Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. janúar 2008 11 SKIPULAGSMÁL Íbúar á Álftanesi safna nú undirskriftum til að mótmæla fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu á Álftanesi en frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í dag. Tveir undirskriftalistar eru í gangi og segja aðstandendur þeim alls staðar vel tekið. Gerður Björk Sveinsdóttir, íbúi við Suður- tún, segir að hún og nokkrar nágrannakonur hennar hafi gengið hús úr húsi á kvöldin til að safna undirskriftunum og þær verði afhentar bæjaryfirvöldum í dag. Gerður Björk segir yfir hundrað undirskriftir hafa safnast. „Við fáum mjög góð viðbrögð. Fólk vill fá lausn þar sem allri umferð er ekki beint upp að leiksvæði skólans og íbúðagötunum,“ segir hún. Magnús Stephensen byggingatæknifræð- ingur stendur fyrir undirskriftasöfnun meðal íbúa við Suðurtún, 36 húsa hverfi sem er næst því svæði sem liggur undir gagnrýni. Söfnunin takmarkast við Suðurtún vegna þess hve lítill tími er til stefnu. Mótmælin beinast gegn því að Norðurnesvegur verði færður um 25-30 metra til að búa til pláss fyrir þriggja hæða hús sem snúa að Bessastöðum, land sem margæsin noti til að fita sig á vorin á leiðinni til Grænlands og Kanada fari undir bygging- ar og veg og að bensínstöð sé reist á svæðinu. „Við höfum alltaf verið án bensínstöðvar hér og erum ekkert ósátt við það. Við höfum átta bensínstöðvar innan ferkílómetra radíuss og þykir það alveg nóg,“ segir hann og kveðst ekki trúa því að núverandi meirihluti á Álftanesi sé svo heillum horfinn að hann ætli að tapa meirihlutanum út af skipulagsmálum. - ghs Íbúar við Suðurtún á Álftanesi eru duglegir að mótmæla nýju deiliskipulagi: Mótmæla færslu vegar og bensínstöð FÁUM GÓÐ VIÐBRÖGÐ „Við fáum mjög góð viðbrögð,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, íbúi við Suðurtún, en hún er ein þeirra sem standa að undirskriftasöfnun á Álftanesi. KANADA, AP Kanadískur maður í sjálfheldu hélt sér á lífi í fjóra sólarhringa með því að borða rotnandi dýr sem hann hafði veitt. Ken Hildebrand var að safna saman dýragildrum sínum þegar hann velti bílnum fjarri byggð. Hann lá fastur undir bílnum í 96 tíma áður en göngumaður fann hann. Hildebrand notaði hræ af bjór til að halda á sér hita og át mold til að fá einhvern vökva. Hann notaði flautu til að fæla burtu hungraða sléttuúlfa. Þegar Hildebrand fannst þjáðist hann af ofkælingu, vökva- tapi, kali og fótmeiðslum. Hann jafnar sig nú á sjúkrahúsi. - sdg Lá fastur undir bíl í 96 tíma: Át úldin dýra- hræ til að lifa BANDARÍKIN, AP Tvær einkaflug- vélar skullu saman í lofti skammt frá litlum flugvelli í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Fimm manns létust, tveir úr hvorri vél og einn sem varð fyrir braki á jörðu niðri. Vitni lýstu því hvernig önnur vélin sundraðist og að brakinu hefði rignt yfir bílasölur fyrir neðan. Flugvélarnar hröpuðu báðar til jarðar eftir áreksturinn. „Önnur þeirra lenti ofan á Ford Mustang og hin féll á bílastæðið,“ skammt frá hinni,sagði Hector Hernandez sem varð vitni að slysinu í samtali við sjónvarps- stöðina KCBS-TV. - sdg Fimm manns biðu bana: Flugvélar skullu saman í loftinu STAKUR FLUGVÉLAVÆNGUR Önnur flugvélin sundraðist við áreksturinn og rigndi brakinu niður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND Fleiri morð eiga sér stað í Lapplandi en í löndum Vestur- og Mið-Afríku. Í fjórum finnskum sveitarfélögum eru framin hlutfallslega mun fleiri morð miðað við íbúafjölda en annars staðar í landinu. Langflest eru þau í Lapplandi, að sögn finnska dagblaðsins Helsingin Sanomat, að meðaltali fimm morð á ári. Í löndum Vestur- og Mið-Afríku eru framin að meðaltali tæplega fimm morð ári. Í Suðvestur- Finnlandi eru framin tvö morð á ári og er það svipað og er í löndum Mið- og Vestur-Evrópu. Í þeim sveitarfélögum í Finnlandi þar sem morðtíðnin er hvað hæst er mikið atvinnuleysi. - ghs Glæpatíðni á Lapplandi: Fimm menn myrtir á ári ALÞINGI Ekki eru nægilega sterk úrræði til að taka á heimilisof- beldi í nýju frumvarpi dómsmála- ráðherra um nálgunarbann, sagði Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna á Alþingi í gær. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Kolbrún boðaði breytingartil- lögu við frumvarpið þar sem lögreglu verði heimilað að fjarlægja ofbeldismann af heimili, í stað þess að sá fari sem brotið er á. Fyrirmynd megi finna í Austurríki þar sem slík lög hafi skilað góðum árangri. - bj Frumvarp um nálgunarbann: Þarf að huga að heimilisofbeldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.