sjö manna dísil- og bensínútgáfu og er nú fáanlegur sjálfskiptur. Verðið á bílnum er frá 3.650.000 krónum hjá Heklu hf. og er hann þá búinn sjálfskipt- ingu og öflugri bensínvél. Nissan X-Trail er nýr millistærðarjeppi sem hentar vel sem fjölskyldubíll vegna stærðar sinnar en hann er aðeins stærri en flestir jepplingar. Hann ætti að þjóna vel þörfum allt að fimm manna fjölskyldu og er hentugur kostur fyrir fólk sem hefur gaman af ferðalögum og útiveru. Bíllinn er fáanlegur bæði með bensín- eða dísilvél og sex gíra sjálfskiptingu. Verð er frá 3.390.000 krónum hjá Bílaumboðinu Ingvar Helgason ehf. Ford C-MAX Trend 1,6i er fimm dyra og fimm gíra bíll. Við hönnun bílsins var öll nýjasta tækni Ford Motor Company nýtt í þágu öryggis og þæginda fyrir fjölskyld- una. Í honum er mikið rými fyrir fólk og farangur og er hann með sterka yfirbyggingu, stöðugur og mjúkur í akstri. Aftursætið er þrískipt og börnin hafa því sér sæti fyrir sig. Auðvelt er að festa börn í bílstóla þar sem þau sitja hátt og ekki þarf að beygja sig mikið. Bíllinn er fáanlegur bæði fyrir bensín og dísil og hefur Bílaumboðið Brimborg bílinn til sölu. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Breiðhöfða Nissan Patrol, Elegance, 44“ 2/02, 133þ.km. einn með öllu, 2 dekkjagangar, mikið yfi rfarinn, topp bíll. Verð 4.490.000.- Skipti ath. Audi Q7 quattro, S line, 3,0 TDI, 11/07, 3þ.km. Verð 8.490.000.- áhvílandi 7.600.000.- Dodge Ram 1500 Larami, 5,7 hemi, Nýr bíll. Verð 3.990.000.- áhvílandi 3.700.000.- BÍLLINN ER Í ÁBYRGÐ Nissan Patrol Elegance 3,0, 33“ 07/00, 160þ.km. ssk, Ný dekk og felgur. Allt að 100% lán, Verð 1.760.000.- Toyota Landcruiser 120LX, 38“, 5/05, 77þ.km. GPS, kastarar, verð 5.390.000.- Toyota Landcruiser 120VX, 12/04, 46þ.km. 33“ dekk, ssk, leður. Verð 4.790.000.- áhv, Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.